

Hérna er sniðið mitt, 200mm loftræstirör. Búinn að bora gat þarna neðst þar sem annar endinn á rörinu er skorðaður fastur. Ekkert mál að redda sér svona, hringja bara í næstu blikksmiðju og spyrja hvort þeir eigi ekki einhverja 200-350mm röraafganga sem þeir geta selt þér ódýrt.

Búinn að vinda spíralinn.

Ok hérna var búið að ráðfæra sig við google og búið að finna rifbeins spíralinn. Byrjar á því að finna miðjuna á spíralnum og merkja hana.og tekur hann svo í sundur eins og sýnt er á myndinni. Ég geri þetta svolítið öðruvísi þar sem ég vildi ekki vinda ofan af neinu. Í HBT greininni vindur hann af öllu efninu og vindur svo turnana upp í öfugan hring við hvorn annan. Ég vildi sjá hvort ég gæti ekki gert smá beygjugaldra til að fá þetta til að virka með turnana eins.

Næsta skref er að setja sniðið á annan hvorn turninn. Gott að gera það á þeim sem virðis vera lægri, mjög erfitt að taka í sundur akkúrat á miðjunni. Byrja svo að vinda þá aftur saman alveg upp að hvor öðrum. Ef þið sjáið að turninn er að verða stærri en hinn þá er bara að skipta. Þegar þetta er komið er hægt að fara að ýta þeim inní hvorn annan. Ég á því miður ekki mynd af því ferli þar sem ég var einn og þetta var smá maus.

Hér er svo botninn á spíralnum tilbúinn. Svæðið í miðjunni var orðið mjög stíft og erfitt að vinna með á þessum tímapunkti og munaði engu að rörið félli saman neðra megin í S beygjunni í miðjunni. Verandi forvitinn fór ég aftur og ráðfærði mig við google og svarið var allvega nýtt fyrir mér en þið ykkar sem hafið meiri reynslu af málmvinnu en ég vitið þetta sennilega alveg en málið er víst að eftir því sem maður beygir og vinnur kopar meira því meira stífnar hann upp. Næst var að spyrja google hvernig maður lagaði þetta og viti menn þetta fann ég á youtube http://www.youtube.com/watch?v=3jSz11lz8MA" onclick="window.open(this.href);return false;. Þar sem ég á ekki gasbrennara eða logsuðutæki lét ég þetta gott heita og sætti mig bara við að ná ekki betri S beygju en þetta.

Hér er svo toppurinn.

Kominn í 50l pottinn minn

Kostirnir við þessa gerð er eins og áður sagði að meiri kopar kemst í snertingu við virtinn, líka í litlum lögnum í stórum pottum. Hann er aftur á móti aðeins flóknari í smíðum en þessi hefðbundni. Hvað varðar aðferðina sem notuð er á HBT þá hefði hún sennilega ekki virkað þar sem ég bý í lítilli íbúð og frekar erfitt að vinna með 5 metra afundið koparrör. Mín aðferð sleppur við það en setur auka álag á koparinn á ákveðnum stöðum svo erfiðara er að vinna með hann. Aftur á móti er ekkert mál að komast framjá því eigi menn logsuðutæki eða lítinn gasbrennara.
Eina sem á eftir að gera núna er að silfurlóða inn- og úttak. Er einhver ykkar sem á svona lítinn gasbrennara og silfurtin sem væri til í að lána mér eina kvöldstund?