Sæl veriði.
Fyrir margt löngu síðan pantaði ég mér hráefni í næsta bruggið mitt. Ég ætlaði að gera IPA og pantaði því inn samkvæmt því. En svo fór ég að hugsa. Jólin nálgast og þá gæti ég mögulega gert jólabjór núna og e.t.v. líka IPA með hráefnunum sem ég pantaði. Hérna er það sem ég á núna:
100 gr. Centennial
100 gr. Amarillo
1,5 kg. ljóst malt extract
0,5 kg. Crystal 40L
1 kg. Cara-amber
1056 wyeast ger í smack-pack
Ég geri úr þessu 10 lítra af bjór.
En það sem mig langaði að vita er gæti ég mögulega gert úr þessu örlítið af jólabjór og slatta af IPA úr restinni? Þá hafði ég hugsað mér að setja jólabjórinn í 1 gallon carboy og restina í 11 lítra carboy.
Í grófum dráttum var ég að spá í að splæsa slatta af Centennial humlum í jólabjórinn, setja í hann t.d. appelsínubörk og kanil og e.t.v. einhvern dökkan sykur til að ná upp alkohóli og fyllingu.
IPA-inn væri þá með bæði Centennial og Amarillo.
Báðir þessir bjórar myndu svo deila malt extract-inu á bróðurlegan hátt og svo myndi ég steep-a bjórinn með crystal 40L og cara-amber.
Gerinu myndi ég líka skipta upp og deila á milli þeirra.
Hvernig líst ykkur á þetta? Þið megið endilega koma með skoðun ykkar á þessu og láta mig vita ef að ég ætti að breyta einhverju í þessu.
Kveðja,
Óli Helgi.