Hvað þarf ég að kaupa og hvað kostar ca margar kr.

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
mcbain
Villigerill
Posts: 45
Joined: 28. Nov 2009 08:38
Location: Akureyri

Hvað þarf ég að kaupa og hvað kostar ca margar kr.

Post by mcbain »

Sælir félagar

Mig langaði að koma með smá athugun, ef ég mundi fara í AG bruggun sem ódýrast og hafa það einfalt.
Hvað þarf ég að kaupa (eignast)?
Hvað kostar startið á þessum græjum?
Get ég gert þetta í eldhúsinu, án þess að gera konuna brálaða af lykt og óþrifnaði sem fylgir þessu :)
Hvað tekur svona dæmi langan tíma í senn?

p.s ég nokkuð laghentur maður get bjargað mér að búa eitthvað til fyrir þetta. :lol:
Gerjun:
Þroskun:
Á flöskum: Eitthvað vont rauðvín :)
Á næstunni: Coopers stout kitt.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Hvað þarf ég að kaupa og hvað kostar ca margar kr.

Post by Eyvindur »

mcbain wrote: Hvað þarf ég að kaupa (eignast)?
Hvað kostar startið á þessum græjum?
Þetta verður ekki alveg tæmandi listi, en það allra nauðsynlegasta er:
  • Pottur, helst ekki minni en 30l. Þú getur búið til pott úr plastfötu og hitaelementi, sem er líklega ódýrast ef þú getur ekki fengið þetta gefins einhversstaðar. Þá erum við að tala um örfáa þúsundkalla. Það borgar sig líka að vera með krana á pottinum, því það getur verið erfitt að sturta 20l+ af virti ofan í fötu eftir suðuna.
    Meskiker. Þú getur notað kælibox, en ennþá ódýrari aðferð er að nota plastfötu og vefja svefnpoka utanum. Ég byrjaði á þessu og líkaði mjög vel. Skipti yfir í kælibox, en er núna farinn að nota fötuna aftur, því ég fæ meiri nýtni og hún er meðfærilegri. Já, og hitinn lækkar minna. Barkinn og kraninn í meskikerið kosta eitthvað, en þetta er samt ekki stór fjárfesting.
    Kælispírall er mjög góð fjárfesting, og mjög auðveldur í smíðum, en koparrör eru þó býsna dýr. Fyrst um sinn er vel hægt að komast upp með að henda virtinum í sótthreinsaða fötu (já, hún þolir hitann) og láta kólna yfir nótt.
    Hitamælir, flotvog, einhvers konar mæliglös og aðrir smáhlutir munu reynast nauðsynlegir. Einnig þarftu slatta af ýmiskonar slöngum - ég hef vanalega keypt þær í metratali (og þá slatta í senn) í Byko.
    Gerjunarílát.
    Hævert.
    Flöskur, augljóslega.
Þetta er það sem mér dettur í hug í svipinn... Ég hef ekki hugmynd um hvar ódýrustu græjurnar fást, en ef þú finnur ódýrustu leiðina í hverju atriði ætti þetta að sleppa nokkuð vel.

Hvað varðar lyktina eru líkur á því að konan verði ósátt, en þó ekki víst. Ég held að þessi lykt pirri fólk mismikið. Spurningin er hvort konan þín verður nógu hrifin af bjórnum til að fyrirgefa það eða hvort þú þarft að fara útfyrir. Subbuskapur getur orðið einhver, en ekkert sem er ekki hægt að redda með því að vera með tusku á lofti. Passaðu bara að það sjóði ekki upp úr!
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
aki
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 8. Sep 2009 10:42

Re: Hvað þarf ég að kaupa og hvað kostar ca margar kr.

Post by aki »

Í síðustu lögun sem ég gerði heima í eldhúsi komst ég af með:
15 lítra sviðapott úr áli (átti hann fyrir)
Meskiker úr kæliboxi með barka og krana
12 lítra plastbrúsa úr Europris
30 litlar bjórflöskur
Áltappa úr Ámunni
Dextrósa úr Ámunni
Átöppunarvél sem ég fékk lánaða (eftir að hafa fengið áfall yfir verðinu á slíkri græju í Ámunni)

Að vísu gerir þetta bara tæplega tíu lítra lögun, sem tekur jafnmikinn tíma og 20 lítra lögun með réttum græjum. Ég er ca. fimm tíma að leggja í. 15 lítra pottur er um hálftíma að kólna í eldhúsvaskinum. Svo hefar maður virtinni þaðan í gerjunarílátið.

Konan mín þolir ekki lyktina (sem er eins og lyktin af gömlu Ölgerðinni meðan hún var á Njálsgötunni) svo ég geri þetta bara þegar hún er ekki heima. Lyktin staldrar ekkert lengi við og það þarf ekki að vera neinn óþrifnaður af þessu. Maður þarf bara að eiga gamalt handklæði til að breiða undir sig á krítískum augnablikum og þurrka upp.
Í gerjun: Ekkert
Á flöskum: ESB
Á teikniborðinu: Jólabjór
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Hvað þarf ég að kaupa og hvað kostar ca margar kr.

Post by hrafnkell »

Já, ég veit að konan mín væri líklega ekki mjög sátt við lyktina. Þetta er þó bara mild kornlykt sem kemur af þessu, engin stækja. Svo gossar upp smá humlalykt þegar þeim er bætt í. Lyktin er þó frekar mikil og þetta angar vel á meðan maður er að sjóða.

Ég geri þetta allt í bílskúr hjá félaga mínum. Við erum farnir að gera 40-50 lítra lagnir og kostnaðurinn við búnaðinn var uþb 30-35þús með öllu.
User avatar
mcbain
Villigerill
Posts: 45
Joined: 28. Nov 2009 08:38
Location: Akureyri

Re: Hvað þarf ég að kaupa og hvað kostar ca margar kr.

Post by mcbain »

Það sem ég á er:
21 lítra stálpottur.
20 Lítra brúsa með krana (úr europris)
gæti reddað mér kæliboxi ( Til hvers er það notað annars?) :)

ég á tvo plast krana sem ég get kanski notað seinna
svo á eg allt þetta mælidót og slöngur og annað dót.
ég er að hugsa mér að kaupa svo hráefnið í bruggverksmiðju Kalda.
Gerjun:
Þroskun:
Á flöskum: Eitthvað vont rauðvín :)
Á næstunni: Coopers stout kitt.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Hvað þarf ég að kaupa og hvað kostar ca margar kr.

Post by hrafnkell »

Kæliboxið er til að meskja í. Þú gætir notað 20l brúsann ef þú einangrar hann vel.

Eitthvað hefur meðlimum gengið illa að fá að versla við brugghúsið mjöð (sem gerir kalda). Ertu búinn að heyra í þeim hvort þeir vilji selja þér?

Edit: úbbs, bruggsmiðjan árskógssandi vildi ég sagt hafa
Last edited by hrafnkell on 15. Jan 2010 15:46, edited 1 time in total.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Hvað þarf ég að kaupa og hvað kostar ca margar kr.

Post by Oli »

hrafnkell wrote:Eitthvað hefur meðlimum gengið illa að fá að versla við brugghúsið mjöð (sem gerir kalda). Ertu búinn að heyra í þeim hvort þeir vilji selja þér?
Bruggsmiðjan á Árskógssandi gerir Kalda. Mjöður ehf á Snæfellsnesi er með Jökul.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Hvað þarf ég að kaupa og hvað kostar ca margar kr.

Post by Oli »

og já það gekk ekkert að versla við þá hérna fyrir ári síðan amk.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Hvað þarf ég að kaupa og hvað kostar ca margar kr.

Post by Eyvindur »

Þú gætir eflaust gert 15l með 21l potti (bara fara mjög varlega og passa að það sjóði ekki upp úr).

Þú skalt kíkja á all-grain video og video um það hvernig meskiker (mash tun) er búið til. Þá opnast þetta vel fyrir þér.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
mcbain
Villigerill
Posts: 45
Joined: 28. Nov 2009 08:38
Location: Akureyri

Re: Hvað þarf ég að kaupa og hvað kostar ca margar kr.

Post by mcbain »

Já það er margt að læra í þessu bransa, eins og í öðru :)

Takk kærlega fyrir mig í bili.
Gerjun:
Þroskun:
Á flöskum: Eitthvað vont rauðvín :)
Á næstunni: Coopers stout kitt.
Post Reply