Byrjendanámskeið?

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: Byrjendanámskeið?

Post by valurkris »

Ég vil þakka fyrir mig, þetta var bráðskemmtilegt og fróðlegt, hlakka til að koma eftir tvær vikur og tappa á og enn meira að smakka svo

Kv. Valur K.
Kv. Valur Kristinsson
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Re: Byrjendanámskeið?

Post by ulfar »

Það sem var gert

Uppskrift
9 kg Pale Ale malt (grunnur)
1 kg CaraPils (fylling og froða)
0.6 kg CaraMunich (fylling, litur)
0.2 kg Carafa III Special (litur, bragð)
Alls 10.8 kg

Mesking:
ca. 2.5 ltr af vatni á kg af korni.
25 ltr 74 gráður heitu vatni blandað við kornið til að ná 67 gráðu hita á blöndunni.
Látið standa í 60 min, hækkað upp í 70 þegar 15 eftir (ekki algjörlega nauðsynlegt).
Hellt í skolboxið (kælibox með fölskum botni) og látið standa í 15 min.
3-4 ltr látnir renna úr skolboxinu og helt aftur ofaní.
Tæpir 50 ltr af 80 gráðu heitu vatni látnir renna í gegnum kornið til þess að ná
öllum sykrinum úr.
Talan 50 var fundin út á eftirfarandi máta
25 ltr var blandað saman við kornið
10 ltr verða eftir í korninu (ca 1 ltr á kg af korni)
12 ltr gufa upp í suðunni (mjög mikið, venjulega gufa 2 ltr í venjulegum potti)
54 ltr áttu að verða eftir í pottinum
Þetta gefur að 54+12-(25-15) ca jafnt og 50
Virtur (sykur vatnið sem kom af korninu) soðinn í 60 mín
45 gr simcoe 60 min
60 gr willamette 15 min
50 gr willamette 0 min
40 gr cascade 0 min
Kælt niður í 24 og ger sett útí.
Beðið í 5 min og hrist í tvær (hrista virtinn þannig að súrefni blandist við hann)
Alls var 48 ltr (en ekki 54 safnað, líklegast skekkja í skolvatnsmælingum)
OG 1.06 sem var hærra en við höfðum ákveðið. Völdum að bæta ekki vatni útí.

Svo er það bara að bíða í ca 2 vikur og tappa svo.

kv. Úlfar
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Byrjendanámskeið?

Post by Eyvindur »

Svona fyrir forvitnis sakir, þar sem ég skoðaði uppskriftina ekki mjög nákvæmlega í morgun, eftir hvaða OG vorum við að sælast?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Byrjendanámskeið?

Post by Hjalti »

Hljómar ótrúlega næs....

Hverjir mættu á kennslustundina?
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Byrjendanámskeið?

Post by Eyvindur »

Það er kannski ekki úr vegi að benda á að hæglega má aðlaga þessa uppskrift þannig að maður noti eingöngu humla frá ÖB líka. Það væri hægt að skipta Simcoe út fyrir First Gold og Willamette fyrir Fuggles eða East Kent Goldings. Það þyrfti eitthvað að breyta magninu, þarsem alfasýrustig þessara humla er ólíkt, en það er lítið mál með tilheyrandi reiknivél.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Daði
Villigerill
Posts: 1
Joined: 7. Jul 2009 16:54

Re: Byrjendanámskeið?

Post by Daði »

Sælir

Ég var upptekin síðast en væri mjög spenntur að fara á svona örnámskeið, er ekki markaður hérna fyrir því að halda annað svona einhverntíman í haust?
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Byrjendanámskeið?

Post by Eyvindur »

Það hlýtur að vera. Ég er allavega alveg til í að endurtaka leikinn í haust. Úlfar?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: Byrjendanámskeið?

Post by valurkris »

Jæja Úlfar, hvernig lítur þetta út hjá okkur, er ekki allt í góðum málum með bjórinn
Kv. Valur Kristinsson
Eyjo
Villigerill
Posts: 5
Joined: 30. May 2009 19:55

Re: Byrjendanámskeið?

Post by Eyjo »

Já, þetta var mikið stuð og mjög fróðlegt. Er ekki kominn tími til að fara henda þessu í flöskur?
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Byrjendanámskeið?

Post by Eyvindur »

Heyrðu, jú. Við stefnum á fimmtudagskvöldið (s.s. annað kvöld). Hvernig hentar það ykkur?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: Byrjendanámskeið?

Post by valurkris »

það henntar ágætlega fyrir mig ef að það er ekki of snemma um kveldið, kl hvað voruð þið að pæla
Kv. Valur Kristinsson
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Byrjendanámskeið?

Post by Eyvindur »

21?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: Byrjendanámskeið?

Post by valurkris »

það er flott fyrir mig
Kv. Valur Kristinsson
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Byrjendanámskeið?

Post by Eyvindur »

Sláum því bara föstu. Klukkan níu í kvöld, á sama stað.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
snowflake
Villigerill
Posts: 22
Joined: 22. Sep 2010 21:54

Re: Byrjendanámskeið?

Post by snowflake »

Sælir

Rakst á þessan póst þegar ég var að renna í gegnum spjallið. Væri einhver möguleiki á svona aftur eða að fá að fylgjast með einhverjum þegar hann bruggar næst?

k.kv_halli
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Byrjendanámskeið?

Post by sigurdur »

Án efa er hægt að fá að sjá bruggdag hjá mönnum.

Það þarf að stefna að því að koma með fleiri byrjendanámskeið aftur.
snowflake
Villigerill
Posts: 22
Joined: 22. Sep 2010 21:54

Re: Byrjendanámskeið?

Post by snowflake »

Það væri hrein snilld ef hægt væri að koma því að :)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Byrjendanámskeið?

Post by hrafnkell »

Aldrei að vita nema ég reyni að vera með eitthvað brew.is byrjendanámskeið..
snowflake
Villigerill
Posts: 22
Joined: 22. Sep 2010 21:54

Re: Byrjendanámskeið?

Post by snowflake »

Það væri flott. Jafnevel ef hægt væri að kaupa "kit" með efni í eina lögun svona auðvelda það væri snilld.
Maddi
Villigerill
Posts: 38
Joined: 4. Oct 2010 12:53

Re: Byrjendanámskeið?

Post by Maddi »

Ég væri mjög spenntur að mæta á svona námskeið eins og um ræðir í þessum þræði. :)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Byrjendanámskeið?

Post by Eyvindur »

Úlfar, eigum við að endurtaka leikinn í vor eða sumar?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Byrjendanámskeið?

Post by Bjössi »

þó svo að ég sé búinn að brugga AG í um 2 ár
væri gaman að mæta, alltaf hægt að læra
User avatar
Belgur
Villigerill
Posts: 18
Joined: 30. May 2009 00:52
Location: Garðabær

Re: Byrjendanámskeið?

Post by Belgur »

Ég hef áhuga á því að mæta á svona bruggdag, er að byrja í faginu. Búin að kaupa
græjur og stöffið í fyrstu lögun og er að mana mig upp í að byrja.
Belgur brugghús
dQor
Villigerill
Posts: 1
Joined: 25. Aug 2010 19:17

Re: Byrjendanámskeið?

Post by dQor »

Er spenntur fyrir þessu, býst sterklega við að mæta ef þetta verður haldið aftur.
Post Reply