Heilir og sælir fáguðu félagar í Bús-áhaldabyltigunni!

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
tim omega
Villigerill
Posts: 1
Joined: 15. Dec 2009 07:50

Heilir og sælir fáguðu félagar í Bús-áhaldabyltigunni!

Post by tim omega »

Heilir og sælir fáguðu félagar!

Ég er ný fluttur aftur á klakann.Hef nokkur síðustu ár búið á stöðum þar sem veðráttan hentar mannslíkamanum betur en hér á Fróni. Þessa tvo mánuði sem liðnir eru síðan ég kom hefur leið mín,þrisvar eða fjórum sinnum legið í ÁTVR og í hvert skipti hef ég orðið fyrir alvarlegu andlegu áfalli og það hefur tekið mig nokkra daga í hvert skipti að ná aftur sæmilegu andlegu jafnvægi. Það er allt svo ekki bara veðráttan sem er mann fjandsamleg, verðlagning á veigum guðanna er svo fáránlega há að einungis þeir sem eiga leynda bankareikninga á Tortola eða Jómfrúreyjum hafa efni á að njóta þeirra. Af þessum ástæðum tók ég þá ákvörðun að hætta ekki frekar andlegri heilsu minni með glæfra ferðum í Áfengis og tóbaksverslun ríkisins heldur hefja þess í stað mína eigin bús-áhalda-byltingu. Þar sem ég er algjör græningi á þessu sviði fór ég að leita mér upplýsinga á netinu um hvað þyrfti til að byrja að stunda þessa listgrein. Á þessu vef-vafri mínu var ég svo heppin að rekast á þessa ágætu síðu og hef nú þegar náð að nýta mér nokkuð af þeim upplýsingum sem þar er að finna. Þó ég kunni ekkert í dag stefni ég ótrauður að því, með ykkar hjálp, að afla mér þeirrar vitneskju,efna og tóla sem þarf til að búa til eðalveigar.

Stöðugt hitastig og góða gerjun:

Tim
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Heilir og sælir fáguðu félagar í Bús-áhaldabyltigunni!

Post by Bjössi »

heill og sæll Tim og vertu velkominn
skemmtileg kynning hjá þér
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Heilir og sælir fáguðu félagar í Bús-áhaldabyltigunni!

Post by Idle »

Innilega velkominn. Hér er alltaf tekið vel á móti nýjum meðlimum, og vonandi að þeim fjölgi mun meira.
Fyrir utan ýmsan sparnað í heimabrugginu (í stað þess að versla við Áfengis og tóbaks okurverslun ríkisins) er þetta bráðskemmtilegt og mjög fjölbreytt áhugamál. Hér eru líka einhverjir reynsluboltar sem eru oftast nær fljótir til svara.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Heilir og sælir fáguðu félagar í Bús-áhaldabyltigunni!

Post by Bjössi »

Tek undir með Idle, ég fór í þetta vegna verða á Bjór út úr ATVR en sá fljótlega að þetta er annað og meira en bara það, er alveg bráðskemmtilegt hobbí, það er næstum jafn gaman að gera bjór og drekka hann,

Annars er Idel í þeim hópi s.s. reynslubolti og hefur reynst mér einstaklega hjálpsamur
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Heilir og sælir fáguðu félagar í Bús-áhaldabyltigunni!

Post by Eyvindur »

Trúlega hefur enginn náð að verða feitari reynslubolti á jafn skömmum tíma og Idle.

Velkominn, Tim. Vonandi er þetta upphafið að stórskemmtilegu áhugamáli (fyrirgefðu, þráhyggju).
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
joi
Villigerill
Posts: 33
Joined: 23. Nov 2009 11:39

Re: Heilir og sælir fáguðu félagar í Bús-áhaldabyltigunni!

Post by joi »

Velkominn í hópinn!
í gerjun:
á flöskum: Münhenar Helles
á plani: Hefeweizen og Belgískur Dubbel


~ Bruggsmiðjan Melkólfur ~
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Heilir og sælir fáguðu félagar í Bús-áhaldabyltigunni!

Post by Andri »

Þessi póstur vakti mikla kátínu, gaman að fá þig í hópinn vinur :)


Stöðugt hitastig og góða gerjun
-Andri
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Post Reply