Ég og bruggfélagar mínir lentum í þó nokkuð miklu veseni þegar við vorum að brugga í gær. Okkur tókst í byrjun meskingarinnar að gleyma að setja hlífðargrindina yfir hitaelementinn, sem þýddi að pokinn þjappaði saman hitaelementinu (lítið sem ekkert bil á milli elementaröranna).
Við tókum eftir að suðan var nokkuð kröftug allan tímann og þegar við vorum búnir að tæma pottinn blasti við okkur element sem var með nokkuð lag af brunnum virti á en einnig að ca. 5 cm kafli var klæðningin á elementinu brotin eða jafnvel brunnin af. Við klikkuðum nú á því að smakka virtin í öllum hamaganginum, en mig grunar nú að það verði eitthvað bruna bragð af honum.
En segjum sem svo að ekkert brunabragð sé, vita menn hér hvort það sé varhugavert að drekka bjórinn vegna þess að hluti af klæðingunni brotnaði/bráðnaði af? Leynist einhver hættuleg efni innan við ytri byrðið á elementinu sem þá eru nú komin í virtinn?