halldor wrote:Jú það er rétt hjá þér að ef þú sýður kittið þá "skemmast" flavor og aroma humlarnir sem fyrir voru, þ.e. þeir þjóna ekki lengur tilgangi sínum sem aroma og flavor humlar, heldur auka við biturleikann. Ef þú sýður t.d. flavor humla í 10 eða 15 mín og aroma í 0-5 mín ætti þetta að koma skemmtilega út. Svo mæli ég að sjálfsögðu með þurrhumlun ef stíllinn býður upp á það.
Ég mæli með eftirfarandi uppskrift:
Gefur um 20 lítra af 5% bjór (mjög gróflega ályktað)
2 x Coopers Pale Ale kitt (eða lager)
25 gr Cascade 15 mín
25 gr Cascade 5 mín
25 gr Cascade 0 mín (flameout)
25 gr Cascade 7 dagar (dry hop)
gerja með 1 pk US-05 (eða nota báða Coopers pakkana)
Leyfa þessu að gerjast í 7-10 daga
fleyta yfir á secondary og þurrhumla í viku
Eldgamall þráður sem ég er að bömpa hérna, en mig langaði að spurja aðeins út í þessa uppskrift.
Það sem mig vantar að fá betur á hreint eru upplýsingarnar um humlana...
Þegar þú segir 15 mín, 5 mín, 0mín.. þýðir það þá að maður setur cascade humla þegar það eru 15 mínútur eftir af suðunni, aftur þegar 5 mínútur eru eftir, og svo þegar maður er búinn að slökkva á suðunni?
Ég sýð væntanlega bara vatn, bæti út í 2 kitum af Coopers og humlum eftir þessum leiðbeiningum?
Þú segir þarna "25 gr Cascade 7 dagar (dry hop)" og svo "fleyta yfir á secondary og þurrhumla í viku". Ertu að tala um sama hlutinn þar, eða er þetta þurrhumlað fyrir gerjun og aftur eftir að hann er búinn að gerjast í 7-10 daga?
Að þurrhumla er það að láta humlana liggja í bjórnum á meðan hann liggur í fötunni en ekki sjóða hann, ekki satt?