Ég er að fara stíga mín fyrstu skref í þessum bransa og er bara að skoða og lesa mig til um ferlið. Ég ætla að smíða mínar eigin græjur og hef verið að skoða Gerðu brugg-búnaðinn sjálfur! [Leiðbeiningar]
Ég hef nokkrar spurningar varðandi ferlið. Er búinn að sjá svo margar útgáfur af þessu ferli að ég er alveg orðinn ruglaður.
Suðutunnan:
- Vatnið er væntanlega soðið í suðupottinum og þá hráefnum blandað saman?
- Virtinum er þá væntanlega hellt yfir í meskitunnuna eða fer blöndunin fram í meskitunnunni?
- Eruð þið að dæla úr suðutunnunni yfir í meskitunnuna?
- Þegar kemur að meskitunnunni er útboruð röragrind smíðuð sem fer í hana? Til hvers er sú grind? Hvað er það sem myndi tengjast í T stikkið?
- Hvaða aðferðum beitið þið til þess að breyta hitastiginu í tunnunni? Samkvæmt Wikipedia eru nokkur kjörhitastig sem er æskilegt að staldra við á í meskingunni.
- Þessi kjörhitastig, hefði ekki átt að stoppa frekar á þeim í suðutunnunni þegar hráefnin eru soðin? Eða er staldrað við á hverju kjörhitastigi í kæliferlinu?
- Kælispírallinn er væntanlega í meskitunnunni? Hvenær er það sem virturinn er kældur? Er hann þá tilbúinn til gerjunar?
- Eruð þið með þriðju tunnuna þar sem hann er látinn gerjast? Með loftlás.
- Hvaða aðferðum beitið þið til þess að halda réttum hita á tunnunni í gerjuninni?