Vildi bara auglýsa það hér að ég ætla að brugga á morgun, mánudaginn 2. júní. Ef ykkur langar að kíkja í heimsókn eru allir velkomnir, sérstaklega nýliðar!

Ég reikna með að fjörið byrji um hádegi og standi yfir til 18/19 (já, ég gef mér alltaf amk 5-6 tíma í þetta, af reynslu).
Staðsetningin er Mánagata 9, 105 Reykjavík. Síminn minn er 8448909.
Planið er að brugga West Coast IPA fyrir útskriftarveisluna mína.
Fyrir þá sem ætla á mánudagsfundinn gæti verið tilvalið að kíkja, á heima 5 mín frá hlemmi! (ég reikna líka með því að mæta sjálfur á fundinn).