Irish moss/Fjörugras?

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Irish moss/Fjörugras?

Post by Bjössi »

Ég er búinn að hringja um allan bæ að leyta eftir fjörugrasi, en ekki virðist vera til
spyr sá sem ekki veit; hversu nauðsynlegur er Irish moss? og hvað geri hann?
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Irish moss/Fjörugras?

Post by Idle »

Fjörugrös eru ekki nauðsynleg, en þau hjálpa til við að fella niður ýmis prótein í suðunni (og flýta svolítið fyrir hreinsuninni svo bjórinn verður ekki eins skýjaður). Persónulega finnst mér ég ekki sjá neinn rosalegan mun, og vissulega ekkert sem örlítið lengri bið í gerjunarfötunni hefði ekki gert.

Fyrir skömmu var hægt að panta fjörugrösin frá Náttúrunni, en nú get ég ekki séð þau í vörulistanum þeirra. Ef þú vilt prófa, þá get ég gaukað einhverju smáræði að þér - gegn loforði um smakk á fullunninni vöru! ;)

Uppfært: Á ensku útgáfunni má enn sjá fjörugrösin til sölu, en þau eru þó merkt sem uppseld.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Irish moss/Fjörugras?

Post by Bjössi »

Takk fyrir svarið en
ég var varla búinn að setja þennan póst inn, þegar ég fékk þá snjöllu hugmynd af hafa bara beint samband við uppsprettuna s.s. hringja í Hollustu úr hafinu sem framleiðir Fjörugrös, hann á til eitthvað, og sagði mér að hann hefur ekki haft tíma til að afgreiða í búðir þannig að ég renni inn í Hafnaf. á eftir
hann selur á um 450kr 40gr poka, ég ætla að taka nokkra, menn geta þá tekið frá mér ef vantar
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Irish moss/Fjörugras?

Post by Idle »

Snjallræði!
40 gr. eru slatti, þegar maður notar aðeins hálfa til eina teskeið í lögunina. :) Ég keypti þrjár únsur (um 85 grömm) að utan í einhverju kasti, og eftir fimm laganir sést varla að ég hafi tekið af þessu. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Irish moss/Fjörugras?

Post by Bjössi »

heheh...og ég er að kaupa 200gr
þá vitið þið það, ef eihverjum vantar Fjörugras þá er síminn hjá mér 8201309
fer ekki annars vel um þetta í frysti?
Smakk er á framleiðslu er að sjálfsögðu sjálfgefið
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Irish moss/Fjörugras?

Post by Idle »

Ég skal ekki segja um geymsluna, en reikna með að þurr og kaldur staður sé ákjósanlegur. Persónulega geymi ég mín í dósinni undan IP-5 klórsódanum sem fylgdi með byrjunarsettinu mínu. 200 gr. ættu að endast þér í smá stund. :D
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Irish moss/Fjörugras?

Post by Bjössi »

er ekki fjallagrasið sett í byrjun suðu ekki satt?
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Irish moss/Fjörugras?

Post by Oli »

Bjössi wrote:er ekki fjallagrasið sett í byrjun suðu ekki satt?
Fjallagrös eða fjörugrös? Fjörugrös eru sett í þegar ca 10 mín eru eftir af suðu, nokkrar mínútur til eða frá skipta kannski ekki öllu máli en of löng suða á þeim er víst ekki góð.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Irish moss/Fjörugras?

Post by Bjössi »

Fjörugrös að sjálfsögðu
takk fyrir aðstoðina:)
User avatar
Öli
Kraftagerill
Posts: 103
Joined: 8. May 2009 10:51

Re: Irish moss/Fjörugras?

Post by Öli »

Bjössi wrote:fer ekki annars vel um þetta í frysti?
Mæli eindregið með Lock&Lock boxunum sem fást hér og þar (t.d. í Bykó og Krónuni (meira úrval í Bykó) og kosta alls ekki það mikið), fyrir allt sem á að geymast lengi.
Þau eru 100% loftþétt og fást í öllum mögulegum stærðum.

Hlutir nefnilega þrána og þorna þó þeir séu í frysti ...
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Irish moss/Fjörugras?

Post by Eyvindur »

Ég sé mjög mikinn mun á fjörugrösum/engum fjörugrösum. Eiginlega bara alveg skuggalegan.

Ég þarf að fá mér meira, meðan ég man...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Irish moss/Fjörugras?

Post by Bjössi »

hvað þarf sirkia mikið af vatni í meskinguna ef útkoman er 25tlt af virti?
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Irish moss/Fjörugras?

Post by sigurdur »

Bjössi wrote:hvað þarf sirkia mikið af vatni í meskinguna ef útkoman er 25tlt af virti?
Einfalda svarið: Beersmith
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Irish moss/Fjörugras?

Post by Idle »

Og til að bjarga sér, þegar maður kemst ekki í BeerSmith eða sambærileg tól: reiknivél á netinu. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
aki
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 8. Sep 2009 10:42

Re: Irish moss/Fjörugras?

Post by aki »

Hefur enginn notað þetta beint úr fjörunni?

Fjörukræður/fjörugrös vaxa í hrönnum við Reykjavík og Reykjanes neðarlega í fjörunni (fara þegar góð fjara er).

Það er örugglega hægt að skola þetta og þurrka með góðum blástursofni... Setja svo í grisju og útí þegar 10 mín eru eftir af suðunni.
Í gerjun: Ekkert
Á flöskum: ESB
Á teikniborðinu: Jólabjór
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Irish moss/Fjörugras?

Post by sigurdur »

Ég skoðaði það að tína beint úr fjörunni en ég las einhverstaðar að ef maður ætlar að ná sér í fjörugrös þá sé betra að fara út úr reykjavík(ursvæðinu) og tína þar.

Ég ólst upp við það að maður ætti ekki að borða fiskinn sem að maður veiðir beint úr höfninni út af mengun.

Þetta gætu samt verið grýlusögur.. vill einhver prófa? ;)
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Irish moss/Fjörugras?

Post by Idle »

sigurdur wrote:Ég skoðaði það að tína beint úr fjörunni en ég las einhverstaðar að ef maður ætlar að ná sér í fjörugrös þá sé betra að fara út úr reykjavík(ursvæðinu) og tína þar.

Ég ólst upp við það að maður ætti ekki að borða fiskinn sem að maður veiðir beint úr höfninni út af mengun.

Þetta gætu samt verið grýlusögur.. vill einhver prófa? ;)
Má vera að slíkt gildi hér á Suðurlandinu, en ég veiddi góðan fisk, þorsk og ufsa, í fjörum og höfnum á Akureyri. Sá fiskur var nýttur til manneldis og katta - engum varð meint af, og öllum þótti afburða gott. :)

Ég held - án þess að ég ætli að fullyrða nokkuð - að þeir sem standa á bak við fjörugrasasöluna hér, fái þau einmitt úr fjörunum á suður- og eða vesturlandi. Fjörugrös eru fjörugrös, fiskur er fiskur. Held að enginn veiði fisk né týni söl við frárennslisrörin. ;)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
aki
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 8. Sep 2009 10:42

Re: Irish moss/Fjörugras?

Post by aki »

Tja. ég myndi nú kannski ekki beint vilja tína í Reykjavíkurhöfn eða við Straumsvík, en það mætti vel hugsa sér við Gróttu og utar á Reykjanesi, s.s. við Garðskaga þar sem fjörugrös ku vera í stórum breiðum allt árið um kring.

Strandlengjan við Reykjavík er annars mjög vel vöktuð og í apríl síðastliðnum birtist frétt um að hún væri nú öll hæf til sjóbaða http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/20 ... l_sjobada/

Tek fram að ég hef ekki prófað þetta sjálfur, en fjörugrös eru vel þekkt þykkingarefni í mjólk á Íslandi frá fornu fari. Þá voru þau sett í grisju eða línpoka út í pottinn.
Í gerjun: Ekkert
Á flöskum: ESB
Á teikniborðinu: Jólabjór
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Irish moss/Fjörugras?

Post by hrafnkell »

Það eru líka til fjörugrös í heilsuhúsinu. 40gr á tæplega 500kall.
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Re: Irish moss/Fjörugras?

Post by ulfar »

Fjörugrösin geymast mjög vel þurkuð ef raki kemst ekki að þeim.

Hvað heitir þetta fyrirtæki sem var að selja fjörugrösin?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Irish moss/Fjörugras?

Post by hrafnkell »

ulfar wrote:Fjörugrösin geymast mjög vel þurkuð ef raki kemst ekki að þeim.

Hvað heitir þetta fyrirtæki sem var að selja fjörugrösin?
Bjössi wrote:Takk fyrir svarið en
ég var varla búinn að setja þennan póst inn, þegar ég fékk þá snjöllu hugmynd af hafa bara beint samband við uppsprettuna s.s. hringja í Hollustu úr hafinu sem framleiðir Fjörugrös, hann á til eitthvað, og sagði mér að hann hefur ekki haft tíma til að afgreiða í búðir þannig að ég renni inn í Hafnaf. á eftir
hann selur á um 450kr 40gr poka, ég ætla að taka nokkra, menn geta þá tekið frá mér ef vantar
:)
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Irish moss/Fjörugras?

Post by atax1c »

hrafnkell wrote:Það eru líka til fjörugrös í heilsuhúsinu. 40gr á tæplega 500kall.
Var að hringja núna og þær könnuðust ekki við þetta en sögðust vera með fullt af þara. Ertu viss um að þetta sé þarna ? Fjörugrös er þari ekki satt ? Veistu hvað þetta heitir þá nákvæmlega ?
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Irish moss/Fjörugras?

Post by kristfin »

ég á svona einvherstaðar. ætti að vera aflögufær. ég er búinn að skipta yfir í whirlfloc többlur
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Irish moss/Fjörugras?

Post by sigurdur »

atax1c wrote:
hrafnkell wrote:Það eru líka til fjörugrös í heilsuhúsinu. 40gr á tæplega 500kall.
Var að hringja núna og þær könnuðust ekki við þetta en sögðust vera með fullt af þara. Ertu viss um að þetta sé þarna ? Fjörugrös er þari ekki satt ? Veistu hvað þetta heitir þá nákvæmlega ?
Þetta heitir fjörugrös (eða chondrus crispus á latínu ef ég man rétt).
Þetta fæst stundum í heilsuhúsinu, stundum í fjarðarkaupum og stundum ekki yfir höfuð.
Þú getur án efa samt hringt í Hollustu úr hafinu ef þú finnur þetta ekki.
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Re: Irish moss/Fjörugras?

Post by Squinchy »

Ég fékk þetta í grasa búð sem er fyrir ofan kofa tómasar frænda ? (Gæti verið prikið, man ekki hvaða staður þetta er, labbar allavegana niður tröppur, lítill staður), beint fyrir ofan þann stað
kv. Jökull
Post Reply