Ég stal hugmyndinni algjörlega frá þessum þræði hjá Homebrewtalk.
Ég byrjaði á því að redda mér notaðri pastavél.

Eftir það þá tók ég hana í sundur

og notaði svo bor til þess að spæna upp úr stálhjólunum þar til að þau voru orðin nægilega tætt til að geta gripið korn og malað þau.

Því næst fór ég í það að smíða skammtara sem að mun halda vonandi a.m.k. 5kg af korni.




Svo smíðaði ég grunn á milluna (engar myndir, sorry) en var eitthvað að flýta mér þannig að pastavélin var ekki alveg miðjuð (eiginlega of langt frá því að vera það..) þannig að ég þurfti að endursetja hana nær miðju.



Eina sem að ég á eftir að gera er að setja smá límband til þess að stýra korninu beint í pastavélina (svo að það fari ekki út fyrir).
Til þess að keyra vélina þá nota ég spaðabor með 10mm enda og borvél.
Ég tók upp smá myndband af því þegar ég prófaði vélina tóma, það má finna á hérna.