Sælnú
Við síðustu átöppun náði græðgin yfirhöndinni þannig að ég freistaðist til að smella tappa á síðustu flöskuna sem var ekki nema hálf.
Þessi flaska endaði sem bjórfroða og glersalli sem dreifðist yfir ótrúlega stórt svæði. Það er gat á tappanum sem er einnig allur beyglaður.
Nú vantaði mig smá sykur við átöppunina og restin af bjórunum virðist vera rétt kolsýrð, þannig að skýringinguna hlýtur að vera að finna í loftmagninu sem var í flöskunni. Loft þjappast saman við mun minni þrýsting en bjórinn og þannig safnast upp orka og þegar loftið þenst aftur út þegar flaskan brotnar spítist þetta svona voða fínt út um allt.
Einhver annar lent í þessu?