Ég hef verið að pæla í hvernig ég get stytt bruggdaginn hjá mér.
Fyrsta sem ég ætla að reyna að gera er að stytta tíman frá meskingu að suðu. Ég er með gamlan Rafha suðupott og er alveg um 40 mín að ná upp suðu úr 65°C.
Hvað eruð þið lengi að ná upp suðu og hvernig græjur eruð þið með?
Við erum líka með svona Rafha þvottapott og vorum mjög lengi að ná upp suðu. Við bættum við þvottavélarelementi í hann og þetta er mun fljótlegra núna. Hef ekki tímann á takteinunum en það lagaðist til mikilla muna. Sama með uppgufun - þurftum að endurhugsa allt upp á nýtt enda sýður mun meira af ef við notum bæði elementin í einu alla suðuna (eðlilega). Vorum að velta fyrir okkur að útbúa hitastaf (http://www.3d0g.net/brewing/heatstick" onclick="window.open(this.href);return false;) en enduðum á að bæta við elementi.
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
Við erum með 75 lítra pott, tvö tveggja KW element og erum með sirka 65 lítra í byrjun suðu. Hitinn hækkar um sirka eina gráðu á mín. svo það tekur sirka 25 min. að ná suðu eftir mash-out