Þessi uppskrift var smökkuð við góðar undirtektir á fundi 6. mars. Nýtir því miður aðeins brot af korninu úr einni lögn en þetta eru samt nokkir bollar af korni sem fara ofan í maga frekar en í tunnuna.
Upprunalega uppskriftin sem ég byggði þessa á er amerísk og því allt mælt í bollum. Vona að það komi ekki að sök. Hún inniheldur líka hunang og smjör, en þar sem ein í hópnum (þetta er partur af hópverkefni í vöruþróun sem ég er að vinna í skólanum) er vegan ákváðum við að skipta því út fyrir síróp og kókosolíu svo allir gætu tekið þátt í bragðprófunum, en hitt getur ekki verið mikið verra
2 bollar þurrkað bjórhrat
2 bollar tröllahafrar
3/4 bollar agave síróp
1/4 bolli kókosolía
1/2 bolli hnetusmjör
1/2 teskeið salt
Kornið er þurrkað í ofni við 100°C í 2-3 tíma í síðasta lagi daginn eftir bruggdag (og geymt í kæli ef geyma þarf yfir nótt fyrir þurrkun).
Þurrkað hratið og hafrar sett á plötu og ristuð í ofni við 160°C í 25-30 mínútur.
Síróp, olía, smjör og salt sett í pott og hitað að suðu og látið malla rólega í nokkrar mínútur.
Öllu blandað saman, hellt ofnskúffu, kökuform, eldfast mót eða bara eitthvað mátulega stórt til að kakan verði 1-2 sentímetrar að þykkt.
Látið storkna. Skorið í mátulega stóra bita og gúffað í sig.