Plast krani á tunnu

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Plast krani á tunnu

Post by kalli »

Veit einhver hvar ég fæ ódýran plast krana til að setja á gerjunarílátið og átöppunarfötuna?
Life begins at 60....1.060, that is.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Plast krani á tunnu

Post by sigurdur »

Ég fékk þær upplýsingar frá Ámunni einhverntímann í einhverja mánuði að þeir væru í pöntun hjá þeim.
Ég pantaði mína að utan þegar ég gafst upp á að bíða, en þú getur svosem athugað hvort að þeir eigi þetta núna.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Plast krani á tunnu

Post by kristfin »

plastkranarnir í ámunni eru rándýrir þegar þeir eru til.
spurning að setja bara vatnskrana 1/2, færð hann í barka í kópavogi
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Plast krani á tunnu

Post by kristfin »

reyndar mæli ég með því að setja ekki krana á gerjunarfötuna. best að einfalda hlutina og draga úr líkindum á óhreinindum og jukki.
en á átöppunarfötuna er þetta ekki spurning
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Ómar
Villigerill
Posts: 12
Joined: 13. Feb 2010 00:02

Re: Plast krani á tunnu

Post by Ómar »

Ég var í Ámunni um daginn og þeir áttu krana en það var þvílíkt bullverð á þessu að ég keypti fötu með krana en sá krani er með 18mm breiðum stút og hálf vonlaus greyið. Félagi minn keypti krana í Vînkjallaranum fyrir 1500kall en það þarf reyndar að snikka hann talsvert til svo hann passi á fötu.

KV.Ómar
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Plast krani á tunnu

Post by Eyvindur »

kristfin wrote:reyndar mæli ég með því að setja ekki krana á gerjunarfötuna. best að einfalda hlutina og draga úr líkindum á óhreinindum og jukki.
en á átöppunarfötuna er þetta ekki spurning
+1
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Plast krani á tunnu

Post by hrafnkell »

Ég hef bara notað krana og gegnumtök úr vatnsvirkjanum/gesala/vörukaup. óþarfi að splæsa í eitthvað plast sem er líklega endingarstyttra.
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Plast krani á tunnu

Post by kalli »

hrafnkell wrote:Ég hef bara notað krana og gegnumtök úr vatnsvirkjanum/gesala/vörukaup. óþarfi að splæsa í eitthvað plast sem er líklega endingarstyttra.
Það er of groddalegt fyrir átöppunarfötnuna fyrir minn smekk. Ég reikna með að panta krana að utan.
Life begins at 60....1.060, that is.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Plast krani á tunnu

Post by hrafnkell »

Of groddalegt? Þú getur fengið þetta í öllum stærðum, þar á meðal sömu stærðum og plastkranar fást í.
Post Reply