Ég hef til dæmis pantað hjá
http://midwestsupplies.com, en þeir bjóða upp á að senda fljótandi ger á ís gegn vægu gjaldi, sem eykur óneitanlega líkurnar á því að það komist óskemmt til skila. Maður þarf minni áhyggjur að hafa af þurrgeri.
Ég myndi byrja á þurrgeri, persónulega. Það er mun einfaldara í notkun, og þurrgerin eru mjög góð, alla jafna. Þú getur fengið ger sem duga í flesta stíla í þurru formi (þótt úrvalið sé óneitanlega betra í fljótandi afbrigðunum).
Það er einmitt starterinn sem er það sem gerir þurrgerið þægilegra - maður þarf ekki að gera starter (og reyndar er það talið verra) með þurrgeri. Ef maður er að gera eitthvað mjög stórt og sterkt, og einn pakki af þurrgeri dugar ekki notar maður bara tvo - þetta er ekki það dýrt.
Eins og ég segi er úrvalið töluvert betra í fljótandi gerinu, og sumir vilja meina að útkoman sé útreiknanlegri (en ég er alls ekki viss um að það sé neitt til í því), en ég er mikill aðdáandi þurrgers.