Appfelwine með Floridana og púðursykri

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Appfelwine með Floridana og púðursykri

Post by sigurdur »

Ég er búinn að eiga Floridana eplasafann í þónokkurn tíma en var að fá gerið fyrir stuttu. Ég útbjó 24 lítra með kílói af dökkum púðursykri.
OG var um 1064, ekki eins hátt og ég vonaði, en ég held að þetta verði ágætt. Svo útbjó ég vatnslás sem dælir lyktinni út (takk Kristján)
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Appfelwine með Floridana og púðursykri

Post by kristfin »

flottur. hvaða ger notaðiru
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Appfelwine með Floridana og púðursykri

Post by sigurdur »

Ég henti Red Star Montrachet geri í.
Ég las aftan á leiðbeiningunum að það sé best að leysa upp gerið með 50ml af 38°c-41°c vatni þegar ég ætlaði að skella því út í.
Á þessum tímapunkti þá biðu svo mörg verkefni eftir mér að ég ákvað að skella því bara beint út í. Núna um 12 tímum seinna þá er ekki farið að búbbla, en þrýstingur er að byggjast upp í gerjunarílátinu þannig að ég hef engar áhyggjur :)
Ég vona bara að dökki tónninn úr púðursykrinum muni halda sér þegar drykkurinn er fullgerjaður og tilbúinn.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Appfelwine með Floridana og púðursykri

Post by kristfin »

liturinn á þessu hjá mér var rosalega flottur með þessu community malti sem ég setti í. virtinn var líka helvíti góður á bragðið. ég held að malt og epli eigi vel saman.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Appfelwine með Floridana og púðursykri

Post by sigurdur »

kristfin wrote:liturinn á þessu hjá mér var rosalega flottur með þessu community malti sem ég setti í. virtinn var líka helvíti góður á bragðið. ég held að malt og epli eigi vel saman.
Breyta þá jólaslagorðinu hjá Egils í "Egils malt og eplavín" ? ;)
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Appfelwine með Floridana og púðursykri

Post by Idle »

sigurdur wrote:Ég henti Red Star Montrachet geri í.
Ég las aftan á leiðbeiningunum að það sé best að leysa upp gerið með 50ml af 38°c-41°c vatni þegar ég ætlaði að skella því út í.
Á þessum tímapunkti þá biðu svo mörg verkefni eftir mér að ég ákvað að skella því bara beint út í. Núna um 12 tímum seinna þá er ekki farið að búbbla, en þrýstingur er að byggjast upp í gerjunarílátinu þannig að ég hef engar áhyggjur :)
Ég vona bara að dökki tónninn úr púðursykrinum muni halda sér þegar drykkurinn er fullgerjaður og tilbúinn.
Ég hef aldrei bleytt upp í þurrgeri áður en ég hef notað það (þó það sé mælt með því af einhverjum framleiðendum), ekki einu sinni með Côte des Blanc (frá Red Star) sem ég notaði í mjölinn og eplavínið. Engin vandamál enn. ;)

Já, og púðursykurinn hafði umtalsverð áhrif á mitt, bæði hvað varðar lit og bragð. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Appfelwine með Floridana og púðursykri

Post by sigurdur »

Idle wrote:
sigurdur wrote:Ég henti Red Star Montrachet geri í.
Ég las aftan á leiðbeiningunum að það sé best að leysa upp gerið með 50ml af 38°c-41°c vatni þegar ég ætlaði að skella því út í.
Á þessum tímapunkti þá biðu svo mörg verkefni eftir mér að ég ákvað að skella því bara beint út í. Núna um 12 tímum seinna þá er ekki farið að búbbla, en þrýstingur er að byggjast upp í gerjunarílátinu þannig að ég hef engar áhyggjur :)
Ég vona bara að dökki tónninn úr púðursykrinum muni halda sér þegar drykkurinn er fullgerjaður og tilbúinn.
Ég hef aldrei bleytt upp í þurrgeri áður en ég hef notað það (þó það sé mælt með því af einhverjum framleiðendum), ekki einu sinni með Côte des Blanc (frá Red Star) sem ég notaði í mjölinn og eplavínið. Engin vandamál enn. ;)

Já, og púðursykurinn hafði umtalsverð áhrif á mitt, bæði hvað varðar lit og bragð. :)
Það er allt á fullu núna í vatnslásnum og ekkert krausen :)
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Appfelwine með Floridana og púðursykri

Post by Hjalti »

Ég hef aldrei heldur bleytt upp í gerinu..

Epplavínið mitt er að nálgast annan mánuðin sinn á primary...

Var að setja flöskur í sótthreinsun í gær, þannig að þær eru eflaust orðnar góðar :)
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
Post Reply