Smá pæling varðandi relay

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
creative
Villigerill
Posts: 46
Joined: 8. Aug 2010 22:36

Smá pæling varðandi relay

Post by creative »

Sælir ég er með smá pælingu

eru ssr relay gerð þannig að þau geta verið opin að hluta ??
semsagt breytilegt viðnám eftir spennu stýristraums

var bara pæla hvort ég get sett PID stýringuna á manual og verið með td 50% opin
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Smá pæling varðandi relay

Post by gosi »

Þau eru alltaf annað hvort opin eða lokuð

PID notast við duty cycle og time. Það er að segja ef time er 2 sec og duty í 50%
þá er opið fyrir ssr í 1 sec og lokað í 1 sec.

Dæmi: http://www.societyofrobots.com/images/PWM.gif

Svo er hægt að smíða sér dimmer en það er allt annar hængur
Hann virkar svona: http://www.freescale.com/files/graphic/ ... PACIMG.gif

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Smá pæling varðandi relay

Post by hrafnkell »

Ef þú ert að pæla í þessu upp á suðu þá er PWM og 2sek duty cycle flennifínt.
creative
Villigerill
Posts: 46
Joined: 8. Aug 2010 22:36

Re: Smá pæling varðandi relay

Post by creative »

ég er einmitt að pæla í þessu uppá suðu

hvernig smíðar maður sér dimmer ?? hef mikin áhuga á svoleiðis pælingu

og hrafnkell PMW ?? hvað er það ?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Smá pæling varðandi relay

Post by hrafnkell »

Það er það sem gosi talar um hérna fyrir ofan.

Dimmer er hálfgert vesen þegar þú ætlar að dimma mörg þúsund wött. Mæli frekar með PWM.
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Smá pæling varðandi relay

Post by gosi »

Ég ætla að vera sammála Hrafnkeli. Ætla sjálfur að smíða mér bara PWM til að stjórna hita.

Dimmer er í lagi upp að ákveðnum wöttum. Flestir eiga það til að senda truflanir út í raflínuna
og valda truflunum á AM eða FM bylgjum (man ekki hvort, jafnvel bæði). Þeir sem nota nokkur
kW ættu samt að vara sig því þeir senda mikla truflun út í kerfið. Til þess að minnka það
þarf að púsla saman allskonar íhlutum til að minnka það. Öll smíðin í sjálfu sér, fyrir óreynda,
er bölvað vesen.
Dimmer

PWM er hins vegar líka ögn erfitt að smíða en aftur á móti er maður ekki með AC í kerfinu og
þar af leiðir minni hætta á sjálfsskaða. Þó verður maður að athuga það að PWM keyrir solid state
relay og þar er AC. Á Homebrewtalk.com er ansi flott teikning sem ætti að vera auðveld að skilja.
Ástæðan fyrir því líka að PWM er betri kostur er sá að í flestum SSR er Zero Crossing Detector, en
hann hleypir einungis straumi aftur á, ef PWM hafi slökkt á straumnum, þegar sveiflan á AC er komin
í 0. (Sjá hér). Það eyðir truflununum út í kerfið og allir eru sáttir, Orkuveitan og þú.
PWM

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Smá pæling varðandi relay

Post by hrafnkell »

Kosturinn við PWM er líka að margar hitastýringar eru með það innbyggt (manual mode). Til dæmis PID stýringin sem ég er að selja.
Post Reply