Blöndun humla við coopers

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
steinar
Villigerill
Posts: 26
Joined: 1. Jun 2010 21:57

Blöndun humla við coopers

Post by steinar »

Sælir, ég hef bruggað í nokkur skipti með aðstoð coopers kittanna og núna langar mig að prufa eitthvað nýtt. Var að spá að kaupa mér flavor/aroma humla hjá ÖB og bæta við eitthvað kitt. Sennilegast lager kittið.

Ég var að velta fyrir mér hvort einhver hérna lummi á uppskrift sem gott væri að byrja að prófa sig áfram með þar sem ég hef ekki neina reynslu af íbót humla.

Einnig þá væri gott að fá svarað hvort ég ætti að dry hoppa þetta eða sjóða kittið og bæta við. Ef ég sýð kittið þá eyði ég væntanlega flavor/aroma humlunum sem fyrir eru að einhverju leiti eða alveg út og kæmu mínir þá væntanlega alveg í staðinn ekki satt.

Einnig ef einhver hefur einhver tips um hvað ég ætti að passa mig á/gæti farið úrskeiðis á þá væru þau vel þeginn :)
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Blöndun humla við coopers

Post by halldor »

Jú það er rétt hjá þér að ef þú sýður kittið þá "skemmast" flavor og aroma humlarnir sem fyrir voru, þ.e. þeir þjóna ekki lengur tilgangi sínum sem aroma og flavor humlar, heldur auka við biturleikann. Ef þú sýður t.d. flavor humla í 10 eða 15 mín og aroma í 0-5 mín ætti þetta að koma skemmtilega út. Svo mæli ég að sjálfsögðu með þurrhumlun ef stíllinn býður upp á það.

Ég mæli með eftirfarandi uppskrift:
Gefur um 20 lítra af 5% bjór (mjög gróflega ályktað)
2 x Coopers Pale Ale kitt (eða lager)
25 gr Cascade 15 mín
25 gr Cascade 5 mín
25 gr Cascade 0 mín (flameout)
25 gr Cascade 7 dagar (dry hop)
gerja með 1 pk US-05 (eða nota báða Coopers pakkana)
Leyfa þessu að gerjast í 7-10 daga
fleyta yfir á secondary og þurrhumla í viku
Plimmó Brugghús
steinar
Villigerill
Posts: 26
Joined: 1. Jun 2010 21:57

Re: Blöndun humla við coopers

Post by steinar »

takk kærlega fyrir þetta halldór. Þetta ætti vonandi að koma mér af stað.

Ein pæling þó og snýst að því hvort 2 skammtar af coopers kitti séu nauðsynlegir. Væri hægt að nota malt extract í stað annars til þess að ná því gravity sé leitast er eftir. Eða er þetta spurning um biturleika frá seinni pakkanum, væri mögulega hægt að nota alpha rík hops til að ná þeim biturleika með einu kitti og svo malt extract ef svo er.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Blöndun humla við coopers

Post by halldor »

steinar wrote:takk kærlega fyrir þetta halldór. Þetta ætti vonandi að koma mér af stað.
Það var nú lítið :)
steinar wrote: Ein pæling þó og snýst að því hvort 2 skammtar af coopers kitti séu nauðsynlegir. Væri hægt að nota malt extract í stað annars til þess að ná því gravity sé leitast er eftir.
Áttu malt extract? Ertu þá að kaupa það í apótekum eða heilsuhúsinu? Eða er þetta DME (malt extrakt í duftformi)?
Pælingin með 2 skömmtum af Coopers var sú að sleppa við að bæta sykri til að ná upp gravity.
steinar wrote: Eða er þetta spurning um biturleika frá seinni pakkanum, væri mögulega hægt að nota alpha rík hops til að ná þeim biturleika með einu kitti og svo malt extract ef svo er.
Biturleikinn í 1 kitti er eflaust nægur fyrir 20 lítra, enda segja leiðbeiningarnar að maður eigi að nota sykur á móti kittinu og ekki er beiskja í honum :)
Ég held að það sé óþarfi að einblína á humla með hárri alpha % þegar þú ert að sjóða þetta svona stutt (15 mín).
Plimmó Brugghús
steinar
Villigerill
Posts: 26
Joined: 1. Jun 2010 21:57

Re: Blöndun humla við coopers

Post by steinar »

Nei ég er ekki með malt extract akkurat núna. En pælingin var að reyna komast hjá því að borga 4 þúsund kall fyrir auka kitt ef ég gæti fengið maltið ódýrara. En ég hef ekki skoðað verðlagið á malt extract.

Hafði hugsað mér að kíkja í apótek, hagkaup og heilsuhúsið og skoða það malt extract sem væri í boði og verðið/magn. Þarf væntanlega einnig að skoða hversu mikið gravity ég fæ á hvern lítra úr magninu af malt extract.
Stebbi
Kraftagerill
Posts: 84
Joined: 22. Apr 2010 20:45
Location: Hafnarfjörður

Re: Blöndun humla við coopers

Post by Stebbi »

Þú færð 15kg af bakaramalti á ca. 5000 kall í heildsölu. Ef þú þekkir bakara þá gætirðu fengið það eitthvað ódýrara.
Í gerjun: ekkert eins og er
Í hugsanaferli: Brúnöl og Irish Stout
Á flöskum: Port 'au Palmer
Bruggað: ca. 202L
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Blöndun humla við coopers

Post by Classic »

Svona til að svara þeirri spurningu, þá kostar community maltið um 700 krónurnar, þ.a. það eru um 2100 pr. lögun, í það minnsta notaði ég þrjár dósir í Lexíuna og náði þannig 1,050 í OG. Ódýrara en að nota annað kitt, og góður kostur fyrir þá sem vilja aðeins slaka á í beiskjunni...

Bakaramaltið er þá talsvert mikið ódýrari kostur ef menn ætla að nota Coopers dósirnar mikið, borgar upp sekkinn á 3. lögun, og átt þá eftir svo margar laganir að ég nenni ekki einu sinni að reikna það út.

Spurning jafnvel hve langt maður kæmist með það á "næsta difficultyleveli", þ.e. extract bruggun án forhumlaðs extracts ?
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Blöndun humla við coopers

Post by kristfin »

community maltið er rándýrt og það kemur ekki gott bragð af því.
ég lagaði bjor úr því. notaði það til að drýgja coopers í staðinn fyrir sykur.

ekki gott bragð. verður eins og hægðarlyf.

hinsvegar, er hægt að búa til fínan bjór úr coopers með því að nota 2 kit eða 1 kit + hunang. en maður verður að humla það almennilega.

gerið eins og halldór leggur til hér að ofan.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Stebbi
Kraftagerill
Posts: 84
Joined: 22. Apr 2010 20:45
Location: Hafnarfjörður

Re: Blöndun humla við coopers

Post by Stebbi »

Bakaramaltið er þá talsvert mikið ódýrari kostur ef menn ætla að nota Coopers dósirnar mikið, borgar upp sekkinn á 3. lögun, og átt þá eftir svo margar laganir að ég nenni ekki einu sinni að reikna það út.
Maður nær á milli 9 og 10 lögunum út úr brúsa af bakaramalti og Coopers kittum. Hunang væri gaman að prufa en ég hef ekki fundið það á góðu verði enþá.
Svo er spurning um hvernig það kemur út að sjóða upp bakaramalt og humla það sem 'næsta skref' í átt að All grain. Hefur einhver prufað.
Í gerjun: ekkert eins og er
Í hugsanaferli: Brúnöl og Irish Stout
Á flöskum: Port 'au Palmer
Bruggað: ca. 202L
steinar
Villigerill
Posts: 26
Joined: 1. Jun 2010 21:57

Re: Blöndun humla við coopers

Post by steinar »

takk fyrir upplýsingarnar. Samt ein spurning og hún er hvar hægt sé að kaupa bakaramalt í heildsölu ?
Maddi
Villigerill
Posts: 38
Joined: 4. Oct 2010 12:53

Re: Blöndun humla við coopers

Post by Maddi »

halldor wrote:Jú það er rétt hjá þér að ef þú sýður kittið þá "skemmast" flavor og aroma humlarnir sem fyrir voru, þ.e. þeir þjóna ekki lengur tilgangi sínum sem aroma og flavor humlar, heldur auka við biturleikann. Ef þú sýður t.d. flavor humla í 10 eða 15 mín og aroma í 0-5 mín ætti þetta að koma skemmtilega út. Svo mæli ég að sjálfsögðu með þurrhumlun ef stíllinn býður upp á það.

Ég mæli með eftirfarandi uppskrift:
Gefur um 20 lítra af 5% bjór (mjög gróflega ályktað)
2 x Coopers Pale Ale kitt (eða lager)
25 gr Cascade 15 mín
25 gr Cascade 5 mín
25 gr Cascade 0 mín (flameout)
25 gr Cascade 7 dagar (dry hop)
gerja með 1 pk US-05 (eða nota báða Coopers pakkana)
Leyfa þessu að gerjast í 7-10 daga
fleyta yfir á secondary og þurrhumla í viku
Eldgamall þráður sem ég er að bömpa hérna, en mig langaði að spurja aðeins út í þessa uppskrift.
Það sem mig vantar að fá betur á hreint eru upplýsingarnar um humlana...

Þegar þú segir 15 mín, 5 mín, 0mín.. þýðir það þá að maður setur cascade humla þegar það eru 15 mínútur eftir af suðunni, aftur þegar 5 mínútur eru eftir, og svo þegar maður er búinn að slökkva á suðunni?
Ég sýð væntanlega bara vatn, bæti út í 2 kitum af Coopers og humlum eftir þessum leiðbeiningum?

Þú segir þarna "25 gr Cascade 7 dagar (dry hop)" og svo "fleyta yfir á secondary og þurrhumla í viku". Ertu að tala um sama hlutinn þar, eða er þetta þurrhumlað fyrir gerjun og aftur eftir að hann er búinn að gerjast í 7-10 daga?

Að þurrhumla er það að láta humlana liggja í bjórnum á meðan hann liggur í fötunni en ekki sjóða hann, ekki satt?
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Blöndun humla við coopers

Post by helgibelgi »

Ég er eiginlega líka að spá í þessu.

"25 gr Cascade 0 mín (flameout)
25 gr Cascade 7 dagar (dry hop)
Leyfa þessu að gerjast í 7-10 daga
fleyta yfir á secondary og þurrhumla í viku"

Hvað þýðir þetta? sérstaklega þá "0 mín" og "7 dagar dry hop" og svo "secondary og þurrhumla í viku"

Fyrirgefið ef ég hljóma eins og ég hafi ekki lesið mér neitt til um og er að spurja fáránlegar spurningar (ég er sekur um að hafa ekki lesið mér nóg til um þetta)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Blöndun humla við coopers

Post by sigurdur »

0 mín (eða flameout) er þegar þú slekkur á suðunni og byrjar að kæla virtinn.
Hér er smá pistill um dry hopping.
http://www.beersmith.com/blog/2008/05/2 ... ops-aroma/" onclick="window.open(this.href);return false;
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Blöndun humla við coopers

Post by kristfin »

ég er búin að prófa nokkur svona kitt. 2 kitt sjálfur og síðan í gegnum félaga mína.

ég mundi gera þetta öðruvísi í dag. það er andskotann enginn biturleiki í þessum bjór og það þarf að laga.

ef ég væri með 2 dollur og ætlaði að brugga í dag, mundi:
ég sjóða svona hálfa dollu með ca 10 -15 líturm af vatni í 60 mínútur.
bæta humlum, kannski 20gr af cascade í 60 (það er nátturlega eitthvað af biturleika í honum, gefum þeim smá séns).
síðan 20gr af cascade í 20 mín
bæta restinni af maltinu með til að sterilesera
20 gr af cascade í 5 mín

fyrst maður er á annað borð byrjaður að hræra í þessu, mundi ég ekki nota coopers gerið. gerið sem slíkt er ekki slæmt. maður vill bara fara fra´þessu kit bragði og þó gerið sé ekki slæmi parturinn þá ýtir það við bragðminni þeirra sem eiga slæma kit fortíð og það skilar sér í neikvæðri upplifun með bjórinn.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Stebbi
Kraftagerill
Posts: 84
Joined: 22. Apr 2010 20:45
Location: Hafnarfjörður

Re: Blöndun humla við coopers

Post by Stebbi »

Mér hefur fundist Coopers gerið gefa frá sér skemmtilega estera í kringum 20-21°c, jafnvel aðeins hærra. En eftir að vera búin að prufa dollu dótið þá finnst mér það að fara að sjóða upp og setja humla og gera hitt og þetta vinna á móti því sem byrjendur sjá við dollu kittin. Einfaldleikinn við að velgja upp dolluna og hræra sullinu saman og bíða í viku. Fæstir sem eru að byrja að brugga nenna að standa í þessu ferli fyrr en þeir hafa smakkað munin á afurðunum.
Í gerjun: ekkert eins og er
Í hugsanaferli: Brúnöl og Irish Stout
Á flöskum: Port 'au Palmer
Bruggað: ca. 202L
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Blöndun humla við coopers

Post by kristfin »

er maður er að leita að öllu svona einföldu þá fer maður í ríkið.

mér finnst coopers maltið nefnilega þrælfínt. það er þetta 50/50 sykur dót sem fer með það.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Blöndun humla við coopers

Post by gunnarolis »

Ef að mönnum finnst þetta Coopers kit dót vera gott á bragðið, þá sé ég ekki að hverju þeir eru að leita í heimabruggun á bjór. Því augljóslega er palletan á þeim í kóma.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Blöndun humla við coopers

Post by kristfin »

ja. sko miðað við þetta lme sem við fáum hér á landi.

mér finnst það betra en bakara og community maltið
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
tolvunord
Villigerill
Posts: 25
Joined: 28. Aug 2009 13:40
Contact:

Re: Blöndun humla við coopers

Post by tolvunord »

Takk gunnarolis... þú veist greinilega hvað þú ert að tala um... :shock: palletan hjá mér er bara í kóma!

Ég er enn í extrakt brugginu, búinn með nokkur coopers kit og finnst þau bara nokkuð góð - ekki frábær en nokkuð góð.
Gerði minnir mig 3 eftir basic uppskrift, þ.e.a.s bara bæta við sykri.

Persónulega finnst mér þessi dollukit góður inngangur í bruggun, svo prófar maður sig áfram með hitt og þetta - bæta bakaramaltinu við (sem er einmitt annað af því sem er í gerjun hjá mér), bæta við humlum ofl (næsta brugg hjá mér :)).

Efast ekki um að þegar út í All-grain er komið þá verður ekki aftur snúið, en það er fín reynsla að fikta í extrakt kittunum :skal:
Í gerjun: Tri-Centennial, Bee-Cave
Í þroskun:
Á flöskum:Jólaöl
Næst í gerjun : Jólaöl
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Blöndun humla við coopers

Post by sigurdur »

Mér finnst oft verið að fókusa á ranga hluti með extract bruggun ( kit'n'kilo eða annað ) hjá þeim sem að gagnrýna aðferðina almennt.

Afsakið hvað þetta er langt svar.

Ég byrjaði sjálfur á kit'n'kilo til þess að ég væri ekki að fara að eyða brjáluðum pening í eitthvað sem að ég vissi ekki hvort að ég hefði áhuga á eða ekki. Eitt gerjunar-/bruggunarsett kostaði lítinn pening og var hægt að gera þetta án þess að vera meistari í bruggun. Ég fræddi mig auðvitað um það sem að ég gat og byrjaði að fá góðan skilning á almennu bruggferli með þessari aðferð.
Svo á meðan ég var að byggja upp búnað fyrir AG bruggun (3v kerfi) þá var ég að brugga og drekka kit'n'kilo bjórinn. Seinna meir að sjóða humla með og setja einungis malt extract í bjórinn.
Mér fannst afurðin nógu góð fyrir mig á meðan ég var að þessu.

Ég lít á kit'n'kilo aðferðina sem frábæra leið til að koma sér inn í hvernig bruggferlið virkar, þó að afurðin verði aldrei nema eins góð og hún getur orðið (það eru margar ástæður fyrir því að margir kit'n'kilo/extract bjórar eru ekki jafn góðir og maður vonaði).
Aðferðin er einföld, hraðvirk, skilar árangri og kennir manni á bruggferlið.

Í sambandi við palettuna; Ég þekkti bjór ekki bofs þegar ég byrjaði að brugga. Ég lærði að meta bjór samhliða því að læra að brugga hann. Lagerboy mun aldrei ná að drekka Duchesse De Bourgogne ef eina sem hann þekkir er lagerbjór, fyrir honum er þetta bara dökkt sítrónuedik bjakk.

Mér finnst það frábært ef fólk byrjar að búa til bjór og finnst fyrsti bjórinn sinn æðislegur og drekkanlegur, sama hvaða aðferð var notuð til að búa hann til. Svo seinna ef fólk vill betri bjór þá færir það sig bara á næsta skref.

Ef kit'n'kilo aðferðin væri ekki til þá hefði ég líklega ekki byrjað að brugga.
User avatar
andrimar
Kraftagerill
Posts: 148
Joined: 3. Jun 2009 12:26
Location: Miðbær

Re: Blöndun humla við coopers

Post by andrimar »

Sammála síðasta ræðumanni. Svo lengi sem fólk er ánægt með útkomuna þá á skiptir ekki máli hvaða hráefni menn nota. Ég er bara ánægður ef fólk byrjar að brugga og prófa sig áfram.

Í lokin er hér smá tilvitnun sem glöggir Fágunarmenn ættu að kannast við af spjallborðinu.
"Endilega komdu með þína skoðun á drykk sem þú hefur smakkað nýlega. Munið bara eitt. Berum virðingu fyrir öllum drykkjum."

Berum líka virðingu fyrir öllum hráefnum.
Kv,
Andri Mar
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Blöndun humla við coopers

Post by gunnarolis »

Jájá, það er frábært ef að menn koma inn í þetta í gegnum dollu kitin.
Punkturinn sem ég var að reyna að meika hérna og var ekki skýr er sá að ef menn eru sáttir með útkomuna úr þessum kit bjórum, nenna ekki fyrirhöfninni til að bæta þá og annað, þá er miklu minna mál bara að kaupa betri bjóra fyrir minni pening í ríkinu. Þá er það eina sem þú ert að gera að eyða tíma þínum og peningum í að búa til bjór sem er verri en það sem þú færð í ríkinu.

Bjórbruggun líður ennþá fyrir það að menn í gegnum tíðina hafa verið að brugga þessi kit. Mín heiðarlega skoðun er sú að ég held að fleiri hafi verið fældir frá áhugamálinu útaf þessum kitum en þeir sem hafa notað þetta sem inngang.
Það er verulega algengt þegar ég segist brugga bjór að ég er spurður til baka hvort ég sé eitthvað klikkaður. Ástæða þess er að þeir sem ég tala við hafa prufað að brugga kit, eða þekkja einhvern sem bruggaði kit, smökkuðu bjórinn og fannst hann vægast sagt vondur.

Og Andri, það hljóta að rúmast fleiri en ein skoðun inni á síðunni. Ég held að þessi kit séu ekki að gera neitt fyrir neitt, og sér í lagi gera þau ekkert fyrir mig.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Blöndun humla við coopers

Post by hrafnkell »

gunnarolis wrote:Bjórbruggun líður ennþá fyrir það að menn í gegnum tíðina hafa verið að brugga þessi kit. Mín heiðarlega skoðun er sú að ég held að fleiri hafi verið fældir frá áhugamálinu útaf þessum kitum en þeir sem hafa notað þetta sem inngang.
Það er verulega algengt þegar ég segist brugga bjór að ég er spurður til baka hvort ég sé eitthvað klikkaður. Ástæða þess er að þeir sem ég tala við hafa prufað að brugga kit, eða þekkja einhvern sem bruggaði kit, smökkuðu bjórinn og fannst hann vægast sagt vondur.
Mikið til í þessu - það halda allir að maður sé skrýtinn þegar maður segist brugga bjór. Útaf því að eini heimabruggaði bjórinn sem fólk hefur smakkað er kit bjór. Og kit bjór er eiginlega svona bjór "only a mother could love it". Maður er svo stoltur af bjórnum sínum að manni finnst hann alveg vel sleppa, en fáir sem smakka hjá manni eru sammála :)
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Blöndun humla við coopers

Post by kristfin »

þeir sem koma inná þessa síðu, fyrir eða eftir kit, tapa kannski nokkrum orustum, en vinna stríðið.

við skulum hinsvegar hugsa með hryllingi til allra þeirra fórnarlamba sem hafa keypt sér kit dollu, prófað og eiga ekki eftir að bragða bjór það sem eftir er ævinar. það eru einmitt þeir sem halda að maður sé þroskaheftur þegar maður segist brugga bjór.

lyftum glasi fyrir þeim föllnu hetjum sem náðu aldrei nema í fyrstu orustuna.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Blöndun humla við coopers

Post by anton »

ég er allavega nær alltaf til í að lifta glösum

En ertu viss um að fólk haldi ekki að maður sé þroskaheftur útaf einhverju öðru ... nei bara spyr ;)
Post Reply