Mig langaði til að spyrja ráða... ég virðist ekki ná áætluðu OG í bjórum sem eru yfir 1.060.
Var t.d. að gera einn IPA og áætlað OG var 1.068 en endaði með 1.062.
Kanski ekki stór munur en mig langar að hitta rétt á tölurnar....
Ég meski í poka, kreysti vel og skola hann svo með um 60°C vatni í tunnu og læt svo leka af.
Með þessa síðustu lögun var ég kanski heldur tæpur á magni meskivatns og var ekki með nema um 12l af virti eftir að ég hífði upp úr og kreysti.
Getur það haft áhrif?
Væri ráð að skola með heitara vatni næst?
Ég hitti ágætlega á áætlað magn vatns í löguninni og var frekar með minna en meira.
Hafið þið unnið út úr svipuðum "vandamálum"?