Flöskuþrif

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
Proppe
Kraftagerill
Posts: 113
Joined: 24. May 2012 00:29

Flöskuþrif

Post by Proppe »

Jæja. Ég er búinn að vera að dunda mér við að bæta á flöskulagerinn síðustu tvo daga eða svo.
Nú tel ég mig vera kominn með nokkuð fljótlega aðferð við að ná þeim hreinum og miðalausum.

1. Hiti. Ég raða upp nokkrum flöskum, nota hitablásara, græju sem svipar til hárþurrku, en fer upp í nokkurhundruð gráður, og hita miðanna. Þá er lítið mál að skafa þá af í einu handtaki með ósköpvanalegri glersköfu.
2. Olía. Pensla límskánirnar með matarolíu og legg þær til hliðar til næsta dags.
3. Klór. Ég raða flöskunum í plastkassa, sáldra yfir þær klórsóda, nokkrum dropum af uppþvottasápu og fylli upp með heitu vatni. Læt þar vanalega liggja yfir nótt.
4. Skrúbba. Flöskubursti ofaní, miraclean svampur utaná.
5. Skola. Ég skola vanalega svona þrisvar með eins heitu vatni og kraninn leyfir til að vera öruggur um að ná öllum klórnum af, svo raðað á tré og dáðst að tandurhreinum flöskulagernum.

Þetta virkar eins og heljarinnar prósess, en vinnan við hverja flösku er ekki nema nokkur handtök við hvert stig. Ég tók hátt í tvöhundruð flöskur á síðustu dögum, en var ósköp slakur við það. Flöskurnar koma koma út allveg spotless og smámunaseminni er fullnægt.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Flöskuþrif

Post by hrafnkell »

Nennirðu að þrífa svona 50-100 fyrir mig?

Ég neeeeeeeeeeeennnniiii ekki að þrífa miða af flöskum... Fæ niðurgang við tilhugsunina.
einarornth
Kraftagerill
Posts: 79
Joined: 25. Nov 2009 13:52

Re: Flöskuþrif

Post by einarornth »

Ég ætla að prófa þetta með olíuna, finnst voðalega erfitt að ná líminu af þessu drasli, sérstaklega Borg flöskunum. Getur ekki einhver fengið Stulla og Valla til að fara að nota vatnsleysanlegt lím?!
flokason
Kraftagerill
Posts: 71
Joined: 5. Dec 2012 23:12

Re: Flöskuþrif

Post by flokason »

Það vita þetta kannski allir, en ég las þetta á erlendu forumi, en þá seta þeir flöskuskrúbbarann í borvél og ná að þrífa flöskurnar margfallt betur og fljótara en með handafli, að þeirra sögn, en ég tek það fram að ég hef ekki prófað þetta, en ætla prufa þetta þegar ég þríf mínar flöskur
Á kút:
Imperial Stout, Kölsch, Bock, Quad, Saison, Hoppy Saison, Tripel, Märzen, Brett IPA & Tripel
Post Reply