Verðlisti á malti og humlum frá ÖB

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Valli
Villigerill
Posts: 35
Joined: 20. May 2009 15:55

Verðlisti á malti og humlum frá ÖB

Post by Valli »

Nú erum við komnir með vefverslun á malti og humlum. Verslunin er inná heimasíðunni okkar: http://www.brugghus.is" onclick="window.open(this.href);return false;

Þarna verður verðlistinn framvegis. Vonum að þetta verði öllum til gagns og gaman.
Last edited by Valli on 2. Mar 2010 12:12, edited 3 times in total.
Valgeir Valgeirsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Verðlisti á malti og humlum frá ÖB

Post by Andri »

ég væri alveg til í að eiga kíló af humlum inni í frysti *slef*

Ég vill 100gr af humlunum :

Hallertau
Fuggles
Cascade

Hvar nálgast ég þetta og inná hvaða reikning greiði ég?
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Verðlisti á malti og humlum frá ÖB

Post by Oli »

Ég átti leið á Selfoss um síðustu helgi, pantaði slatta af korni og humlum en svo komst ég að því að það yrði allt lokað í Ölvisholti vegna starfsmannaveislu, en Jón og co voru ekki lengi að redda því og skutluðust með dótið á Selfoss fyrir mig. Takk fyrir mig. :D
Einhversstaðar sá ég að úrvalið væri meira en gefið er til kynna í þessum þráð, spurning hvort við fáum update á næstunni? :?:
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Verðlisti á malti og humlum frá ÖB

Post by sigurdur »

Flott framtak hjá ykkur með vefverslunina Valli.

Eina sem að ég hef út á hana að setja er sjálfgefið land þegar maður gengur frá pöntun er ekki ísland :)
Valli
Villigerill
Posts: 35
Joined: 20. May 2009 15:55

Re: Verðlisti á malti og humlum frá ÖB

Post by Valli »

Góðar og slæmar fréttir úr Ölvisholti.

Góðu fyrst. Við erum með nokkra poka af speciality malti sem við höfum ákveðið að bjóða ykkur. Vegna lítils magns mæli ég samt með að menn fari hóflega í pöntunum svo fleiri hafi möguleika á að prófa. Maltið sem um ræðir er:
Rye malt, Cararye, Wheat malt dark og Carawheat.

Slæmu fréttirnar eru þær að vegna óvenju mikillar framleiðslu vegna útflutnings og gríðarlegar aukningar í all grain bruggun hjá íslenskum heimabruggurum, þá er lagerstaðan orðin mjög lág fyrir nokkrar malt týpur og fyrirsjáanlegur skortur framundan.
Við reynum að uppfæra vefverslunina eins og við mögulega getum svo það sé hægt að fylgjast með malt framboðinu.
Last edited by Valli on 11. Mar 2010 00:10, edited 1 time in total.
Valgeir Valgeirsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Verðlisti á malti og humlum frá ÖB

Post by Eyvindur »

Ætlið þið þá að selja þetta í minni einingum?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Verðlisti á malti og humlum frá ÖB

Post by Andri »

Valli wrote:Góðar og slæmar fréttir úr Ölvisholti.

Góðu fyrst. Við erum með nokkra poka af speciality malti sem við höfum ákveðið að bjóða ykkur. Vegna lítils magns mæli ég samt með að menn fari hóflega í pöntunum svo fleiri hafi möguleika á að prófa. Maltið sem um ræðir er:
Rye malt, Cararye, Wheat malt dark, Carawheat og örlítið af Vienna malt.

Slæmu fréttirnar eru þær að vegna óvenju mikillar framleiðslu vegna útflutnings og gríðarlegar aukningar í all grain bruggun hjá íslenskum heimabruggurum, þá er lagerstaðan orðin mjög lág fyrir nokkrar malt týpur og fyrirsjáanlegur skortur framundan.
Við reynum að uppfæra vefverslunina eins og við mögulega getum svo það sé hægt að fylgjast með malt framboðinu.
Skemmtilegt að heyra að þið séuð að auka framleiðsluna, leiðilegt að þið séuð að flytja bjórinn frá okkur.
1) Hversu alvarlegann skort erum við tala um? Vonandi enginn Skjálftaskortur.
2) Hvenær búist þið við næstu sendingu?
3) Munuð þið panta mikið umframmagn til að selja okkur?
4) Koma einhverjar skemtilegar tegundir í næstu sendingu? ;)
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Valli
Villigerill
Posts: 35
Joined: 20. May 2009 15:55

Re: Verðlisti á malti og humlum frá ÖB

Post by Valli »

Andri wrote:1) Hversu alvarlegann skort erum við tala um? Vonandi enginn Skjálftaskortur.
2) Hvenær búist þið við næstu sendingu?
3) Munuð þið panta mikið umframmagn til að selja okkur?
4) Koma einhverjar skemtilegar tegundir í næstu sendingu?
1. Er að reyna að koma í veg fyrir það.
2. Var að panta meira
3. Já
4. Erum að skipta um maltframleiðanda, fylgja því smá breytingar. Í grunninn það sama til að byrja með.
Eyvindur wrote:Ætlið þið þá að selja þetta í minni einingum?
2 kg einingum fyrir nokkra heppna, þið reynið kannski að deila þessu á mikli ykkar ef mögulegt.
Valgeir Valgeirsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Verðlisti á malti og humlum frá ÖB

Post by gunnarolis »

Sælir, hvað er að frétta af maltinu hjá Ölvisholti núna?

Er komin ný sending, á síðunni stendur að það sé enn allt uppselt?

Kv Gunnar.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
Valli
Villigerill
Posts: 35
Joined: 20. May 2009 15:55

Re: Verðlisti á malti og humlum frá ÖB

Post by Valli »

Ný maltsending komin í hús, loksins.
Við erum búnir að skipta um framleiðanda, núna kemur maltið frá Simpson Maltings í Bretlandi. Vefverslunin hefur verið uppfærð í samræmi við það.

Jafnframt munum við rukka 300kr aukalega fyrir hverja mölun héðan í frá.
Valgeir Valgeirsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
dax
Kraftagerill
Posts: 112
Joined: 1. Oct 2009 20:17
Location: Kópavogur
Contact:

Re: Verðlisti á malti og humlum frá ÖB

Post by dax »

Glæsilegt! Hlakka til að prófa Simpson! :)
Í gerjun: ekkert
Í lageringu á secondary: Sterkur S04
Á flöskum: ekkert
Á næstunni: eitthvað meira en EKKERT! :)
Post Reply