Bækur um bjórgerð og allt sem því viðkemur.

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Bækur um bjórgerð og allt sem því viðkemur.

Post by Oli »

Við Eyvindur vorum að ræða um bækur sem okkur langaði til að lesa, þá var rykið dustað af gamalli hugmynd sem var lögð fram fyrir nokkru en gleymdist svo. Planið er að setja saman lista af áhugaverðum bjórgerðarbókum, fá ykkar athugasemdir og reyna svo að fá Eymundsson til að taka þessar bækur inn og selja okkur.

Spurningin er því hvaða bækur langar ykkur til að fá hingað og kaupa?

Hér er smávegis listi af því sem mér datt í hug:

How to brew - John Palmer
The homebrewers companion - Papazian
The New Complete Joy of Home Brewing - Papazian
Designing great beers - Daniels
New brewing lagers - Noonan
Brewing classic styles - Jamil og Palmer
Radical Brewing - Mosher
Brew like a monk - Stan Hieronymus
Wild Brew
Farmhouse ales
Clone Brews
Beer Captured
Last edited by Oli on 2. Feb 2010 14:09, edited 1 time in total.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Bækur um bjórgerð og allt sem því viðkemur.

Post by halldor »

Allar bjórgerðarbækurnar sem ég á eru á þessum lista :)

Það má kannski bæta inn Beer Captured sem er "framhald" af Clone Brews.
Plimmó Brugghús
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Bækur um bjórgerð og allt sem því viðkemur.

Post by Oli »

halldor wrote:Allar bjórgerðarbækurnar sem ég á eru á þessum lista :)

Það má kannski bæta inn Beer Captured sem er "framhald" af Clone Brews.
Komið

Ég var nú að vonast eftir smá áhuga hjá mönnum, kannski að þeir sem hafa áhuga séu þegar búnir að panta sér bækur í gegnum netið.
Við getum ekki búist við því að bókaverslanir taki þessar bækur inn ef áhuginn er ekki fyrir hendi. Sjáum til
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bækur um bjórgerð og allt sem því viðkemur.

Post by hrafnkell »

Ég veit að ég myndi bara panta mér þær bækur sem mér langar í... Og þær yrðu hugsanlega ódýrari þannig.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Bækur um bjórgerð og allt sem því viðkemur.

Post by Oli »

hrafnkell wrote:Ég veit að ég myndi bara panta mér þær bækur sem mér langar í... Og þær yrðu hugsanlega ódýrari þannig.
Já mér sýnist að það sé hugsunin almennt, ætli það sé ekki best að halda sig við það. Bækurnar verða ekki ódýrari í bókaverslunum hér ef aðeins eru pöntuð nokkur stk af hverju. Hinsvegar væri gott ef það væri hægt að ganga að þeim vísum hér heima, ekki bíða alltaf í nokkrar vikur eftir pöntunum erlendis frá.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Bækur um bjórgerð og allt sem því viðkemur.

Post by kalli »

Hvað með að birta lista yfir ölgerðar bækur sem hver og einn á? Þá er kannski hægt að fá lánaða bók eða bara fletta þeim til að sjá hvað maður vill kaupa og eiga.
Ég á sjálfur tvær bækur ... en þær eru á leið frá Amazon. Ég er búinn að bíða eftir þeim í 3 - 4 vikur :roll:
Life begins at 60....1.060, that is.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Bækur um bjórgerð og allt sem því viðkemur.

Post by Eyvindur »

Það er kannski helsti kosturinn við Eymundsson... Maður þarf ekki að bíða jafn lengi. Ég hef aldrei borið saman kostnaðinn vísindalega, en hefur sýnst hann vera nokkuð sambærilegur. Það fer reyndar rosalega mikið eftir því hvort bækurnar fást hjá þeirra birgjum, held ég - annars gætu þær eflaust orðið dýrari.

Það sem ég sé hins vegar í þessu fyrst og fremst er að ef Eymundsson sér að hér á landi séu svona margir sem hafa áhuga á þessu öllu saman gætu þau séð hag sinn í því að kaupa svona bækur inn endrum og eins. Því ekki það? Nóg er af vínsmökkunarbókum og kokteilbókum...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Bækur um bjórgerð og allt sem því viðkemur.

Post by arnarb »

Ég á 3 bækur:

How to brew - John Palmer
Designing great beers - Daniels
Radical Brewing - Mosher

Mæli sérstaklega með Radical Brewing, stórskemmtileg lesning og áhugaverðar uppskriftir. Palmer er náttúrulega uppflettiritið þegar maður er með spurningar, en ég er ekki kominn nógu langt í Designing Great Beers ennþá...

Ef einhver vill fá eintak lánað eða glugga í bók, þá er það minnsta mál.
Arnar
Bruggkofinn
Post Reply