Nýgræðingur - spurningar

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
inurse
Villigerill
Posts: 12
Joined: 15. Feb 2010 20:41
Location: Mosfellsbær
Contact:

Nýgræðingur - spurningar

Post by inurse »

Sælir kæru bjórgúrúar :)

Vil byrja á því fagna þessari frábæru síðu ykkar... þrefalt húrra fyrir þessari síðu!

Ég er eins og svo margir að stíga mín fyrstu skref í þessum bjórfræðum, og ákvað að skella mér á þetta Coopers-kitt dæmi til að sjá hvort ég myndi ráða við þetta.
(ég stefni þó hærra/lengra... ef hlutirnir þróast þannig)

Ég er búinn að liggja yfir leiðbeiningum á netinu (youtube o.fl.) og er smátt og smátt að átta mig á þessu öllu.
Í mjög stuttu máli þá lítur þetta svona út í mínum augum:
0. Sótthreinsa allt mjög vel (flestir sammála um að þetta sé mikilvægasta skrefið)
1. Sjóða vatn (2 ltr.)
2. Blanda öllu saman út í sjóðandi vatnið og hræra vel saman (innihald úr dósinni og sykur)
3. Hröð kæling á potti (niður í 20-25°C)
5. Setja innihaldið í gerjunarfötu
6. Bæta vatni útí gerjunarfötuna (passa að hitastigið sé um 18-20°C)
7. Strá geri yfir
8. Gerjun í gangi (biðtími...)
9. Setja sykur í flöskur (teskeið)
10. Tappa innihaldi á flöskur
11. Geyma flöskur í stofuhita í 1-2 vikur (biðtími...)

Ég er með nokkrar spurningar til ykkar varðandi þetta:
a) er þetta ekki nokkurnveginn rétt hugsað hjá mér (0-11)?
b) hvaða máli skiptir að sjóða innihaldið saman (hef séð og heyrt, að menn séu að blanda þessu bara strax saman í gerjunarfötuna (og þannig sleppa því að sjóða þetta á hellu)), skiptir þessi þáttur kannski engu máli?
c) eins með að kæla hratt niður í 20-25°C, hvað hefur þessi þáttur að segja (má þetta ekki bara kólna hægt og rólega)?
d) hvað með að leysa sykurinn upp með vatni áður en honum er blandað út í (hefur það einhvern tilgang) eða er ég bara að misskilja eitthvað?
e) vinir og vandamenn eru að hræða mig á því að ég muni alltaf finna vont-gerbragð af heimalöguðum bjór og hann sé auk þess alltaf flatur. Er eitthvað til í þessu?

Með fyrirfram þökk
Kveðja, Þorsteinn
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Nýgræðingur - spurningar

Post by sigurdur »

a) er þetta ekki nokkurnveginn rétt hugsað hjá mér (0-11)?
Næstum því .. gleymdir einu mjög mikilvægu skrefi, bæta súrefni í virtinn (hrista eða hræra).
Ég myndi bræða sykurinn með heitu vatni og setja sykurlöginn í átöppunarfötuna.
b) hvaða máli skiptir að sjóða innihaldið saman (hef séð og heyrt, að menn séu að blanda þessu bara strax saman í gerjunarfötuna (og þannig sleppa því að sjóða þetta á hellu)), skiptir þessi þáttur kannski engu máli?
Ef þú ert að nota svona kit'n'kilo dót þá þarftu ekkert að sjóða þetta saman, þú getur notað hraðsuðuketil til að sjóða 2-3 lítra af vatni og hellt því beint í gerjunarfötuna, bætt öllu sullinu við (gott að setja smá vatn, svo maltið, svo nota restina af vatninu til að ná öllu maltinu úr dollunni), blandað það allt saman svo að það sé full-uppleyst í vatninu og sett svo bætt við köldu vatni þar til að þú ert með 23 lítra af virt. Passa að hitastigið sé ekki meir en 25°C, en það er í lagi ef það er minna (og betra). Bæta svo nægu súrefni við og strá gerinu yfir.
Ef þú hefur bakað brauð með geri, þá veistu hvernig það á að vekja gerið í volgu vatni. Best væri ef þú myndir beita sama bragði hér.
c) eins með að kæla hratt niður í 20-25°C, hvað hefur þessi þáttur að segja (má þetta ekki bara kólna hægt og rólega)?
Þetta er tilgangslaust þar sem að þú munt þynna þetta með köldu vatni .. þetta á við þegar þú ert ekki að gera þetta með kit'n'kilo.
d) hvað með að leysa sykurinn upp með vatni áður en honum er blandað út í (hefur það einhvern tilgang) eða er ég bara að misskilja eitthvað?
Sjá svar við A, þessu hefur verið svarað mörgum sinnum áður. Einnig er hægt að finna þessa aðferð á howtobrew.com (ef ég man rétt).
e) vinir og vandamenn eru að hræða mig á því að ég muni alltaf finna vont-gerbragð af heimalöguðum bjór og hann sé auk þess alltaf flatur. Er eitthvað til í þessu?
Já. Augun brenna líka þegar þú horfir mikið á sjónvarp og þú verður loðin/n í höndunum þegar þú snertir þig.
En svona í alvörunni, þá er það mjög breytilegt. Ég fann gerlykt af Coopers dótinu mínu, en finn það ekki núna við ekta bjórgerð.
Annars þá breytir það engu máli þar sem að þú munt ekki finna hana nema rétt í örskamma stund.

Vona að þetta hjálpi þér eitthvað.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Nýgræðingur - spurningar

Post by Eyvindur »

Það er bara eitt skref:

Hentu þessari dós og bruggaðu alvöru bjór.

En í fullri alvöru, ekki búast við því að fá gæðabjór úr þessum settum. Til þess þarf almennilegt hráefni.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
inurse
Villigerill
Posts: 12
Joined: 15. Feb 2010 20:41
Location: Mosfellsbær
Contact:

Re: Nýgræðingur - spurningar

Post by inurse »

Kærar þakkir fyrir þessar upplýsingar höfðingjar :)
Post Reply