Carapils: Ég myndi sleppa því. Hveitibjór á að vera þurr og auðdrekkanlegur, renna viðstöðulaust ofan í mann í miklu magni. Hveitimaltið leggur til þann kropp og froðu sem þarf.
Seinni humlaviðbótin: Hveitibjórar eru yfirleitt humlaðir með einni 60 mín. bitrunarviðbót. Aromað sem þú færð út úr þessu mun sennilega drukkna í esterum hvort eð er.
Irish Moss: Ég myndi sleppa því. Hveitibjór á að vera þokukenndur. Mikið af þessari þoku kemur vegna próteina frá hveitinu (annars væri til dæmis ekki hægt að fá þokukenndan hveitibjór af krana).
mkv.
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
Tek undir allt með síðasta ræðumanni. Humlar eru nánast aukaatriði í hveitibjórum (í það minnsta þeim hefðbundnari). Ég veit um mann sem gerði humlalausan hveitibjór.
Ég held reyndar að þú þurfir hrísgrjónahýði ef þú ætlar að nota svona mikið af hveiti. Þessi hlutföll eru mjög góð ávísun á stuck sparge, held ég. Ekki spyrja mig hvar þú færð slík hýði, samt.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Tók CaraPils út (hef séð uppskriftir með og án þess, svo ég var ekki viss hversu mikil þörf væri á því). 25 gr. Hersbrucker í 60 mínútur (kom að vísu ekki fram að seinni humlarnir áttu að vera "aroma steep" í 15 mín. eftir suðu). Þá lítur þetta svona út, einfalt og ódýrt:
og já þetta með irish mossið, ég hefði líka sagt eitthvað um það þar sem ég hef aldrei séð neinn tærann hveitibjór. Ég vill alltaf hafa extra mikið af þessu jukki í botninum á flöskunum, passa mig að ná öllu úr flöskunum.
Í gerjun : Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Andri wrote:og já þetta með irish mossið, ég hefði líka sagt eitthvað um það þar sem ég hef aldrei séð neinn tærann hveitibjór. Ég vill alltaf hafa extra mikið af þessu jukki í botninum á flöskunum, passa mig að ná öllu úr flöskunum.
Hefurðu ekki séð Freyju frá Ölvisholti?
Annars er til stíll sem heitir Krystal Weizen, og er "síaður" Hefeweizen; kristaltær, og bragð af gerinu (bananar og fleira) ekki eins áberandi. Mér finnst hvorttveggja fínt.
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.
Hann er skýjaður úr gerjun, svo er hann síaður (ekki með irish moss) til að vera seljanlegri á íslandi.
Jörvi Brauhaus
Að gerjast: Ekkert Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
Gefðu þér góðan tíma í skolunina. Hef lent í vandræðum með þetta mikið af hýðislausu korni. Ef það gertist er þó skárra að hafa góðan tíma og litlar skuldbindingar.