Ýmis húsráð

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Ýmis húsráð

Post by Idle »

Mér datt í hug að það væri ekki svo galið að safna saman ýmsum hollráðum tengdum bjórgerðinni, svona hitt og þetta sem við gerum til að spara okkur tíma, vinnu, peninga (og ónotaleg augnaráð betri helmingsins).

Meðal þess sem ég geri:
  • Skola bjórflöskurnar með heitu vatni jafnóðum og ég tæmi þær - þegar kemur að átöppun þarf aðeins að sótthreinsa (og skola, ef þið notið klór eins og ég).
  • Hreinsa öll áhöld jafnóðum eftir notkun. Sótthreinsiefni í úðabrúsa er líka gagnlegt.
  • Þrifnaður er dyggð, og það á ekki aðeins við um áhöldin sem þú notar. Mæli með sprittgeli eða sambærilegu (líkt og má finna í eldhúsum á veitingastöðum eða hjúkrunarheimilum) á hendurnar.
  • Á meðan ég hita vatn í meskikerið, vigta ég humla og korn, legg áhöldin í bleyti í klórlausn, skola meskikerið lauslega, pottinn, þurrka af eldhúsbekkjum, þríf vaskinn, o. s. frv.
  • Loka ketti (eða hunda) inni fjarri öllu fjörinu - með mat og náðhús!
  • Þegar suðu og kælingu er lokið, reyni ég að vera sæmilega drukkinn. Það hjálpar til við þrifin!
Last edited by Idle on 14. Oct 2009 16:10, edited 1 time in total.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Ýmis húsráð

Post by Oli »

Idle wrote:[*]Þegar suðu og kælingu er lokið, reyni ég að vera sæmilega drukkinn. Það hjálpar til við þrifin![/list]
:D já eftir 6 tíma törn er ekki hjá því komist! Bara ekki vera of drukkin og gleyma að setja gerið í eða e-h álíka.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Ýmis húsráð

Post by Idle »

Ég fékk svo unaðslega hugmynd rétt í þessu! Á hérna auka kælibox sem ég gæti hitað og geymt vatnið í fyrir skolunina. Þá get ég látið renna beint í pottinn og hann svo á helluna þar til ég skola kornið. Ætti að flýta töluvert fyrir að ná upp suðunni. :D
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Ýmis húsráð

Post by Idle »

Var að fá í hendurnar humla frá Hops Direct. Ofsa fínar og lofttæmdar pakkningar. Þessum umbúðum má loka aftur með heitu straujárni. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
dax
Kraftagerill
Posts: 112
Joined: 1. Oct 2009 20:17
Location: Kópavogur
Contact:

Re: Ýmis húsráð

Post by dax »

Idle wrote:...Þegar suðu og kælingu er lokið, reyni ég að vera sæmilega drukkinn. Það hjálpar til við þrifin!
Þetta er besta ráð við leiðinlegu uppvaski ever. Ég prófaði þetta einmitt í gær þegar ég hellti mér upp á 50l af Helles Bock... og þetta svínvirkar! :) :drunk:
Í gerjun: ekkert
Í lageringu á secondary: Sterkur S04
Á flöskum: ekkert
Á næstunni: eitthvað meira en EKKERT! :)
Post Reply