Mánudagsbrugg 2. júní

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Mánudagsbrugg 2. júní

Post by helgibelgi »

Góðan daginn

Vildi bara auglýsa það hér að ég ætla að brugga á morgun, mánudaginn 2. júní. Ef ykkur langar að kíkja í heimsókn eru allir velkomnir, sérstaklega nýliðar! :mrgreen:

Ég reikna með að fjörið byrji um hádegi og standi yfir til 18/19 (já, ég gef mér alltaf amk 5-6 tíma í þetta, af reynslu).

Staðsetningin er Mánagata 9, 105 Reykjavík. Síminn minn er 8448909.

Planið er að brugga West Coast IPA fyrir útskriftarveisluna mína.

Fyrir þá sem ætla á mánudagsfundinn gæti verið tilvalið að kíkja, á heima 5 mín frá hlemmi! (ég reikna líka með því að mæta sjálfur á fundinn).
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Mánudagsbrugg 2. júní

Post by helgibelgi »

Jæja, þá hefst bruggdagurinn á Mánagötunni loksins!

Fyrsta skref var að koma gömlu þvottavélinni út og skola hana svo hún sé tilbúin í slaginn. Ég setti óvart föt í þvottavél (sem sagt þá týpu sem þvær föt) áður en ég fattaði að ég þyrfti að tengja suðupottinn minn (þ.e. Brugg-þvottavélina) á sama stað. Því þurfti ég að bíða eftir því að hún kláraði sig. En á meðan gat ég þriftið kút sem ég ætla að fylla með Sítrónu-Sigga, sem er amerískur sítrónu-hveitibjór. Sá bjór verður einnig á krana í útskriftarveislunni.
Brugg-þvottavélin tilbúin í slaginn
Brugg-þvottavélin tilbúin í slaginn
Bruggdagur 2. júní b.jpg (107.36 KiB) Viewed 9143 times
Sítrónu-Siggi á kút.jpg
Sítrónu-Siggi á kút.jpg (67.36 KiB) Viewed 9143 times
Sítrónusiggi endaði í 1.022, sem mér finnst nokkuð hátt, sérstaklega þar sem hann byrjaði í 1.055. Ég notaði US-05 og grain-bill var með 50% hveitimalti. Veit ekki hvort US-05 sé svona lítið fyrir hveitimaltið eða hvort mesking hafi klikkast. Gerjun var hitastýrð fyrstu vikuna (í 19°C).
Sindri
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 9. Mar 2013 11:39

Re: Mánudagsbrugg 2. júní

Post by Sindri »

Alveg spruning hvort ég fái að kíkja við hjá þér.
Á flösku: Sindness (Guinness clone), Hvítvín & Rauðvín
Á kút: #Yolo v3.5 Imperial stout með eik og koníaki
Í gerjun: Ekkert.....
To do: Alltof mikið.....
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Mánudagsbrugg 2. júní

Post by helgibelgi »

Sindri wrote:Alveg spruning hvort ég fái að kíkja við hjá þér.
Endilega, láttu sjá þig. Var að setja út kornið í og er að koma þessu í rétt hitastig.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Mánudagsbrugg 2. júní

Post by helgibelgi »

Jæja, þá er suðan komin í gang. Með hjálp frá Sindra við meskingu og skolun fékkst (að því virðist) sæmileg nýtni. Pre-boil gravity er 1.058 (Beersmith reiknaði með 1.056, en þó er magnið í óvissu eins og er og kemur í ljós í enda suðu hvernig gekk í raun).
Suða 2. júní a.jpg
Suða 2. júní a.jpg (81.15 KiB) Viewed 9090 times
Suða 2. júní b.jpg
Suða 2. júní b.jpg (94.86 KiB) Viewed 9090 times
Post Reply