Byggflögur

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Smári
Villigerill
Posts: 23
Joined: 1. Dec 2010 14:07

Byggflögur

Post by Smári »

Ætla að henda í stout á morgun. Hafa menn prófað að nota byggflögur eins og þessar http://natturan.is/efni/5979/" onclick="window.open(this.href);return false; ?

Í upplýsingum frá framleiðanda kemur fram að byggið sé kaldvalsað og ég velti fyrir mér hvort það þurfi að sjóða byggið fyrir meskingu til það verði pregelatinezed...
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Byggflögur

Post by Plammi »

Í hvaða tilgangi?
Ef það er til að fá meira mouthfell þá mundi ég halda mig við hafrana miðað við það sem ég las.
Einhverjir halda að það bæti smá creaminess í bjórinn en það virðist vera einhver míta.
En svo er líka bara hægt að skella þessu í og sjá hvað gerist, nokkuð viss að það eiðileggji ekki neitt.

heimild:
http://forum.northernbrewer.com/viewtop ... =5&t=95119" onclick="window.open(this.href);return false;
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Byggflögur

Post by Idle »

Ég hef notað þessar byggflögur með ágætum árangri til að fá meiri fyllingu í stout og porter. 5 til 10% af korninu kom vel út í mínum tilfellum. Þá hellti ég byggflögunum bara út í meskikerið beint úr pokanum og hrærði vel saman. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Byggflögur

Post by Feðgar »

Hvort þetta geri eitthvað fyrir mann eða ekki veit ég svo sem ekki. En við höfum notað þetta í stout og porter með góðum árangri. Höfum bæði notað byggið hrátt og soðið.
Post Reply