Góðan Daginn
Við Bjarki ætlum að halda bjórgerðarnámskeið. Þetta námskeið er hugsað fyrir þá sem hafa ekkert bruggað en vilja læra að brugga bjór EÐA hafa aðeins verið að gera exrakt-bjóra og vilja fara út í All-grain bruggun. Ef þú hefur áhuga á þessu námskeiði eða þekkir einhvern sem þú heldur að vilji prófa, endilega senda á okkur skráningu!
Það verða tvenns konar "tilboð" í boði:
Tilboð 1 – 5.000 kr:
Bruggnámskeið: Lærðu allt um að brugga þinn eigin bjór frá grunni.
Innifalið: Þú bruggar þinn fyrsta heimagerða bjór með okkur og færð að taka hluta með heim að smakka. Færð útprentaðar leiðbeiningar um bruggferlið, sýnikennslu á öllum skrefum í bruggferlinu, góð ráð varðandi val á hráefnum, búa til uppskrift og margt fleira. Markmið námskeiðsins er að gera þig tilbúinn til að taka fyrsta skrefið í að gera þinn eigin bjór.
Tilboð 2 – 30.000 kr
Þú færð allt úr Tilboði 1 en með viðbótum:
Þú færð suðutunnu (2x2000W element) + gerjunarfötu + meskipoka. Við búum til brugggræjurnar fyrir þig og kennum þér að brugga þinn fyrsta bjór í þínum eigin græjum. Þú færð að gerja þinn fyrsta bjór hjá okkur og kemur síðan og við hjálpum þér að setja hann á flöskur. Þú færð að taka allan bjórinn með heim ásamt brugggræjunum.
Fyrsta námskeiðið fer fram á Laugardaginn 28. September 2013 (ef fjöldi næst). Sendið skráningu á bruggnamskeid@gmail.com með nafn og símanúmer.