Ég ætla að vera sammála Hrafnkeli. Ætla sjálfur að smíða mér bara PWM til að stjórna hita.
Dimmer er í lagi upp að ákveðnum wöttum. Flestir eiga það til að senda truflanir út í raflínuna
og valda truflunum á AM eða FM bylgjum (man ekki hvort, jafnvel bæði). Þeir sem nota nokkur
kW ættu samt að vara sig því þeir senda mikla truflun út í kerfið. Til þess að minnka það
þarf að púsla saman allskonar íhlutum til að minnka það. Öll smíðin í sjálfu sér, fyrir óreynda,
er bölvað vesen.
Dimmer
PWM er hins vegar líka ögn erfitt að smíða en aftur á móti er maður ekki með AC í kerfinu og
þar af leiðir minni hætta á sjálfsskaða. Þó verður maður að athuga það að PWM keyrir solid state
relay og þar er AC. Á Homebrewtalk.com er ansi flott teikning sem ætti að vera auðveld að skilja.
Ástæðan fyrir því líka að PWM er betri kostur er sá að í flestum SSR er Zero Crossing Detector, en
hann hleypir einungis straumi aftur á, ef PWM hafi slökkt á straumnum, þegar sveiflan á AC er komin
í 0. (
Sjá hér). Það eyðir truflununum út í kerfið og allir eru sáttir, Orkuveitan og þú.
PWM