BIAB vs þriggja potta kerfi?

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
loki
Villigerill
Posts: 13
Joined: 13. Mar 2013 17:57
Location: Malmö svíþjóð

BIAB vs þriggja potta kerfi?

Post by loki »

Sælir;

Ég er að velta fyrir mér einfaldri spurningu, sem vefst samt ótrúlega fyrir mér en það er hverjir kostir þriggja potta kerfis eru umfram BIAB aðferðina?
They who drink beer will think beer.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: BIAB vs þriggja potta kerfi?

Post by hrafnkell »

Þetta er aðallega spurning um að nota eitthvað sem maður kann á eða treystir sér í. Ég byrjaði í 3 ílátum en fór svo í BIAB, aðallega til að spara mér tíma og hvað græjurnar taka mikið pláss. Sé ekki eftir því.

Ég man ekki eftir neinu sem ég sakna eða get ekki gert í BIAB sem ég gat í 3 ílátum..
User avatar
loki
Villigerill
Posts: 13
Joined: 13. Mar 2013 17:57
Location: Malmö svíþjóð

Re: BIAB vs þriggja potta kerfi?

Post by loki »

Þetta hefur sem sagt ekkert með bjórgæðin sjálf að gera?
They who drink beer will think beer.
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: BIAB vs þriggja potta kerfi?

Post by gm- »

Kostir og gallar við bæði kerfin og fer dáldið eftir hvað þú ert að spá í og hvaða aðstöðu þú hefur.

Kostirnir við þriggja íláta kerfi eru að þú þarft ekki svo stóran pott, 25 lítra pottur er nægur í hvað sem er ef þú ætlar að brugga 23 lítra t.d.
Einnig þá geturu sett upp græjurnar þannig að þú þarft ekki að lyfta neinu, en það getur verið dáldið þungt að hífa upp poka fullan af korni.
Gallarnir eru að þú þarft slatta af plássi bæði til að geyma græjurnar og brugga.

Kostirnir við BIAB eru auðvitað einfaldleikinn og þú þarft í rauninni bara 1 ílát sem tekur mjög lítið pláss.

Helstu gallarnir sem ég hef heyri aftur og aftur eru þyngslin að draga upp pokan, erfiðleikar að halda stöðugu hitastigi í meskingu, lélegri nýtni í stórum bjórum og meira grugg í virtinum. Flesta af þessum göllum er hægt að leysa, og oft spurning um reynslu og þekkingu á græjunum (nýtni og gruggið), t.d. er hægt að setja upp trissu til að hífa upp pokann í stærri lögnum, einangra suðupottinn osfrv.

Ég nota þriggja íláta kerfi og það virkar mjög vel fyrir mig, er með 34 lítra pott sem ég hita með gasbrennara og 52 lítra kælibox sem meskitunnu. Ég brugga svona 2x í mánuði núna og næ yfirleitt yfir 80% nýtni, stundum 85%.
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: BIAB vs þriggja potta kerfi?

Post by Maggi »

Nú hef ég einungis reynslu af þriggja potta kerfi en ég held ég hafi þó nokkra yfirsýni yfir kosti þess og galla í samanburði við BIAB.

Það sem gleymist oft í umræðunni er vinnuöryggi. Það var aðeins eitt af mörgum punktum sem ég hugsaði um áður en ég byrjaði. Við bjórbrugg erum við að vinna með vökva sem er allt upp í 100 gráðu heitur. Ég hafði séð annsi mörg myndbönd af fólki að hella heitum vökva fram og til baka, lyfta þungum og heitum poka sem sullast úr. Nú er þetta auðvitað misjafnt eftir fólki og búnaði en ég ákvað að ég nennti ekki að standa í þessu veseni. Einnig er ég með efnafræðimenntun sem hefur kennt mér mikilvægi þess að vinna eftir hreinlætisreglum og halda öllum umhellingum í lágmarki sem og að stuðla að góðu vinnuumhverfi.

Gallarnir við þriggja potta kerfi eru þó nokkrir
1) Dýrara í rekstri
2) Tekur lengri tíma að þrífa sem lengir bruggdaginn
3) Tekur meira pláss
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: BIAB vs þriggja potta kerfi?

Post by hrafnkell »

Það þarf ekkert að hella á milli í BIAB ef maður er með einn einfaldan hlut: Spotta og krók í loftinu. Þá hífir maður pokann rólega upp og lætur dingla á meðan það lekur af honum og hann kólnar. Pokinn er heldur aldrei það heitur eftir meskingu að maður geti ekki tekið létt á honum. Og maður er venjulega ekki að hella sjóðandi vökva á neinum tímapunkti (ef svo er: You're doing it wrong).

Ég á alltaf erfiðara og erfiðara að finna kosti við 3v umfram biab eftir því sem ég les og læri meira um brugg. 3v er líklega málið samt þegar maður er kominn á stóran skala, farinn að brugga kannski 80-100 lítra og meira. Á litlum skala er fátt sem slær biab við :)
Post Reply