Steinbier

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Steinbier

Post by halldor »

Næsta fimmtudag ætlum við að búa til Steinbier, þ.e. bjór sem við sjóðum með því að setja glóandi heita steina útí. Steinarnir karamella sykur í virtinum og gefa því mikla sætu sem verður eftir í fullgerjuðum bjórnum.
Steinbier er í raun meira aðferð en stíll og í stað þess að velja Altbier eða annað þýskt öl, sem var áður búið til með þessari aðferð, ákváðum við að gera Strong Scotch Ale með Steinbier aðferðinni. Strong Scotch ale er sterkur mjög maltríkur bjór með mikilli karamellusætu. Sætan í honum stafar af karamellingu (caramelization) sem verður til þegar heitir punktar myndast við suðu yfir viðareldi. Okkur fannst tilvalið að skipta þessum viðareldi út fyrir steinbier aðferðina og slá þannig tvær flugur í einu höggi.
Við komum til með að nota granít til að sjóða með, þar sem það er þétt og ætti að halda vel hitanum.

Uppskrift og video munu vonandi detta inn í kringum helgina.

En þangað til getið þið notað youtube og google ef þið vita meira um steinbier
Þessi grein er fín:
http://www.beernotes.com/breakingnews/steinbier.html" onclick="window.open(this.href);return false;
Þeir sem eiga Designing great beers geta svo lesið fróðlega lesningu um Scotch Ale.
Plimmó Brugghús
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Steinbier

Post by sigurdur »

Þið getið líka skoðað Sah'tea myndböndin hjá Dogfishhead brugghúsinu. Þar nota þeir glóandi sauna-steina til að sjóða bjórinn.
http://www.dogfish.com/brews-spirits/th ... htea-0.htm" onclick="window.open(this.href);return false;
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Steinbier

Post by Eyvindur »

Vá, hvað ég öfunda ykkur. Hefur dreymt um að gera Steinbier síðan ég heyrði fyrst um aðferðina (sem var mjög stuttu eftir að ég byrjaði að brugga).

Hlakka til að sjá greinargerð.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Steinbier

Post by halldor »

sigurdur wrote:Þið getið líka skoðað Sah'tea myndböndin hjá Dogfishhead brugghúsinu. Þar nota þeir glóandi sauna-steina til að sjóða bjórinn.
http://www.dogfish.com/brews-spirits/th ... htea-0.htm" onclick="window.open(this.href);return false;
Snilld takk fyrir þetta.
Ég vissi að þeir notuðu steina í Sah'tea, en ég vissi ekki af þessum vídeóum :)
Plimmó Brugghús
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Steinbier

Post by halldor »

Jæja þessi var með þeim skemmtilegri sem við höfum gert.

Uppskriftin er hér http://fagun.is/viewtopic.php?f=7&t=995" onclick="window.open(this.href);return false;

Við höfðum samband við Granítsmiðjuna og fengum að hirða granítafganga hjá þeim til að nota sem hitunarsteina.
Við keyptum okkur einhverjar lokanlegar grillgrindur í BYKO (1.250 kr. stk) og settum steinana í þær og beint á grillið.
Steinana notuðum við til þess að hita virtinn frá 70°C og upp í suðu. Þegar suðu var náð héldum við áfram að "karamella" virtinn með steinunum í um klst. Fyrsta humlaviðbót fór í 60 mín fyrir lok suðu og héldum við áfram að skella steinunum út í á 10 mín fresti til loka suðu. Markmiðið var að fá vel karamellaðan bjór og enda með hátt FG (vonandi um 1.030).
Steinana geymum við svo í sótthreinsaðri plastfötu þar til primary gerjun er lokið og bætum þeim í secondary gerjun. Þarna erum við að reyna að fá enn meiri sætu (og karamellu) í bjórinn þegar gerið er nánast búið að gefast upp.

Vídeo verður sett inn þegar ég finn snúruna af símanum mínum til að tengja í tölvuna :)
Plimmó Brugghús
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Steinbier

Post by kristfin »

verður gaman að sjá vído.

en þarftu ekki að geyma steinana í frysti þangað til þeir fara í secondary
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Steinbier

Post by halldor »

kristfin wrote:verður gaman að sjá vído.

en þarftu ekki að geyma steinana í frysti þangað til þeir fara í secondary
Það held ég ekki. Sykur geymist alveg rosalega vel og því held ég að okkur sé óhætt að geyma karamellaða steinana í sótthreinsuðu íláti við 20°C

Hvað segja aðrir annars?
Plimmó Brugghús
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Steinbier

Post by sigurdur »

Mitt mat:
Hreinn sykur (t.d. cane sugar) geymist ofboðslega vel því að hann er svo hreinn og þurr, lífverur ættu erfitt með að nærast einungis í slíku.
Erfitt að segja til með steininn, en ég ímynda mér að lífverur geti vaxið og dafnað þar aðeins.
Ég myndi ekki setja neitt í frystinn sem að ég vil halda sótthreinsuðu, nema að ég einangri það fullkomlega frá umhverfinu.
Ég held að steinarnir ættu að vera í lagi í sótthreinsuðu íláti.
SÁEÖFÞH
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Steinbier

Post by kristfin »

ég sá video frá dogfish brewing um steinbeer, og þá geymdu þeir steinana í frysti þangað til þeir notuðu þá aftur.
það er alltaf einhver virt og dót á þeim sem maður vill ekki fá leiðindi í.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Steinbier

Post by sigurdur »

Sumir mæla með að setja í ísskáp:
http://www.byo.com/stories/recipes/arti ... stein-beer" onclick="window.open(this.href);return false;

Sumir mæla með að setja í frystinn:
http://www.byo.com/stories/beer-styles/ ... -the-month" onclick="window.open(this.href);return false;

Alltaf er mælt með að einangra steinana frá umhverfinu einhvernmegin. Frystirinn/kælirinn getur svo aðstoðað með að halda gerjun utan á steininum í skefjum. (Rétt hjá þér Kristján)

Ég mæli samt sem áður með eftirfarandi:
SÁEÖFÞH
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Steinbier

Post by halldor »

sigurdur wrote:Ég mæli samt sem áður með eftirfarandi:
SÁEÖFÞH
Við ákváðum að fara að ráðum Sigurðar og SÁEÖFÞH-uðum þetta.
Steinarnir voru geymdir í sótthreinsuðu íláti í þær 3 (eða 4... man ekki) vikur sem bjórinn var í gerjun. Þegar við opnuðum ílátið var ekki vottur af sýkingu en í staðinn sterk lykt sem dofnaði fljótt og breyttist í góða brennda sykurlykt. Við fleyttum bjórnum yfir á steinana, þar sem hann er búinn að sitja í viku og enn vottar ekki fyrir sýkingu.
Hann bragðast rosalega vel og endaði í 1.020 eða 9,7%
Nú tekur við fjögurra vikna lagering við 4°C og svo átöppun eftir það.
Plimmó Brugghús
Post Reply