byrjandi í bjórgerð

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
aromat
Villigerill
Posts: 7
Joined: 5. Sep 2009 14:18

byrjandi í bjórgerð

Post by aromat »

Ég keypti byrjendapakka hjá Ámunni. Ég fylgdi leiðbeiningunum og hélt það yrði ekkert botnfall í flöskunum en það er samt eins og það sé. Reyndar er bjórinn núna í eftirgerjun þannig að ég er að spá hvort þetta botnfall hverfi með tímanum. Af hverju er bjór sem maður kaupir í ríkinu ekki með botnfalli?
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: byrjandi í bjórgerð

Post by sigurdur »

Botnfallið hverfur ekki með tímanum.
Botnfallið er bara ger sem að bjó til bubblurnar í bjórinn þinn.
Það er ekki allur bjór í ríkinu sem að er án botnfalls.

Botnfallið kemur til vegna koltvísýringunar í flöskum í staðinn fyrir að það sé gert með öðrum aðferðum.

Það er ekkert botnfall í flestum bjór í ríkinu því að meirihlutinn af bjórnum sem að þú kaupir í ríkinu er geldur (gerilsneyddur) og síaður bjór.
aromat
Villigerill
Posts: 7
Joined: 5. Sep 2009 14:18

Re: byrjandi í bjórgerð

Post by aromat »

Gæti ég þá látið bjórinn fara í gegnum síu áður en hann fer í flöskurnar til að losna við meirihlutann af botnfallinu.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: byrjandi í bjórgerð

Post by Andri »

Botnfallið er ekkert slæmur hlutur að mínu mati, maður lærir bara að hella úr flöskunni án þess að fá botnfallið með í glasið.
Best er bara að geyma bjórinn til lengri tíma í gerjunarfötunni, ekki einhverjar 2 vikur eins og er sagt í mörgum leiðbeiningum.
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: byrjandi í bjórgerð

Post by Hjalti »

aromat wrote:Gæti ég þá látið bjórinn fara í gegnum síu áður en hann fer í flöskurnar til að losna við meirihlutann af botnfallinu.
Ekki nema þú viljir goslausan bjór...

Gerið vinnur úr sykrinum sem þú setur í flöskurnar, það sem kemur úr því er botnfall og gos eða CO2

Botnfall = Gott

Það eru antioxidantar og vítamín í botnfallinu og eins og Andri segir þá lærir maður að hella úr flöskuni án þess að fá botnfall ef maður vill það ekki.

Ég hafði áhyggjur af þessu fyrst en þetta lærist eftir fyrsta bjórinn að mínu mati og mér fynnst þetta ekkert atriði lengur eginlega :)
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: byrjandi í bjórgerð

Post by Oli »

aromat wrote:Gæti ég þá látið bjórinn fara í gegnum síu áður en hann fer í flöskurnar til að losna við meirihlutann af botnfallinu.
Ef þú ert með lokað síukerfi, þeas síar án þess að fá súrefni í bjórinn, og ert svo með corny kúta tengda við co2 tank til að fá kolsýringu er það ekkert mál.....en þá ertu kominn í allt annan pakka en byrjendasett úr Ámunni. Sættu þig við smá botnfall til að byrja með. Ef þú hefur frekari áhuga á bjórgerð þá skaltu lesa það sem þú getur á vefnum m.a. gagnlegar vefsíður http://fagun.is/viewtopic.php?f=2&t=18" onclick="window.open(this.href);return false;
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: byrjandi í bjórgerð

Post by Eyvindur »

Eins og bent hefur verið á er gerið meinhollt. Það er líka fullt af B-vítamíni, sem vinnur gegn timburmönnum. Og gerið framleiðir kolsýruna, sem margir telja hálfgert skilyrði. En eitt af því besta er að gerið heldur bjórnum ferskum lengur í flöskunni.

Semsagt, enn og aftur, botnfallið er vinur þinn.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply