Vil byrja á því fagna þessari frábæru síðu ykkar... þrefalt húrra fyrir þessari síðu!
Ég er eins og svo margir að stíga mín fyrstu skref í þessum bjórfræðum, og ákvað að skella mér á þetta Coopers-kitt dæmi til að sjá hvort ég myndi ráða við þetta.
(ég stefni þó hærra/lengra... ef hlutirnir þróast þannig)
Ég er búinn að liggja yfir leiðbeiningum á netinu (youtube o.fl.) og er smátt og smátt að átta mig á þessu öllu.
Í mjög stuttu máli þá lítur þetta svona út í mínum augum:
0. Sótthreinsa allt mjög vel (flestir sammála um að þetta sé mikilvægasta skrefið)
1. Sjóða vatn (2 ltr.)
2. Blanda öllu saman út í sjóðandi vatnið og hræra vel saman (innihald úr dósinni og sykur)
3. Hröð kæling á potti (niður í 20-25°C)
5. Setja innihaldið í gerjunarfötu
6. Bæta vatni útí gerjunarfötuna (passa að hitastigið sé um 18-20°C)
7. Strá geri yfir
8. Gerjun í gangi (biðtími...)
9. Setja sykur í flöskur (teskeið)
10. Tappa innihaldi á flöskur
11. Geyma flöskur í stofuhita í 1-2 vikur (biðtími...)
Ég er með nokkrar spurningar til ykkar varðandi þetta:
a) er þetta ekki nokkurnveginn rétt hugsað hjá mér (0-11)?
b) hvaða máli skiptir að sjóða innihaldið saman (hef séð og heyrt, að menn séu að blanda þessu bara strax saman í gerjunarfötuna (og þannig sleppa því að sjóða þetta á hellu)), skiptir þessi þáttur kannski engu máli?
c) eins með að kæla hratt niður í 20-25°C, hvað hefur þessi þáttur að segja (má þetta ekki bara kólna hægt og rólega)?
d) hvað með að leysa sykurinn upp með vatni áður en honum er blandað út í (hefur það einhvern tilgang) eða er ég bara að misskilja eitthvað?
e) vinir og vandamenn eru að hræða mig á því að ég muni alltaf finna vont-gerbragð af heimalöguðum bjór og hann sé auk þess alltaf flatur. Er eitthvað til í þessu?
Með fyrirfram þökk
Kveðja, Þorsteinn