Ætli það sé eitthvað vit í þessu? Fyrsti AG

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Ætli það sé eitthvað vit í þessu? Fyrsti AG

Post by hrafnkell »

Eftir töluvert föndur í beersmith er kominn tími til að sjá hvað ykkur finnst. Hvernig líst ykkur á þetta og er eitthvað sem ég er að rugla með? Ég valdi American Amber Ale í beer style því mér fannst það hljóma gáfulega, og fiktaði svo í uppskriftinni til þess að uppfylla skilyrðin sem sá stíll setur fyrir. Takmarkið var að fá einhverskonar mildan(ish) Ale.

Öll komment velkomin, það væri ótrúlega skemmtilegt ef fyrsti allgrain bjórinn væri drekkanlegur :)

Code: Select all

Style: American Amber Ale
TYPE: Partial Mash
Taste: (35.0) 

Recipe Specifications
--------------------------
Batch Size: 30.00 L      
Boil Size: 34.34 L
Estimated OG: 1.052 SG
Estimated Color: 10.9 SRM
Estimated IBU: 21.6 IBU
Brewhouse Efficiency: 70.00 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amount        Item                                      Type         % or IBU      
5.00 kg       Pale Malt (Weyermann) (3.3 SRM)           Grain        70.42 %       
1.50 kg       Munich I (Weyermann) (7.1 SRM)            Grain        21.13 %       
0.60 kg       Caramunich II (Weyermann) (63.0 SRM)      Grain        8.45 %        
50.00 gm      Styrian Goldings [5.40 %]  (60 min)       Hops         21.6 IBU      
25.00 gm      Cascade [5.50 %]  (0 min)                 Hops          -            

Mash Schedule: Single Infusion, Medium Body, Batch Sparge
Total Grain Weight: 7.10 kg
----------------------------
Single Infusion, Medium Body, Batch Sparge
Step Time     Name               Description                         Step Temp     
60 min        Mash In            Add 18.52 L of water at 74.4 C      67.8 C     
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Ætli það sé eitthvað vit í þessu? Fyrsti AG

Post by kristfin »

þetta lítur vel út. verður soldið maltað bragð með svona miklu munich malti, en það finnst mér gott. ég mundi minnka það niður í svona 10-12% ef ég ætlaði að gefa konunni minni það

spurning um að setja klípu af carapils/carafoam, kannski 250 gr og 25 gramma klípu af fuggles í 20 mín.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Ætli það sé eitthvað vit í þessu? Fyrsti AG

Post by hrafnkell »

Ég á ekki önnur mölt þannig að það kemur varla til greina - ég á reyndar pilsner og wheat en það gengur væntanlega ekki.

Sama saga með humlana, ég er bara að klambra þessu saman úr því sem ég á eins og er. Ég held ég taki þó þínu ráði og minnki munich möltin aðeins og set bara pale ale í staðinn, eitthvað í þessa átt:

Code: Select all

Style: American Amber Ale
TYPE: Partial Mash
Taste: (35.0) 

Recipe Specifications
--------------------------
Batch Size: 30.00 L      
Boil Size: 34.34 L
Estimated OG: 1.052 SG
Estimated Color: 8.3 SRM
Estimated IBU: 21.6 IBU
Brewhouse Efficiency: 70.00 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amount        Item                                      Type         % or IBU      
6.00 kg       Pale Malt (Weyermann) (3.3 SRM)           Grain        85.11 %       
0.75 kg       Munich I (Weyermann) (7.1 SRM)            Grain        10.64 %       
0.30 kg       Caramunich II (Weyermann) (63.0 SRM)      Grain        4.26 %        
50.00 gm      Styrian Goldings [5.40 %]  (60 min)       Hops         21.6 IBU      
25.00 gm      Cascade [5.50 %]  (0 min)                 Hops          -            


Mash Schedule: Single Infusion, Medium Body
Total Grain Weight: 7.05 kg
----------------------------
Single Infusion, Medium Body
Step Time     Name               Description                         Step Temp     
60 min        Mash In            Add 18.39 L of water at 74.4 C      67.8 C        
10 min        Mash Out           Add 10.30 L of water at 91.5 C      75.6 C   
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Ætli það sé eitthvað vit í þessu? Fyrsti AG

Post by Idle »

Þú getur hæglega notað svolítið af hveitinu, svo sem 3 til 5% til að gefa þessu svolítið meiri fyllingu og þéttari haus.

Hefurðu íhugað að dreifa Styrian Goldings aðeins, e. t. v. 20 / 30 gr. í beiskju og bragð?
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: Ætli það sé eitthvað vit í þessu? Fyrsti AG

Post by Braumeister »

Ein pæling...

Passa Styrian Goldings og Cascade vel saman?

Ég held að ég hafi heyrt í einhverjum Brew Strong þætti að maður ætti helst að halda sig við skilda humla, en ég hlusta yfirleitt á þetta dót fyrir svefninn, þannig að....

Ef thu vilt vera alveg 100% skotheldur vardandi fyrsta All Grain myndi ég taka "tried and true" uppskrift eins og Brúðkaupsölið, Mild Mannered Ale eða Bee Cave Brewery Haus Pale Ale. En það er auðvitað mikið skemmtilegra að fikta í þessu sjálfur...
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Ætli það sé eitthvað vit í þessu? Fyrsti AG

Post by hrafnkell »

Ég ætti kannski að einfalda þetta aðeins frekar og setja bara eina tegund af humlum.. t.d. bara cascade?

40gr 60mín
25gr 30mín
25gr 0mín

Eða hvað?


Með þessu myndi ég enda í 26.1 IBUs
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: Ætli það sé eitthvað vit í þessu? Fyrsti AG

Post by Braumeister »

Til að byrja með er mjög gott að hafa bjórana sem einfaldasta á meðan maður er að átta sig á hráefnunum og finna út úr því hvað gerir hvað. Eins ætti maður sennilega ekki að flækja málin nema að maður geti rökstutt fyrir sér af hverju. Þar sem að hver bjór tekur c.a. 4 vikur í framleiðslu er lærdómskúrvan löng og ég er ennþá á þessu stigi. Þessar almennu lýsingar á humlum og malti segja mér alls ekki mikið, en eftir nokkrar laganir er þetta farið að skýrast örlítið.

En 60 mínútna humlarnir eru ekki beinlínis í aðalhlutverki þannig að það skiptir ekki öllu máli. Yfirleitt notar maður þá humla sem hafa hæst alfagildi sem 60 mín bitrunarhumla.

Góður bjór einkennist þó af einu, það er jafnvægið á milli humla, malts, áfengis og kolsýru sem gerir þá góða og drekkanlega. Mér finnst mjög gaman að smakka til dæmis 9% áfenga belgíska bjóra og reyna að pæla í því hvernig þeir ná þeim í jafnvægi.
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Ætli það sé eitthvað vit í þessu? Fyrsti AG

Post by hrafnkell »

Svona endaði bjórinn/uppskriftin... Sauð uþb 29 lítra, og endaði í 22 lítrum á 60mín. Gufaði heldur meira upp en ég áætlaði og ég þarf líklega eitthvað að stilla það af, nota meira vatn næst. OG er 1.061 og ég hef töluverðar áhyggjur af því að fá einhvern mega rudda úr þessu. Pre boil var gravity í um 1.043 eða svo, sá ekki almennilega á flotvogina.

Wortinn bragðaðist ágætlega, en hvað haldiði um framhaldið? Verður einhverju bjargað?

Mér fannst wortinn líka vera ansi dökkur í suðunni, hálf moldarlitur og mjög gruggugur (finnst mér). Er það eðlilegt?

Code: Select all

Recipe Specifications
--------------------------
Batch Size: 25.00 L      
Boil Size: 28.62 L
Estimated OG: 1.053 SG
Estimated Color: 8.0 SRM
Estimated IBU: 19.1 IBU
Brewhouse Efficiency: 70.00 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amount        Item                                      Type         % or IBU      
5.75 kg       Pale Malt (Weyermann) (3.3 SRM)           Grain        95.83 %       
0.25 kg       Caramunich II (Weyermann) (63.0 SRM)      Grain        4.17 %        
25.00 gm      Cascade [5.50 %]  (60 min)                Hops         13.1 IBU      
15.00 gm      Cascade [5.50 %]  (30 min)                Hops         6.0 IBU       
10.00 gm      Cascade [5.50 %]  (0 min)                 Hops          -            
1 Pkgs        Cooper Ale (Coopers #-)                   Yeast-Ale                
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Ætli það sé eitthvað vit í þessu? Fyrsti AG

Post by Oli »

hrafnkell wrote:Svona endaði bjórinn/uppskriftin... Sauð uþb 29 lítra, og endaði í 22 lítrum á 60mín. Gufaði heldur meira upp en ég áætlaði og ég þarf líklega eitthvað að stilla það af, nota meira vatn næst. OG er 1.061 og ég hef töluverðar áhyggjur af því að fá einhvern mega rudda úr þessu. Pre boil var gravity í um 1.043 eða svo, sá ekki almennilega á flotvogina.

Wortinn bragðaðist ágætlega, en hvað haldiði um framhaldið? Verður einhverju bjargað?

Mér fannst wortinn líka vera ansi dökkur í suðunni, hálf moldarlitur og mjög gruggugur (finnst mér). Er það eðlilegt?
Þú hefðir getað bætt soðnu vatni við virtinn til að lækka OG og auka skammtinn en ég myndi ekki hafa áhyggjur af því.
Það eru humlar og prótein fljótandi í virtinum við suðu, það sem ekki er síjað frá úr pottinum leggst á botninn í gerjun. Svo er ágætt að nota humlapoka í suðunni ef þú vilt losna við meirihluta agna úr humlunum. Ég myndi ekki hafa neinar áhyggur af þessu, verður fínt.
En áttirðu ekki fjörugrös til að setja í suðuna?
ed. mundu líka að mæla eðlisþyngd á virtinum við réttan hita, þú færð mismunandi stöðu við 50°c og 20°c
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Ætli það sé eitthvað vit í þessu? Fyrsti AG

Post by hrafnkell »

1.043 mælingin var í heitum, 50-60 gráðu virt, en 1.061 var í 24 gráðu heitum virt.

Mig grunaði að þetta væru bara humlarnir og einhver drulla sem myndi setjast, en þar sem þetta er fyrsta skiptið mitt í AG þá vildi ég spyrja til að vera viss. Ég er búinn að panta mér humlapoka en þeir eru ekki komnir, berast mér líklega á næstu dögum og ég ætla að nota þá í næsta bjór.

Ég á ekki fjörugrös, og var í raun alveg búinn að gleyma þeim þangað til ég horfði ofan í pottinn og mundi að þau hjálpa til við að gera bjórinn tærari. Hvar get ég annars fengið slík?
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Ætli það sé eitthvað vit í þessu? Fyrsti AG

Post by Oli »

Var til á náttura.is en virðist vera uppseld í augnablikinu.
http://www.natturan.is/verslun/217/" onclick="window.open(this.href);return false;
Fáðu bara lánaða klípu fyrir næsta skammt, sumir eiga nóg af þessu.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: Ætli það sé eitthvað vit í þessu? Fyrsti AG

Post by Braumeister »

Svona lítur þetta út hjá mér td.

Image
Í suðu

Image
verið að fleyta yfir.

Þessi bjór er 9-10 SRM og já, virturinn lítur ekkert sérlega geðslega út á þessu æviskeiði.

Þú ert á þínum fyrsta All Grain þannig að þetta var hálfgerð generalprufa því þú varst að læra á tækin. Núna geturðu reiknað út nýtnina og uppgufunina og hitt mun betur í mark í næstu tilraun. Ég hef samt engar áhyggjur af því að þú eigir eftir að sitja uppi með þennan.

Uppgufunin er svakalega há hjá þér, sauðstu mjög harkalega?
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Ætli það sé eitthvað vit í þessu? Fyrsti AG

Post by hrafnkell »

Já, suðan var sæmilega hressileg, var með 2 element af 4 í gangi. Mér fannst ekki krauma alveg nóg í þessu með bara 1 element í gangi. Svo var ég að gera þetta í bílskúr þannig að það var kannski pínu kaldara þarna en þegar fólk gerir þetta inni. Þannig að það gufar hraðar upp. Það fóru allvega um 6 lítrar í suðunni.

Sjá mynd fyrir neðan af suðunni


Nokkrar myndir fyrir áhugasama:
http://imgur.com/PAuHe.jpg" onclick="window.open(this.href);return false; Meskiker
http://imgur.com/ScBY9.jpg" onclick="window.open(this.href);return false; First runnings
http://imgur.com/IVWSj.jpg" onclick="window.open(this.href);return false; Humlar og spírall
http://imgur.com/0x1Nd.jpg" onclick="window.open(this.href);return false; Notað korn
http://imgur.com/0D9Ug.jpg" onclick="window.open(this.href);return false; Suðupottur
http://imgur.com/vNz3d.jpg" onclick="window.open(this.href);return false; Suða að byrja
http://imgur.com/Gayec.jpg" onclick="window.open(this.href);return false; Suða
http://imgur.com/Tbk94.jpg" onclick="window.open(this.href);return false; Kæling
http://imgur.com/wrQSx.jpg" onclick="window.open(this.href);return false; Fleyta yfir á gerjunartunnu
http://imgur.com/3Q0cO.jpg" onclick="window.open(this.href);return false; Gerjun


Ég er mjög sáttur við frumraunina á græjunum.
Góðir punktar:
  • Hitastigið féll aðeins um tæpa gráðu í meskikerinu
  • Síun gekk mjög vel - sæmilega fljótt að verða tært og engar stíflur
  • 4 element gerðu það að verkum að suðan var mjög fljót að koma upp, og mjög fljótlegt að hita vatn upp fyrir meskinguna
  • Kælispírallinn var afar góð fjárfesting. Kostaði um 5.000kr og það tók aðeins nokkrar mín að kæla virtinn í 22 gráður
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Ætli það sé eitthvað vit í þessu? Fyrsti AG

Post by halldor »

hrafnkell wrote:Ég á ekki fjörugrös, og var í raun alveg búinn að gleyma þeim þangað til ég horfði ofan í pottinn og mundi að þau hjálpa til við að gera bjórinn tærari. Hvar get ég annars fengið slík?
Það var nóg til af þessu í einhverri heilsubúð á Laugaveginum í síðustu viku. Ég man ekki hvað hún heitir en hún er á horni Laugavegs og Vegamótastígs minnir mig eða þar nálægt.
Plimmó Brugghús
atlipall
Villigerill
Posts: 23
Joined: 15. Dec 2009 20:53

Re: Ætli það sé eitthvað vit í þessu? Fyrsti AG

Post by atlipall »

hrafnkell wrote: Ég er mjög sáttur við frumraunina á græjunum.
Góðir punktar:
  • Hitastigið féll aðeins um tæpa gráðu í meskikerinu
  • Síun gekk mjög vel - sæmilega fljótt að verða tært og engar stíflur
  • 4 element gerðu það að verkum að suðan var mjög fljót að koma upp, og mjög fljótlegt að hita vatn upp fyrir meskinguna
  • Kælispírallinn var afar góð fjárfesting. Kostaði um 5.000kr og það tók aðeins nokkrar mín að kæla virtinn í 22 gráður
Ég er hrifinn af þessum græjum þínum, gætirðu ekki tekið saman inn á "gerðu það sjálfur" hvernig þú úbjóst þetta, hvar þú fékkst efnið, verð og annað slíkt?

Langar mikið að koma mér upp svipuðu vopnabúri en það er frekar erfitt að átta sig á kostnaði og svona.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Ætli það sé eitthvað vit í þessu? Fyrsti AG

Post by hrafnkell »

atlipall wrote:Ég er hrifinn af þessum græjum þínum, gætirðu ekki tekið saman inn á "gerðu það sjálfur" hvernig þú úbjóst þetta, hvar þú fékkst efnið, verð og annað slíkt?

Langar mikið að koma mér upp svipuðu vopnabúri en það er frekar erfitt að átta sig á kostnaði og svona.
Úff ég veit ekki með að taka saman verðið, það er líklega hærra en heilinn á mér vill viðurkenna :)

Suðufötuna fékk ég í sigurplast, hún er 60 lítrar og kostaði um 4000kr
Meskikerið fékk ég í útsölumarkaði í byko á 3500kr. Það er 28 lítrar
Hraðsuðukatlana fékk ég í rúmfatalagernum á 2000kr/stk. Stykkið er 2000w.
Eirrörið (kælispíralinn) fékk ég í efnissölu ge jóhannssonar á 726kr/m. Það er 12mm og ég gerði það úr 6 metrum.
Öll pípulagningarfittings (gegnumtök, kranar, pakkningar, T stykki o.fl.) er hægt að fá í efnissölunni líka. Líklega ódýrast þar.
Klósettbarkann í meskikerið fékk ég í byko á 1000-1500kr
Slöngur í barki ehf í kópavogi
Svo splæsti ég í hringsög (dósabor) til að gera göt fyrir elementin, fokdýr andskoti á um 5000kr í húsasmiðjunni
Svo spaðaborar í verkfæralagernum fyrir gegnumtökin og það drasl allt á ~1000kr fyrir sett með 5-7 borum.

Þessi pakki er líklega á svona 30-35þús í heildina.
atlipall
Villigerill
Posts: 23
Joined: 15. Dec 2009 20:53

Re: Ætli það sé eitthvað vit í þessu? Fyrsti AG

Post by atlipall »

Þetta var nú bara minni peningur en ég óttaðist. Takk fyrir þetta.
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Ætli það sé eitthvað vit í þessu? Fyrsti AG

Post by kalli »

Hvernig útbjóst þú lokin yfir hitaelementin á tunnunni? Ég er sjálfur að spá í að verja mín einhvernvegin.
Life begins at 60....1.060, that is.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Ætli það sé eitthvað vit í þessu? Fyrsti AG

Post by sigurdur »

Hann notaði lock'n'lock geymslubox sýnist mér.
Þú getur svosem bara notað hvaða box sem er, muna bara að sníða það að elementinu.

Lock'n'lock boxin eru góð að því leiti til að þau eru auðveldlega læst og læsingarnar halda vel. Þú getur hugsanlega notað einhver rafvirkja tengibox í þetta.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Ætli það sé eitthvað vit í þessu? Fyrsti AG

Post by hrafnkell »

Jamm þetta eru bara box sem kostuðu 150kr í bónus. Ég rak augun í þau í einhverri verslunarferðinni og þau passa akkúrat yfir elementin án þess að vera of stór.
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Ætli það sé eitthvað vit í þessu? Fyrsti AG

Post by kalli »

Takk fyrir svörin
Life begins at 60....1.060, that is.
musikman
Villigerill
Posts: 14
Joined: 27. Jan 2010 16:45

Re: Ætli það sé eitthvað vit í þessu? Fyrsti AG

Post by musikman »

Það sem stendur í code og er í grænum stöfum... Er þetta eitthvað forrit eða einhver netsíða sem þið notið til að reikna þetta út?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Ætli það sé eitthvað vit í þessu? Fyrsti AG

Post by hrafnkell »

http://www.beersmith.com" onclick="window.open(this.href);return false;
Post Reply