Humla- og byggræktun

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
busla
Kraftagerill
Posts: 63
Joined: 12. Sep 2012 14:02

Humla- og byggræktun

Post by busla »

Hver er reynslan hér af humlaræktun, og byggi ef út í það er farið?

Mér langar að setja upp lítinn byggreit þar sem ég bý (í sveit) og prófa nokkrar tegundir.

Eins vil ég prófa humla innandyra og samkvæmt þessu þá þarf ég rótarafleggjara, sem er oftast seldur í mars/apríl. Einhver hér sem er að rækta humla?
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Humla- og byggræktun

Post by Plammi »


Ég veit að humlaræktun hefur verið rætt hérna áður. Fyrir nokkrum vikum var þessi þráður í gangi http://www.fagun.is/viewtopic.php?f=14&t=2666" onclick="window.open(this.href);return false;

Einhver minni umræða hefur verið um byggrækt en ég fann þetta http://www.fagun.is/viewtopic.php?f=2&t ... enskt+bygg" onclick="window.open(this.href);return false;

Vonandi hjálpar þetta eitthvað :)
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
Dabby
Kraftagerill
Posts: 99
Joined: 14. Feb 2012 09:48

Re: Humla- og byggræktun

Post by Dabby »

Það er náttúrulega töluverð reynsla af byggræktun á íslandi en hún liggur í bændasamfélaginu
Ólafur Reykdal hjá Matís hefur helst skoðað bygg og hægt er að finna tvær eða þrjár greinar frá honum á vefnum hjá Matís.
Ég myndi velja kríu yrkið það er sér þróað fyrir íslenskar aðstæður og fara sparlega í nituráburð, nitrið eykur prótein % og dregur úr sterkjunni.
Post Reply