Sæll
Þú ert aðeins að misskilja sýnist mér, en basic ferlið er svona:
Kornið er malað og látið liggja í vatni við ákveðið hitastig í 60mín - MESKING / MASH
Kornið er síað frá vatninu, vatnið er orðið sætt útaf sykrum frá korninu - SKOLUN / SPARGE
Vatnið (virtinn) er soðinn í 60-90mín og humlum eru bætt við - SUÐA / BOIL
virtinn kældur niður, gerjaður og settur á flöskur nokkrum vikum seinna - KÆLING, GERJUN, ÁTÖPPUN / COOLING, FERMENTATION, BOTTLING
Aðal breytileikinn er í fyrsta skrefinu, en það felst í rauninni aðallega í því hvernig maður nær vatninu frá korninu.
Getur lesið þessar leiðbeiningar sem ég skrifaði fyrir byrjendur:
http://www.brew.is/files/BIAB.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;