Uppskrift
9 kg Pale Ale malt (grunnur)
1 kg CaraPils (fylling og froða)
0.6 kg CaraMunich (fylling, litur)
0.2 kg Carafa III Special (litur, bragð)
Alls 10.8 kg
Mesking:
ca. 2.5 ltr af vatni á kg af korni.
25 ltr 74 gráður heitu vatni blandað við kornið til að ná 67 gráðu hita á blöndunni.
Látið standa í 60 min, hækkað upp í 70 þegar 15 eftir (ekki algjörlega nauðsynlegt).
Hellt í skolboxið (kælibox með fölskum botni) og látið standa í 15 min.
3-4 ltr látnir renna úr skolboxinu og helt aftur ofaní.
Tæpir 50 ltr af 80 gráðu heitu vatni látnir renna í gegnum kornið til þess að ná
öllum sykrinum úr.
Talan 50 var fundin út á eftirfarandi máta
25 ltr var blandað saman við kornið
10 ltr verða eftir í korninu (ca 1 ltr á kg af korni)
12 ltr gufa upp í suðunni (mjög mikið, venjulega gufa 2 ltr í venjulegum potti)
54 ltr áttu að verða eftir í pottinum
Þetta gefur að 54+12-(25-15) ca jafnt og 50
Virtur (sykur vatnið sem kom af korninu) soðinn í 60 mín
45 gr simcoe 60 min
60 gr willamette 15 min
50 gr willamette 0 min
40 gr cascade 0 min
Kælt niður í 24 og ger sett útí.
Beðið í 5 min og hrist í tvær (hrista virtinn þannig að súrefni blandist við hann)
Alls var 48 ltr (en ekki 54 safnað, líklegast skekkja í skolvatnsmælingum)
OG 1.06 sem var hærra en við höfðum ákveðið. Völdum að bæta ekki vatni útí.
Svo er það bara að bíða í ca 2 vikur og tappa svo.
Að gerjast: Ekkert Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
Það er kannski ekki úr vegi að benda á að hæglega má aðlaga þessa uppskrift þannig að maður noti eingöngu humla frá ÖB líka. Það væri hægt að skipta Simcoe út fyrir First Gold og Willamette fyrir Fuggles eða East Kent Goldings. Það þyrfti eitthvað að breyta magninu, þarsem alfasýrustig þessara humla er ólíkt, en það er lítið mál með tilheyrandi reiknivél.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Rakst á þessan póst þegar ég var að renna í gegnum spjallið. Væri einhver möguleiki á svona aftur eða að fá að fylgjast með einhverjum þegar hann bruggar næst?