Flöskur

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Flöskur

Post by valurkris »

Daginn, mig langaði að athuga hvaða flöskur þið eruð að nota. Sjálfur á ég eftir að brugga en er búin að vera duglegur að kaupa mér bjór í gleri til að safna flöskum og um tíma keypti ég mér soldið af Moosehead til að sötra.

En málið er að mér finnst vera svo þunnt gler í Moosehead flöskunum, er það eithvað sem að ég á að hafa áhyggjur af eða bara að nota þær

Kv. Valur
Kv. Valur Kristinsson
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Flöskur

Post by arnilong »

Það er allt í fína að nota þær svo framarlega sem þú ert ekki að setja mikinn þrýsting á flöskurnar, sumir belgískir stílar og hveitibjórar innihalda mikið koldíoxíð og þá eru þessar flöskur líklega ekki nógu sterkar.
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Flöskur

Post by arnilong »

Flöskurnar sem ég er ánægður með eru undan þýsku hveitibjórunum, Zywiek, Leffe og Orval, miðarnir losna líka auðveldlega af þeim.
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Flöskur

Post by Andri »

Ég er svakalega hrifinn af Thule, drekk hann í massavís í stóru flöskunum. Held að ég sé kominn með flöskur fyrir einhverja 30 lítra. Þær eru þykkar og ekkert mál að setja tappana á, mér fannst pilsner urquell flöskurnar leiðilegar með tappana..
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Flöskur

Post by Hjalti »

Ég fékk flöskur hjá Ölvisholti og þær eru að duga mér ágætlega. Drekk svo mikið af skjálfta og kalda þannig að flöskurnar líta alar eins út eginlega.

Ölvisholt eru frekar duglegir að gefa af sér þegar maður biður fallega þannig að það er nú bara spurning um að hringja í þá félagana og sjá hvað þeir geta boðið þér.
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Flöskur

Post by halldor »

Ég nota bara brúnar 330 ml flöskur, megnið af þessu er skjálfti, Leffe, La Trappe og fleira gúmmelaði :)

Miðarnir á Skjálfta eru orðnir MJÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖG leiðinlegir... eiginlega vonlaust að ná þeim af með góðum hætti, en það þýðir samt ekki að maður eigi ekki að kaupa Skjálfta.
Plimmó Brugghús
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Flöskur

Post by Hjalti »

Já, ég tók eftir þessu núna. Það var eftir silfrað dót undir miðunum sem ég var að fjarlægja af skjálfta.... Ekki nógu gott! Stilla miðavélina aftur strákar! :)
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Flöskur

Post by kristfin »

ég talaði við jón í ölvisholti. þar getur maður fengið óhreinar flöskur, 500lm og 330ml, á 12kr stykkið ef maður er ekki nógu duglegur að safna með drykkju.

ég losa límmiðana með því að setja flöskurnar í heitt vatn með uppþvottavélasápu í baðkarinu, og þá eru þeir svo gott sem dottnir af daginn eftir. lítur líka gáfulega út í baðinu
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Post Reply