Miðar á flöskur

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
Elli
Villigerill
Posts: 21
Joined: 14. May 2009 17:47

Miðar á flöskur

Post by Elli »

Hæ öll

Við bruggfélagarnir höfum bruggað vel á annan tug bjóra (s.s. batches... ekki heildarfjöldi bjóra :) ) undanfarið ár og höfum merkt þá með númeri á tappann á hverri flösku. Maður á það til að gleyma hvaða bjór var hvað og það væri einnig mjög gaman að ná að gefa flöskunum meiri "character".

Hefur einhver hér útbúið miða á flöskur með góðum árangri?
Hvernig pappír er best að nota?
Eru til einhver töfraráð til þess að festa miða á flöskur án þess að maður missi hárið við að þrífa þær aftur?

Kv,
Elli
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Miðar á flöskur

Post by Oli »

ég hef prófað að prenta á límmiða og setja á nokkrar flöskur. Notaði þessa síðu til að setja upp einfalda miða http://www.says-it.com/seal/" onclick="window.open(this.href);return false; en það var erfitt að ná líminu af flöskunum aftur. Einhversstaðar sá ég að það væri fínt að bleyta miðana með mjólk smella á flöskurnar.
Annars ætla ég næst bara að nota miða sem eru hengdir á háls flöskunnar sbr. þessa. http://cid-cae39c8a17c0b911.skydrive.li ... mplate.doc" onclick="window.open(this.href);return false;
virðist vera minnsta vesenið og ekkert lím til að þrífa af flöskunum
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: Miðar á flöskur

Post by valurkris »

Ég gerði tilraun og festi miðana á með límsifti og það gegg vel að ná miðunum af með heitu vatni. Ég var reyndar ekki búin að láta miðann vera lengi á, minnir að það hafi verið sólahringur
Kv. Valur Kristinsson
User avatar
dax
Kraftagerill
Posts: 112
Joined: 1. Oct 2009 20:17
Location: Kópavogur
Contact:

Re: Miðar á flöskur

Post by dax »

Mig minnir að einhver hafi sagt mér að gaurarnir sem eru að líma plaggöt út um allan bæ séu að nota hveitiblandað vatn til að festa þau upp. Sel það ekki dýrara en ég keypti það, en það ætti að vera leikur einn að ná svoleiðis af flöskunum aftur.
Í gerjun: ekkert
Í lageringu á secondary: Sterkur S04
Á flöskum: ekkert
Á næstunni: eitthvað meira en EKKERT! :)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Miðar á flöskur

Post by Eyvindur »

Þegar ég nennti þessu ennþá notaði ég alltaf límstifti (og mun væntanlega gera það fyrir jólabjórinn - nenni þessu alveg fyrir sérstök tilefni). Ekkert mál að ná miðunum af, jafnvel þegar þeir hafa verið á flöskunum í meira en ár.

Ég hef líka heyrt góða hluti um mjólkina.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: Miðar á flöskur

Post by Braumeister »

Mér væri illa við að nota alvöru lím á flöskurnar vegna þess að ég myndi láta tómar flöskur liggja í bleyti til að ná miðunum af eftir á, þar af leiðandi færi vatn með lími inn í þær.

En ég prentaði einu sinni voða fína miða á þykkann, mattann ljósmyndapappír og ætlaði að festa þá á flöskurnar með mjólk. Það gekk heldur brösuglega því pappírinn var of stífur, þetta gekk samt fínt með venjulegum 80g pappír.
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
User avatar
Elli
Villigerill
Posts: 21
Joined: 14. May 2009 17:47

Re: Miðar á flöskur

Post by Elli »

Takk fyrir svörin.

Hljómar ekki illa að hengja miðana bara á flöskurnar, amk fyrir hefðbundin brugg.
Ég ætla þó að gera tilraun með þetta sem þið hafið nefnt - mjólkina, hveitið og límstiftið. Var einmitt að spá hvort límið gæti verið eitthvað vafasamt þegar það leysist upp, en ef við erum að tala um þetta hefðbundna UHU lím í litlu mæli ætti það að vera í fínu lagi hugsa ég :?

Sjáum hvernig þetta gengur, ef maður nær góðu kerfi á þetta þá væri snilld að hafa allt bruggið leibelað og flott:)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Miðar á flöskur

Post by hrafnkell »

Ég er nokkuð viss um að flest íslensk börn hafi borðað svosem 1-2 uhu stykki þannig að það er líklega lítill skaði af einhverjum ögnum í bjórnum okkar :D
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Miðar á flöskur

Post by Eyvindur »

Kannski frekar spurning hvort límið geti hýst óæskilegar örverur. Ég hef alltaf skolað límið af með heitu vatni áður en ég legg flöskurnar í bleyti (öllu heldur bara um leið og ég skola þær eftir notkun).
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Elli
Villigerill
Posts: 21
Joined: 14. May 2009 17:47

Re: Miðar á flöskur

Post by Elli »

hrafnkell wrote:Ég er nokkuð viss um að flest íslensk börn hafi borðað svosem 1-2 uhu stykki þannig að það er líklega lítill skaði af einhverjum ögnum í bjórnum okkar :D
Þetta var einmitt það sem sannfærði mig :D

Við höfum alltaf látið flöskurnar liggja í bleyti, skrúbbað límið af og skolað vel. Fyrir átöppun skolum við flöskurnar að utan og innan með sjóðandi vatni. Reiknum bara með að það sé nóg ;)
User avatar
ArniTh
Villigerill
Posts: 20
Joined: 4. Sep 2009 03:42

Re: Miðar á flöskur

Post by ArniTh »

Hér er síða þar sem þú getur keypt sérhannaða miða fyrir þetta:
http://www.onlinelabels.com/bottles.htm

Þarna getur þú fengið allskonar miðaí öllum litum. T.d miða sem þú prentar og bleytir og líka "propper" ál miða. Hljómar pro.
Ég held að ég hafi heilað í mér skaðann!
User avatar
Elli
Villigerill
Posts: 21
Joined: 14. May 2009 17:47

Re: Miðar á flöskur

Post by Elli »

ArniTh wrote:Hér er síða þar sem þú getur keypt sérhannaða miða fyrir þetta:
http://www.onlinelabels.com/bottles.htm

Þarna getur þú fengið allskonar miðaí öllum litum. T.d miða sem þú prentar og bleytir og líka "propper" ál miða. Hljómar pro.
Já þetta er nett - maður virðist líka geta pantað miða með lími á. Maður þarf að prófa þetta við gott tilefni og hanna eitthvað flott til að setja prenta á miðana. Maður getur fengið 800 miða á 28,95$ en það endar í tæpum 5 kr á hverja flösku, sem er svo sem ekkert svakalegt.

Hér er svo eitthvað standard sem er hægt að kaupa á northernbrewer.com
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Miðar á flöskur

Post by halldor »

Það væri gaman að hanna og prenta einhverja miða af og til en þetta er ekki eitthvað sem maður nennir að gera við hvaða bjór sem er.
Ef maður setur miða á t.d. jóla og páskabjórinn sinn þá ættu 800 miðar að endast býsna lengi.
Plimmó Brugghús
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Miðar á flöskur

Post by Idle »

Ég prófaði að nota miðana hans Revvy (einskonar goð á HBT spjallinu) og líkar ágætlega. Prenta nokkur stykki og læt einn fylgja hverri tegund sem ég gef frá mér, með upplýsingum um stílinn, innihald og áfengismagn, hitastig og hvernig bera eigi hann fram, o. s. frv. Fljótlegt og einfalt, og enginn óþrifnaður. Klippir bara eftir krossinum, brýtur aðeins upp á og hengir á flöskuhálsinn. :)
Attachments
bottletag_template.zip
MS Word skjöl eru ekki leyfð viðhengi, svo þetta er ZIP þjappað.
(32.57 KiB) Downloaded 705 times
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
dax
Kraftagerill
Posts: 112
Joined: 1. Oct 2009 20:17
Location: Kópavogur
Contact:

Re: Miðar á flöskur

Post by dax »

Hvernig er best að ná silfurlitaða draslinu af flöskum undan Skjálfta... :roll:

Hver var að tala um að nota Þrif á síðasta mánudagsfundi :vindill:

Kv,
-d
Í gerjun: ekkert
Í lageringu á secondary: Sterkur S04
Á flöskum: ekkert
Á næstunni: eitthvað meira en EKKERT! :)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Miðar á flöskur

Post by Eyvindur »

dax wrote:Hvernig er best að ná silfurlitaða draslinu af flöskum undan Skjálfta...


-d
Kryptonít.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
dax
Kraftagerill
Posts: 112
Joined: 1. Oct 2009 20:17
Location: Kópavogur
Contact:

Re: Miðar á flöskur

Post by dax »

Eyvindur wrote:
dax wrote:Hvernig er best að ná silfurlitaða draslinu af flöskum undan Skjálfta...


-d
Kryptonít.
Get því miður ekki notað það, þar sem ég er með ofnæmi fyrir því.
Í gerjun: ekkert
Í lageringu á secondary: Sterkur S04
Á flöskum: ekkert
Á næstunni: eitthvað meira en EKKERT! :)
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Miðar á flöskur

Post by halldor »

dax wrote:Hvernig er best að ná silfurlitaða draslinu af flöskum undan Skjálfta... :roll:
Þetta gekk mjög vel hjá mér síðast. Þá lét ég flöskurnar liggja í heitu klórvatni í um 4-5 klst og þá var hægt að taka þá léttilega af... en samt varlega.
Plimmó Brugghús
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Miðar á flöskur

Post by Eyvindur »

Ég hef reyndar líka notað glersköfu. Það virkar ágætlega, en maður þarf að fara mjög varlega. Fyrir utan augljósa slysahættu (ég er búinn að skera fingurna á mér í ræmur við þessa iðju) er líka hætta á því að rispa glerið, sem er enn verra en 2-3 afmyndaðir fingur.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply