Ég fór að velta þessu fyrir mér áðan. Helstu ástæður þess að ég byrjaði, var að ég taldi mig geta sparað einhverjar krónur, en ekki síst til að geta bragðað eitthvað nýtt eða öðruvísi en verslanir ÁTVR höfðu upp á að bjóða (úrvalið hefur þó batnað heilmikið á tiltölulega skömmum tíma).
Endilega deilið ykkar sögum. Hvenær og hvers vegna byrjuðuð þið að brugga bjór, vín eða annað? Bruggið þið enn af sömu ástæðum og þegar þið byrjuðuð?
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.
Hef verið bjórdrykkjumaður frá því ég smakkaði fyrsta smyglaða bjórinn ofan af velli. Þetta var árið áður en bjórinn var leyfður. Svo keypti góður vinur minn bjór miðvikudaginn 1. mars 1989. Held að það hafi verið Löwenbrau. Eftir það hefur bjór aldrei verið langt undan. Hef líka þurft að smakka alla nýja bjóra sem komu í ríkið.
Prófaði að gera rauðvín um leið og ég fór að búa en langaði að gera bjór en sannfærður um að það væri vonlaust. Enda bara lagerdrykkjumaður á þessum tíma. Fór svo að skoða þetta aftur fyrir fimm árum og horfði á myndbönd á Youtube. Rakst svo á þessa síðu og ákvað að taka skrefið og ennþá var ég lagerdrykkjumaður en nú farinn að fíla örlítið bragðmeiri bjóra.
Fann þessa síðu og komst að því að ég væri ekki einn á landinu sem langaði að gera bjór. Ákvað að skella mér í þetta þegar aðrar framkvæmdir á heimilinu væru búnar (skúrinn). Las hvern einasta þráð og kom með allar byrjendaspurningarnar þegar ég skráði mig inn.
Gerði svo dósabjóra tvisvar og það var ekkert varið í það og byrjaði svo all grain og eftir það hef ég gert ca. bjór tvisvar í mánuði. frá maí á síðasta ári. ca. 22 laganir. Smekkurinn búinn að breytast úr lagerbjór í dökka portera, stout og Skoska strong ale.
Lagerbjórmaðurinn getur ekki lengur pantað sér bjór á veitingastað ef ekki er til eitthvað spes.
Það stendur uppúr þessi frábæri félagsskapur hérna á Fágun. Og engin pása framundan hjá mér í þessu frábæra hobbýi.
The End
Ps. Hrafnkell, ég kem á miðvikudag og kaupi í næstu bjóra.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Ég byrjaði aðallega því að ég var orðinn svo hneykslaður á verðinu á bjór (after all .. það gat ekki verið flókið að gera þetta)....
Eftir að ég var búinn að gera fyrsta bjórinn, þá hitti ég Úlfar og nokkra góða meðlimi og smakkaði þá AG bjór .. lífið varð ekki samt eftirá.
Fyrstu bjórarnir voru dósabjórar (Coopers), en svo fór ég í það að smíða eigin græjur fyrir nánast ekki neinn pening (endaði á að hanna plastsuðutunnu og myllu úr pastavél).
Núna bý ég til bjór því að þetta er svo unaðslega skemmtilegt og róandi. Ekki skemmir fyrir að afurðin er yndisleg
Ástæðan fyrir því að ég fékk áhuga á All grain bruggun voru endalaus vonbrigði með extract bjórkitt. Ég bý yst á Tröllaskaga og næsta vínbúð getur eðlilega ekki boðið upp á mikið úrval af bjór. Verð á bjór er dálítill hvati en útslagið gerði bjórgerðarnámskeið sem ég og vinur minn sóttum á Hóla í Hjaltadal.
Ég er aðallega að leita eftir meiri fjölbreytni heldur en boðið er uppá hér á landi. Þetta hefur þó batnað nokkuð en er samt langt í land að hér fáist það besta sem í boði er erlendis. Tala nú ekki um barina - úff. Svo vil ég líka boða betri bjórmenningu meðal vina og vandamanna. Fá þá til að læra að meta betri bjóra. Markmiðið er að geta gert bjóra sem fær fólk til að segja "Hóli shit, en hvað þetta er góður bjór" Eins og þessir gaurar hérna http://www.youtube.com/watch?v=Wg__YgRU_sc" onclick="window.open(this.href);return false;