Valli wrote:Góðar og slæmar fréttir úr Ölvisholti.
Góðu fyrst. Við erum með nokkra poka af speciality malti sem við höfum ákveðið að bjóða ykkur. Vegna lítils magns mæli ég samt með að menn fari hóflega í pöntunum svo fleiri hafi möguleika á að prófa. Maltið sem um ræðir er:
Rye malt, Cararye, Wheat malt dark, Carawheat og örlítið af Vienna malt.
Slæmu fréttirnar eru þær að vegna óvenju mikillar framleiðslu vegna útflutnings og gríðarlegar aukningar í all grain bruggun hjá íslenskum heimabruggurum, þá er lagerstaðan orðin mjög lág fyrir nokkrar malt týpur og fyrirsjáanlegur skortur framundan.
Við reynum að uppfæra vefverslunina eins og við mögulega getum svo það sé hægt að fylgjast með malt framboðinu.
Skemmtilegt að heyra að þið séuð að auka framleiðsluna, leiðilegt að þið séuð að flytja bjórinn frá okkur.
1) Hversu alvarlegann skort erum við tala um? Vonandi enginn Skjálftaskortur.
2) Hvenær búist þið við næstu sendingu?
3) Munuð þið panta mikið umframmagn til að selja okkur?
4) Koma einhverjar skemtilegar tegundir í næstu sendingu?
