Þar sem ég kann ekkert að brugga en er fínn í að smíða þá held ég bara áfram hér á þessum slóðum
Nú langar mig til að reyna að spara mér sporin í því að tappa á flöskur og ég er að spá hvort einhver hér hafi látið bjórinn kolsýrast (segir maður það ekki) í fötu eða 30L bjórkút eins og ég er að spá í að gera og vera svo með krana neðst í kútnum. þetta gæti verið sniðugt ef viðkomandi er með ísskáp á lausu sem hægt væri að geyma kútinn í. Bjórinn alltaf kaldur og sennilega laus við grugg ef kraninn er X cm yfir botninum.
Endilega segið mér hvað þið haldið um þetta.
KV.Ómar