Jólabjór frá Ölvisholti á Vínbarnum

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Jólabjór frá Ölvisholti á Vínbarnum

Post by halldor »

Ég var að heyra að næstkomandi föstudag (19. nóvember) kl. 17.00 væri "frumsýning" á nýjum jólabjór frá Ölvisholti á Vínbarnum. Þeir fá einhverja 200 lítra á kútum og verða með hann á krana þar til birgðirnar klárast. Mér skilst að þetta sé jólabjór sem gerður var fyrir Sænskan markað og verði ekki fáanlegur í vínbúðum hérlendis. Hann er víst reyktur en ekki sami og í fyrra.

Jólabjórinn frá Ölvisholti fyrir íslenska markaðinn verður eitthvað seinn á ferðinni þetta árið vegna óviðráðanlegra orsaka þannig að ég mæli með því að menn fylli ekki jólabjórskvótann sinn strax.

Ef Valgeir bruggmeistari sér þetta má hann endilega leiðrétta staðreyndarvillur ef einhverjar eru :)

Ég ætla að mæta og hvet menn til að fá sér tvo til þrjá eftir vinnu eða síðar.
Plimmó Brugghús
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Jólabjór frá Ölvisholti á Vínbarnum

Post by kristfin »

það væri nú ekki dautt. sérstaklega ef þetta er bjór sem sænska búlagið ætlaði að hafa af okkur
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Post Reply