Næsta fimmtudag ætlum við að búa til Steinbier, þ.e. bjór sem við sjóðum með því að setja glóandi heita steina útí. Steinarnir karamella sykur í virtinum og gefa því mikla sætu sem verður eftir í fullgerjuðum bjórnum.
Steinbier er í raun meira aðferð en stíll og í stað þess að velja Altbier eða annað þýskt öl, sem var áður búið til með þessari aðferð, ákváðum við að gera Strong Scotch Ale með Steinbier aðferðinni. Strong Scotch ale er sterkur mjög maltríkur bjór með mikilli karamellusætu. Sætan í honum stafar af karamellingu (caramelization) sem verður til þegar heitir punktar myndast við suðu yfir viðareldi. Okkur fannst tilvalið að skipta þessum viðareldi út fyrir steinbier aðferðina og slá þannig tvær flugur í einu höggi.
Við komum til með að nota granít til að sjóða með, þar sem það er þétt og ætti að halda vel hitanum.
Uppskrift og video munu vonandi detta inn í kringum helgina.
En þangað til getið þið notað youtube og google ef þið vita meira um steinbier
Þessi grein er fín:
http://www.beernotes.com/breakingnews/steinbier.html" onclick="window.open(this.href);return false;
Þeir sem eiga Designing great beers geta svo lesið fróðlega lesningu um Scotch Ale.