Vantar uppskrift að öli í ætt við Norðan Kalda

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
beefcake
Villigerill
Posts: 2
Joined: 9. May 2012 16:36

Vantar uppskrift að öli í ætt við Norðan Kalda

Post by beefcake »

Halló

Er tiltölulega nýbyrjaður að brugga öl, er með 5. lögun í gerjun.
Hef mikinn áhuga á því að prófa saaz humla - er svoldill sökker fyrir t.d. Norðan Kalda.
Er einhver sem á sannreynda uppskrift?
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: Vantar uppskrift að öli í ætt við Norðan Kalda

Post by rdavidsson »

beefcake wrote:Halló

Er tiltölulega nýbyrjaður að brugga öl, er með 5. lögun í gerjun.
Hef mikinn áhuga á því að prófa saaz humla - er svoldill sökker fyrir t.d. Norðan Kalda.
Er einhver sem á sannreynda uppskrift?
Norðan Kaldi er líka uppáhald bjórinn minn. Væri mjög til í að reyna að búa til svipað ÖL, er einnig nýlega byrjaður í bransanum!!
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Vantar uppskrift að öli í ætt við Norðan Kalda

Post by hrafnkell »

Ég hef ekki smakkað hann í þónokkurn tíma, en ég hugsa að eitthvað svona sé ágætis byrjun:

90-95% pilsner malt
3-5% ljóst crystal malt
etv smávegis dekkra crystal malt

Stefna á uþb 20 IBU með 60, 15 og 0mín viðbót.

s-23 lagerger
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: Vantar uppskrift að öli í ætt við Norðan Kalda

Post by rdavidsson »

hrafnkell wrote:Ég hef ekki smakkað hann í þónokkurn tíma, en ég hugsa að eitthvað svona sé ágætis byrjun:

90-95% pilsner malt
3-5% ljóst crystal malt
etv smávegis dekkra crystal malt

Stefna á uþb 20 IBU með 60, 15 og 0mín viðbót.

s-23 lagerger
Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þú mælir með því að nota lagerger í Öl? Nei ég spyr bara þar sem að Norðan kaldi er ekki lagerbjór.. :)
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Vantar uppskrift að öli í ætt við Norðan Kalda

Post by bjarkith »

Þeir segja að hann sé gerjaður með ensku ölgeri, en hann er svo hreint gerjaður að ég held það væri sterkur leikur að nota us-05 og gerja frekar kallt bara, frá 15-17° C og lagera hann svo í svona 2 vikur.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Vantar uppskrift að öli í ætt við Norðan Kalda

Post by hrafnkell »

rdavidsson wrote:Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þú mælir með því að nota lagerger í Öl? Nei ég spyr bara þar sem að Norðan kaldi er ekki lagerbjór.. :)
Ég hef ekkert lesið um hann þannig að ég gerði bara ráð fyrir að hann væri gerjaður eins og allir hinir "venjulegu" bjórarnir hérna. Hugsa að lagerger eða ölger í frekar köldum aðstæðum eins og bjarki bendir á myndi bæði ganga upp.

Svo eru víst einhverjir nýsjálenskir humlar í honum líka, veit ekki hverjir.


Hvernig væri bara að hringja í bruggarann og spyrja?
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: Vantar uppskrift að öli í ætt við Norðan Kalda

Post by rdavidsson »

hrafnkell wrote:
rdavidsson wrote:Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þú mælir með því að nota lagerger í Öl? Nei ég spyr bara þar sem að Norðan kaldi er ekki lagerbjór.. :)
Ég hef ekkert lesið um hann þannig að ég gerði bara ráð fyrir að hann væri gerjaður eins og allir hinir "venjulegu" bjórarnir hérna. Hugsa að lagerger eða ölger í frekar köldum aðstæðum eins og bjarki bendir á myndi bæði ganga upp.

Svo eru víst einhverjir nýsjálenskir humlar í honum líka, veit ekki hverjir.


Hvernig væri bara að hringja í bruggarann og spyrja?
Ég sendi þeim póst um daginn en hef ekki fengið svar ennþá.. Spurning um að bjalla í þá á eftir..
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Vantar uppskrift að öli í ætt við Norðan Kalda

Post by Idle »

Nottingham gæti virkað prýðilega.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
beefcake
Villigerill
Posts: 2
Joined: 9. May 2012 16:36

Re: Vantar uppskrift að öli í ætt við Norðan Kalda

Post by beefcake »

Sælir

takk fyrir svörin :)

Er þá þörf á því að gerjunin sé í lægra hitastigi en herbergishiti (c.a. 18 °) fyrir gott saaz öl?
Hafið þið reynslu af því að nota t.d. vínkæli við gerjun í svalara umhverfi?
Post Reply