Hitamælar í vatnshitara

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Hitamælar í vatnshitara

Post by arnarb »

Er með í undirbúningi að útbúa mér stál-vatnshitara með hitaelementum til að hita vatn fyrir "sparging". Búinn að fjárfesta í 2 hraðsuðuketlnum (2200W) í Europris á 2.490 kall stykkið og taka í sundur.

Það sem mig vantar er góður hitamælir til að mæla hitann nokkuð nákvæmlega. Barki er með góða hitamæla en ansi stóra og klunnalega. Húsasmiðjan er með hitamæla en þeir eru afar ónákvæmir (3-4 gráðu skekkja) enda vil ég geta mælt hitann niður á amk 1 gráðu Celsius.

Hvað hafa menn verið að setja í slíka kúta til að hita eingöngu vatn og hvar hafa menn keypt þessa hitamæla?
Arnar
Bruggkofinn
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Hitamælar í vatnshitara

Post by kalli »

Eina vitið er að fá sér sjálfvirka hitastýringu, td. þessa sem ég er sjálfur með: http://cgi.ebay.com/ws/eBayISAPI.dll?Vi ... 0362724205" onclick="window.open(this.href);return false;

Stýringin kemur með K-Thermocouple sem skrúfast beint í vatnshitarann.
Því til viðbótar þarftu einn til tvo SSR með heatsink. Ég mæli með tveimur, öryggisins vegna, til að geta rofið bæði fasa og Núll. Ég er með þennan hér: http://cgi.ebay.com/Solid-State-Relay-S ... 5adbfff8c4" onclick="window.open(this.href);return false;

Þá getur þú valið það hitastig sem þú vilt fá út og stýringin sér um að ná því hitastigi og halda því stöðugu meðan þú malar kornið.

Svona fyrir forvitni, ætlar þú að sjóða stálið sjálfur eða færðu einhversstaðar kút?
Life begins at 60....1.060, that is.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Hitamælar í vatnshitara

Post by kristfin »

af hverju þarf maður að geta rofið bæði fasa og núll? er það ef fasa ssr bráðnar?
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Hitamælar í vatnshitara

Post by kalli »

kristfin wrote:af hverju þarf maður að geta rofið bæði fasa og núll? er það ef fasa ssr bráðnar?
Núll getur leitt út og gefið gott stuð alveg eins og fasi.
Life begins at 60....1.060, that is.
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Hitamælar í vatnshitara

Post by arnarb »

Ég er með kút en þarf að fá einhvern velviljaðan til að gera götin fyrir mig.
Arnar
Bruggkofinn
Stebbi
Kraftagerill
Posts: 84
Joined: 22. Apr 2010 20:45
Location: Hafnarfjörður

Re: Hitamælar í vatnshitara

Post by Stebbi »

kalli wrote:
kristfin wrote:af hverju þarf maður að geta rofið bæði fasa og núll? er það ef fasa ssr bráðnar?
Núll getur leitt út og gefið gott stuð alveg eins og fasi.
Núll í venjulegu húsi er ekkert nema jörð í gegnum lekaliða. Þú færð ekkert stuð úr núllinu nema þú sért með eingöngu flúrlampalýsingu eða böns af spóulum tengdum um allt hús og fullt af flúrlömpum á sömu grein. Ef menn hafa áhyggjur af þessu þá er ekkert annað að gera en að létta álagið af húsinu með því að slökkva á því sem er ekki í notkun. Svona til gamans þá veldur hitunarelement sáralitlu launafli og í flestum tilfellum engu þannig að það ætti ekki að vera neinn straumur á núllinu. Þeir sem eru með saltkaupstunnu þurfa ekki að hafa áhyggjur af þessu þar sem plast leiðir ekki enþá rafmagn.

Þetta á ekki við gömul spennukerfi eins og í miðbænum og í suðurbænum í Hafnarfirði. Tveggja fasa kerfi hefur ekkert núll þó að það sé búið að draga bláan vír í rörið. 2x220V valda jafn miklum sársauka á báðum vírum.
Í gerjun: ekkert eins og er
Í hugsanaferli: Brúnöl og Irish Stout
Á flöskum: Port 'au Palmer
Bruggað: ca. 202L
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Hitamælar í vatnshitara

Post by kalli »

Stebbi wrote:
kalli wrote:
kristfin wrote:af hverju þarf maður að geta rofið bæði fasa og núll? er það ef fasa ssr bráðnar?
Núll getur leitt út og gefið gott stuð alveg eins og fasi.
Núll í venjulegu húsi er ekkert nema jörð í gegnum lekaliða. Þú færð ekkert stuð úr núllinu nema þú sért með eingöngu flúrlampalýsingu eða böns af spóulum tengdum um allt hús og fullt af flúrlömpum á sömu grein. Ef menn hafa áhyggjur af þessu þá er ekkert annað að gera en að létta álagið af húsinu með því að slökkva á því sem er ekki í notkun. Svona til gamans þá veldur hitunarelement sáralitlu launafli og í flestum tilfellum engu þannig að það ætti ekki að vera neinn straumur á núllinu. Þeir sem eru með saltkaupstunnu þurfa ekki að hafa áhyggjur af þessu þar sem plast leiðir ekki enþá rafmagn.

Þetta á ekki við gömul spennukerfi eins og í miðbænum og í suðurbænum í Hafnarfirði. Tveggja fasa kerfi hefur ekkert núll þó að það sé búið að draga bláan vír í rörið. 2x220V valda jafn miklum sársauka á báðum vírum.
Takk fyrir ábendingarnar Stebbi. Ég er svo heppinn að búa í Hafnarfirði og brugga í Vesturbænum. Á báðum stöðum er tveggja fasa kerfi.

Fullyrðingin um að það borgi sig að rjúfa bæði núll og fasa (og báða fasana þar sem er tveggja fasa kerfi) stendur. Ef það er núll og fasi í húsinu og ef hitastýringin er ekki fasttengd þannig að fasi sé tengdur við fasa og núll tengd við núll, þá getur maður ekki verið viss hvort SSR sé að rjúfa fasa eða núll. Það sem ég á við er að ef þú stingur hitastýringunni í samband með rafmagnskló (eins og ég geri með mína), þá er hægt að snúa klónni á tvo vegu og aðeins tilviljun ræður hvort það er núll eða fasi sem SSR rýfur. Sem sé, best að hafa tvö SSR.

Varðandi hættuna á útleiðslu, þá er hún enn til staðar þótt tunnan sé úr plasti. Hún getur nefnilega verið blaut bæði að utan og innan og þar sem er vatn er hætta á útleiðslu.
Life begins at 60....1.060, that is.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Hitamælar í vatnshitara

Post by kristfin »

góður punktur.

ég var að spá í þetta þar sem ég er að setja upp hitakút 84 lítra og suðupott 50 lítra þar sem ég er með 5500 w/240v element. ég hinsvegar tengi beint í fasa og og er með tengi sem ekki er hægt að tengja nema á einn veg, þannig að ég einbeiti mér að rjúfa fasann.

ég er hinsvegar lens á kæliplötur fyrir ssr ef einvher á svoleiðis?
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Hitamælar í vatnshitara

Post by kalli »

kristfin wrote:góður punktur.

ég var að spá í þetta þar sem ég er að setja upp hitakút 84 lítra og suðupott 50 lítra þar sem ég er með 5500 w/240v element. ég hinsvegar tengi beint í fasa og og er með tengi sem ekki er hægt að tengja nema á einn veg, þannig að ég einbeiti mér að rjúfa fasann.

ég er hinsvegar lens á kæliplötur fyrir ssr ef einvher á svoleiðis?
Eyþór í Íhlutum gæti átt kæliplötu.
Life begins at 60....1.060, that is.
Stebbi
Kraftagerill
Posts: 84
Joined: 22. Apr 2010 20:45
Location: Hafnarfjörður

Re: Hitamælar í vatnshitara

Post by Stebbi »

Kalli wrote:Fullyrðingin um að það borgi sig að rjúfa bæði núll og fasa (og báða fasana þar sem er tveggja fasa kerfi) stendur. Ef það er núll og fasi í húsinu og ef hitastýringin er ekki fasttengd þannig að fasi sé tengdur við fasa og núll tengd við núll, þá getur maður ekki verið viss hvort SSR sé að rjúfa fasa eða núll.
Það er rétt hjá þér að þá skilurðu spennu eftir á elementinu ef klóin snýr þannig en þar sem við erum allir einstaklega miklir fagmenn hérna á spjallinu og erum að smíða hluti sem taka jafnvel yfir 5Kw hjá sumum þá er eina vitið að vera með sér grein í töflu og nota bláa tengla og klær og sambyggðan lekaliða og öryggi ef það er pláss í töflu. Þá ertu laus við þetta L og N vesen og getur smíðað græjuna þannig að fasi er alltaf á sama stað inná rásina, og ef eitthvað klikkar þá fer ekki húsið út með tilraunastarfsemini. Og muna svo að jarðtengja það sem hægt er að jarðtengja, það er auðvelt að ímynda sér að það sé einstaklega sárt að verða allt í einu hluti af 5Kw apparati á fullu blasti.
Í gerjun: ekkert eins og er
Í hugsanaferli: Brúnöl og Irish Stout
Á flöskum: Port 'au Palmer
Bruggað: ca. 202L
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Hitamælar í vatnshitara

Post by anton »

Sjóða bjór en ekki steikja haus! Það er nefnilega ekki þar með sagt að ölið verði með "betri haus" þótt að þú steikir hausinn með öllu saman.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Hitamælar í vatnshitara

Post by kristfin »

Stebbi wrote:
Kalli wrote:Fullyrðingin um að það borgi sig að rjúfa bæði núll og fasa (og báða fasana þar sem er tveggja fasa kerfi) stendur. Ef það er núll og fasi í húsinu og ef hitastýringin er ekki fasttengd þannig að fasi sé tengdur við fasa og núll tengd við núll, þá getur maður ekki verið viss hvort SSR sé að rjúfa fasa eða núll.
Það er rétt hjá þér að þá skilurðu spennu eftir á elementinu ef klóin snýr þannig en þar sem við erum allir einstaklega miklir fagmenn hérna á spjallinu og erum að smíða hluti sem taka jafnvel yfir 5Kw hjá sumum þá er eina vitið að vera með sér grein í töflu og nota bláa tengla og klær og sambyggðan lekaliða og öryggi ef það er pláss í töflu. Þá ertu laus við þetta L og N vesen og getur smíðað græjuna þannig að fasi er alltaf á sama stað inná rásina, og ef eitthvað klikkar þá fer ekki húsið út með tilraunastarfsemini. Og muna svo að jarðtengja það sem hægt er að jarðtengja, það er auðvelt að ímynda sér að það sé einstaklega sárt að verða allt í einu hluti af 5Kw apparati á fullu blasti.
hvað er sambyggður lekaliði og öryggi. ég er með 40A öryggi í töflunni. í kassa með draslinu er ég síðan með 10a fyrir stýringarnar og 25A fyrir hvort element.
ætti ég eitthvað að spá meira í það
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Hitamælar í vatnshitara

Post by anton »

það er ekki nauðsinlegt. En sko, ef það yrði útleiðsla á dótinu þínu, þá myndi sú útleiðsla aðeins hafa áhrif á dótið þitt, en ekki sjónvarpið hjá konunni, því að þá væri dótið þitt á sér lekaliða sem færi út ef útleiðsla væri á þinu dóti.
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: Hitamælar í vatnshitara

Post by Braumeister »

Þetta PID stöff er ansi girnilegt...

Er mikið mál að gera svona til að stjórna gasi?
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Hitamælar í vatnshitara

Post by kristfin »

mér skilst að það sé erfitt að stýra gasi með þessu.

þeir sem fara út í stýringar skipta flestir í rafmagn
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Stebbi
Kraftagerill
Posts: 84
Joined: 22. Apr 2010 20:45
Location: Hafnarfjörður

Re: Hitamælar í vatnshitara

Post by Stebbi »

kristfin wrote:hvað er sambyggður lekaliði og öryggi. ég er með 40A öryggi í töflunni. í kassa með draslinu er ég síðan með 10a fyrir stýringarnar og 25A fyrir hvort element.
ætti ég eitthvað að spá meira í það
Þú ert að yfirskjóta þetta hressilega ef þú ert með tvö 2500w element. Það ætti að vera nóg fyrir þig að hafa 25A stofnöryggi og svo sitthvort 16A fyrir elementin, jafnvel nýju 13A öryggin sem eru farin að fást ef maður vill vera nákvæmur. Ef þú vilt hafa eitthvað á stýringuni þá gætirðu bætt við öðru 10A fyrir það en mig grunar að hún taki eitthvað sáralítið.
Annars er hægt að vera með endalausan anal yfir svona löguðu og ekkert sem segir að núverandi setup hjá þér sé eitthvað hættulegt. Ef að element klikkar þá skammhleypir það og þá slær 25A öryggið alveg jafn mikið út og 10 eða 16A. Menn þurfa bara að vega og meta hvað er til í hillunum eða hjá vinum og félögum og síðan hvað á að eyða miklum peningum í þetta. Ég er svo heppinn að lágspennuíhlutir eru til kílóavís í bílnum hjá mér og á verkstæðinu þannig að það háir mér ekki að vera með anal í öryggjastærð.
Í gerjun: ekkert eins og er
Í hugsanaferli: Brúnöl og Irish Stout
Á flöskum: Port 'au Palmer
Bruggað: ca. 202L
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Hitamælar í vatnshitara

Post by kristfin »

Stebbi wrote:
kristfin wrote:hvað er sambyggður lekaliði og öryggi. ég er með 40A öryggi í töflunni. í kassa með draslinu er ég síðan með 10a fyrir stýringarnar og 25A fyrir hvort element.
ætti ég eitthvað að spá meira í það
Þú ert að yfirskjóta þetta hressilega ef þú ert með tvö 2500w element. Það ætti að vera nóg fyrir þig að hafa 25A stofnöryggi og svo sitthvort 16A fyrir elementin, jafnvel nýju 13A öryggin sem eru farin að fást ef maður vill vera nákvæmur. Ef þú vilt hafa eitthvað á stýringuni þá gætirðu bætt við öðru 10A fyrir það en mig grunar að hún taki eitthvað sáralítið.
Annars er hægt að vera með endalausan anal yfir svona löguðu og ekkert sem segir að núverandi setup hjá þér sé eitthvað hættulegt. Ef að element klikkar þá skammhleypir það og þá slær 25A öryggið alveg jafn mikið út og 10 eða 16A. Menn þurfa bara að vega og meta hvað er til í hillunum eða hjá vinum og félögum og síðan hvað á að eyða miklum peningum í þetta. Ég er svo heppinn að lágspennuíhlutir eru til kílóavís í bílnum hjá mér og á verkstæðinu þannig að það háir mér ekki að vera með anal í öryggjastærð.
ég er með tvö 5500w element. eitt fyrir suðupottinn og annað i hlt. miðaði við 25A fyrir hvort, en stofninn fyrir þau bæði er 40A.
síðan er slatti af minna dóti eins og gerjunarfötuhitastýringin en það tekur ekki mikið.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Stebbi
Kraftagerill
Posts: 84
Joined: 22. Apr 2010 20:45
Location: Hafnarfjörður

Re: Hitamælar í vatnshitara

Post by Stebbi »

kristfin wrote:ég er með tvö 5500w element. eitt fyrir suðupottinn og annað i hlt. miðaði við 25A fyrir hvort, en stofninn fyrir þau bæði er 40A.
síðan er slatti af minna dóti eins og gerjunarfötuhitastýringin en það tekur ekki mikið.
Já sæll 11Kw er þokkalegasti suðupottur, þá veitir ekkert af 25A per element. Tók það sem að þú værir með allt í allt 5500w í pottinum en ég ætti að vita það að þú ert ekki týpan í að vera með eitthvað sýnishorn af potti í skúrnum. :skal:
Í gerjun: ekkert eins og er
Í hugsanaferli: Brúnöl og Irish Stout
Á flöskum: Port 'au Palmer
Bruggað: ca. 202L
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Hitamælar í vatnshitara

Post by gunnarolis »

Stjáni er gone pro.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
Post Reply