Heimavinna helgarinnar, heimagerður candi sykur

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Heimavinna helgarinnar, heimagerður candi sykur

Post by sigurdur »

Mig dauðlangar að útbúa einn belgískan dubbel bráðum og ákvað að búa mig aðeins undir það.
Þar sem að oft er notað candi sykur í Belgíska bjóra, þá langaði mig að prófa að búa til svoleiðis.
Hráefnið: 1 kg strásykur, 1 msk sítrónusafi, smá vatn.
Til að mæla hitastigið þá notaði ég bara kjöthitamælirinn sem að ég nota við bruggun.

Ég notaði leiðbeiningar frá Graham Sanders í Ástralíu.

Endaniðurstaðan var ekki alveg jafn harður sykur og þessi dökki candi sykur sem að fæst í búðum, heldur varð sykurinn meir eins og mjög sterk karamella (ég hitaði nákvæmnlega í 150°C og tók svo af hellunni .. hefði kanski átt að fara 1-2 gráðum ofar).

Útkoman var þessi ljósglóðarlitaði candi sykur, 1040gr.

Image

Image
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Heimavinna helgarinnar, heimagerður candi sykur

Post by Eyvindur »

Mér skilst að dökki candi sykurinn sé ekki það sama og er notað í bjórgerð í Belgíu - það er síróp... Þannig að þú skalt ekkert vera að miða þetta við það, þetta er væntanlega ekta.

Flott mál. Ég er einmitt á leiðinni í svona. Gott að sjá að þetta er lítið mál. :)
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
atlipall
Villigerill
Posts: 23
Joined: 15. Dec 2009 20:53

Re: Heimavinna helgarinnar, heimagerður candi sykur

Post by atlipall »

Ég hef notast við þessar leiðbeiningar: http://www.homebrewtalk.com/wiki/index. ... andi_Sugar

Ekkert mælt hitann eða neitt og fengið harðann og bragðgóðann sykur :)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Heimavinna helgarinnar, heimagerður candi sykur

Post by sigurdur »

Sykurinn varð harður hjá mér, bara ekki grjótharður.
En það kom mér mjög á óvart hversu ótrúlega einfalt þetta var.
Eina sem að maður þarf að passa sig á er að gera ekki of þykka plötu, mín varð uþb 1.5cm að þykkt og það var ótrúlegt vesen að brjóta hana. Ég mun annað hvort búa til minna í einu næst, eða nota stærri plötu.
atlipall
Villigerill
Posts: 23
Joined: 15. Dec 2009 20:53

Re: Heimavinna helgarinnar, heimagerður candi sykur

Post by atlipall »

Ég hef skellt þessu í frystinn og þá verður þetta grjóthart og auðvelt að brjóta, sykuragnir eiga það þó til að dreifa sér um allt eldhúsið :)
Post Reply