Þar sem að oft er notað candi sykur í Belgíska bjóra, þá langaði mig að prófa að búa til svoleiðis.
Hráefnið: 1 kg strásykur, 1 msk sítrónusafi, smá vatn.
Til að mæla hitastigið þá notaði ég bara kjöthitamælirinn sem að ég nota við bruggun.
Ég notaði leiðbeiningar frá Graham Sanders í Ástralíu.
Endaniðurstaðan var ekki alveg jafn harður sykur og þessi dökki candi sykur sem að fæst í búðum, heldur varð sykurinn meir eins og mjög sterk karamella (ég hitaði nákvæmnlega í 150°C og tók svo af hellunni .. hefði kanski átt að fara 1-2 gráðum ofar).
Útkoman var þessi ljósglóðarlitaði candi sykur, 1040gr.

