GÞS kornkvörn úr pastavél

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

GÞS kornkvörn úr pastavél

Post by sigurdur »

Ég hafði nefnt þetta í einhverjum öðrum þræði, en ég ákvað að gera nýjan þráð þar sem að ég sýni hvernig ég útbjó vélina.

Ég stal hugmyndinni algjörlega frá þessum þræði hjá Homebrewtalk.

Ég byrjaði á því að redda mér notaðri pastavél.
Image

Eftir það þá tók ég hana í sundur
Image

og notaði svo bor til þess að spæna upp úr stálhjólunum þar til að þau voru orðin nægilega tætt til að geta gripið korn og malað þau.
Image

Því næst fór ég í það að smíða skammtara sem að mun halda vonandi a.m.k. 5kg af korni.
Image

Image

Image

Image

Svo smíðaði ég grunn á milluna (engar myndir, sorry) en var eitthvað að flýta mér þannig að pastavélin var ekki alveg miðjuð (eiginlega of langt frá því að vera það..) þannig að ég þurfti að endursetja hana nær miðju.
Image

Image

Image

Eina sem að ég á eftir að gera er að setja smá límband til þess að stýra korninu beint í pastavélina (svo að það fari ekki út fyrir).

Til þess að keyra vélina þá nota ég spaðabor með 10mm enda og borvél.

Ég tók upp smá myndband af því þegar ég prófaði vélina tóma, það má finna á hérna.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: GÞS kornkvörn úr pastavél

Post by kristfin »

glæsilegt. alltaf flott þegar hægt er að taka tæki sem virkar og aðlaga að nýrri notkun
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Re: GÞS kornkvörn úr pastavél

Post by ulfar »

Þetta er mjög glæsilegt. Ver að búa mér til svona fallegan skammtara á kvörnina mína.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: GÞS kornkvörn úr pastavél

Post by sigurdur »

Jæja, þá eru niðurstöðurnar loksins komnar.
Millan er æðisleg!

Ég hakkaði í gegn um smáræði af korni í gærkvöldi og tók myndir af niðurstöðunum.

Stilling 8 (Næst þrengsta stillingin)
Image

Stilling 8 (closeup)
Image

Stilling 7
Image

Stilling 6 (þetta korn fór að vísu í gegn um stillingu 5 en sú stilling rétt snerti kornið)
Image

Í stillingu 6 þá brotnaði kornið en var mjög gróft. Sum korn voru rétt aðeins brotin og nokkur sem að voru alveg heil.
Í stillingu 7 þá voru ekki nein heil korn og megnið af korninu var búið að losa sig við hýðið (hismið?).
Í stillingu 8 þá var kornið að mestu leiti laust við hýðið og hýðið örlítið tætt.

Fyrir mitt leiti þá held ég að stilling 7 vera best, hvað er ykkar mat? (kanski ekki nægilega góðar myndir)

Ég mun athuga hversu mikið magn skammtarinn ræður við í einu á eftir, en þá hefst minn fyrsti AG.
Ef ég er í stuði þá tek ég smá myndbandsskeið af möluninni fyrir áhugasama.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: GÞS kornkvörn úr pastavél

Post by Idle »

Fallegt. Stilling 7 eða 8. :)

Evaluating the Crush
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: GÞS kornkvörn úr pastavél

Post by sigurdur »

Ef þið farið út í þetta ævintýri, yfirfarið milluna reglulega (t.d. á 5-10 skammta fresti).
Ég myndi mæla með að þið notið einhverja gírun niður ef þið ætlið að nota borvél/mótor til að keyra milluna áfram.
Ég lenti í því í gær að gírarnir voru orðnir slitnir (líklegast út af þjösnaskap með borvélina). Til að lagfæra það (a.m.k. tímabundið) þá þurfti ég að taka vélina í sundur og snúa gírunum við.
Post Reply