Hæ hæ
Það er orðið svolítið langt um liðið frá mínu síðasta innleggi um ódýra nebbiolo rauðvínið, en ég klykkti út í því innleggi að maður fengi það sem maður borgaði fyrir þegar kæmi að rauðvínsgerð og ætli það sé ekki kominn tími á uppfærslu. Þessi uppfærsla snýst meira um upplifunina af afrekstrinum frekar en framleiðslunni, ég er með plön um aðra færslu síðar um ávaxtavínstilraunir og fleiri kitt sem ég hef verið að bauka með, en það er ekki fókusinn hér.
Upplifun mín af ódýra Nebbiolo kittinu var að það varð svona alltílagi vín, svolítið einsog ódýrt pappakassavín með litlum karakter. Alveg fínt ef það er meiningin, en svolítið ómerkilegt ef meiningin er að vera stoltur af því sem maður getur boðið öðrum í matarboði eða öðru.
Þessi fyrstu kynni mín af WE Nebbiolo Eclipse kittinu sem ég lýsti lauslega í síðustu færslunni voru vægt sagt mjög góð. Kittið var semsagt 18 lítrar af koncentrat í bland við ósnertann safa ásamt þrúguhrati og stilka í sérpoka. Þetta kitt fékk að liggja í 6 mánaða bulk-aging en þar á eftir á flöskum.
Ég bragðaði af víninu fyrst eftir að flöskuáfyllinguna, ss við 6 mánuði og fannst það strax vera orðið mjög gott, það var þó með mjög ákaft eikarbragð en bragðflækjur voru þó mjög góðar.
Eftir 12 mánuði var vínið fannst mér mjög líkt 6 mánaða stöðunni, kannski ögn skárra en ekki þannig að ég hoppaði hæð mína af gleði.
Eftir 16 mánuði fannst mér þetta hljóta vera orðið eins og það yrði nokkurnveginn, það var kominn djúpur ilmur, góðir leggir og í alla staði bara mjög flott rauðvín, alveg á pari með það sem maður fær á betri veitingahúsum.
Eftir 18 mánuði gerðist þó eitthvað, altíeinu varð lyktin svona mikið meira áberandi og ég dauðsá eftir að hafa drukkið af þessarri lögn, því það voru bara um 10 flöskur eftir. Þær flöskur fóru svo að miklu leyti bara í eitt matarboð en gleðin af þeim var þó slík að ég sé ekki eftir því að hafa leyft þeim að fara.
Ég hafði alltaf staðið á þeirri skoðun að vín frá óbreyttum vínþrúgum væri alltaf betra en koncentrerað vín, þetta á væntanlega við ef þrúgurnar eru þær sömu, en þegar kemur að þrúgutegundum verð ég í einlægni að viðurkenna að ég hef síðan skipt um skoðun. Rauðvín hefur bara það mikla breidd og vídd að það er vel hægt að fá betra vín út úr kitti þar sem gæðum er fórnað fyrir fyrirferð en víni sem fæst úr verri þrúgum. Ástæðan er væntanlega eitthvað í áttina að þrúgur eru bara ekki eins, t.d. ef þú ert með þrúgusafa sem gefur þér 200 af 1000 í gæðum og svo þrúgusafa sem gefur þér 800 af þúsund í gæðum, þá ef þú koncentrerar seinni safann um 20% og þarmeð veikir gæðin niður í 640 af 1000, þá ertu þó samt með ríflega 3x meiri gæði með þessum koncentreraða safa en verri þrúgusafanum. Þetta er amk sú reynsla sem mér sýnist ég fá þegar ég skoða vín sem eru margfalt dýrari en þau vín sem ég bý mér til hér heima, auðvitað er falinn kostnaður í heimabruggið bæði vegna tíma og lagers, en fyrir mér er sá kostnaður jú ókeypis.
Þetta fyrsta brugg mitt af stærri kittum varð aldrei eldra en 20 mánaða, svo ég veit ekki hvernig það hefði komið út eftir meiri tíma. Eftir það hef ég búið til önnur WE Nebbiolo Eclipse kit og þau hafa verið örlítið misjöfn í því hvernig enda-afurðin hafi komið út, en öll hafa þau verið góð svo maður segi ekki meira.
Í þessum skrifuðu orðum á ég 10 Nebbiolo flöskur liggjandi sem eru orðnar um 2 ára. Ég er svo með WE LE Triumph 14 sem er búið að standa í rétt tæp 2 ár, þar eru kannski 15 flöskur eftir.
Ég er svo með 3 WE Eclipse kitt í öldrun, Cabernet Sauvignon, Merlot og Cabernet Franc, en við verðum að sjá til hvernig þau koma út eftir ca eitt ár.
Varðandi rauðvinsbrugg verð ég að árétta mína skoðun að maður fær það sem maður borgar fyrir, en ég vill líka undirstrika að mér þykir það lítið vit í að borga meira ef ætlunin er að neyta þessa snemma, þolinmæði er mikilvæg ef metnaðurinn er gott vín.
Nebbiolo kittin mín vill ég á bragð-skalanum mínum setja á gott, ég hef bragðað þannig vín á veitingahúsum að bragðskalinn minn teygðist aðeins í betri endanum og ég get ekki í dag sett þau hærra en þau sem ég hef fengið á veitingahúsi. Þar er ég þó að tala um 1500 dkr per flösku af argentísku malbec sem var himneskt svo maður segi ekki meira.
Planið hjá mér er svo að prufa einhver hálfléleg kitt frá WE (WE eru einu almennilegu kittin sem ég næ í hér í baunalandi og nú), hugsunin er að sjá hvort hálfléleg kitt (þetta 10 lítra world-vineyard dæmi) séu þess virði að eyða tímanum í þau. Ég hef líka plön um að bauka í einhverju eplavíni í haust ef uppskeran af epplatrjánum mínum leyfa svoleiðis æfingar.
Ég er ágætlega ánægður með smakk skalann minn, það er kannski erfitt, en þó mikilvægt að oflýsa ekki afurðinni sinni, ef maður er ánægður, þá er afurðin "meh". Ef maður er mjög ánægður þá er afurðin "gott". Ef allir sem maður leyfir að smakka eiga varla orð til að lýsa hrifningu sinni og maður trúir því varla að allir séu sammála manni, well, þá er það guðaveigar.
Það sem ég hef svo átt við síðan síðast er svo í stuttu máli:
Rabbabaravín (meh/gott) 18 flöskur
Peruvín (meh/gott) 25 flöskur
Plómuvín (vibbi) ca 22 flöskur, endar kannski í klósettinu
Merlot (vibbi/meh) 30 flöskur
Primavera (meh) 30 flöskur
Nebbiolo Eclipse (gott) 60 flöskur
WE Peach Apricot Chardonney (meh/gott) 30 flöskur
LE Triumph (gott) 30 flöskur
WE Eclipse Cabernet Sauvignon (í öldrun) 30 flöskur
WE Eclipse Stag Leap Merlot (í öldrun) 30 flöskur
WE LE Cabernet Franc (í seinni gerjun) 30 flöskur
Bláberjavín (ódýrt og í seinni gerjun) 30 flöskur
Bláberjamjöður (í seinni gerjun) 6 flöskur
Cheers
Oli