Skil ég þig s.s rétt?helgibelgi wrote:Með sykurinn þá eru til fullt af reiknivélum á netinu sem þú getur notað sem gefa þér magnið af sykrinum. Þá held ég að þú miðir bara við Table Sugar. Annars ef þú ert ekki öruggur með hvaða reiknivél þú átt að nota, þá notaði ég einfalda formúlu sem ég sá á brew.is sem er 6,6 grömm af sykri per lítra af bjór og það dugaði vel í svona pale ale bjóra.
Svo er mikilvægt að blanda sykrinum vel við bjórinn áður en þú setur á flöskur. Aðferðin sem flestir nota er að hita ca. hálfan lítra af vatni upp að suðu, bæta sykrinum við og hræra þar til hann leysist upp, sjóða svo í örfáar mínútur, kæla síðan niður og henda svo á botninn í tóma gerjunarfötu (hreina og sótthreinsaða) fleyta síðan bjórnum þangað og á flöskur í framhaldinu.
Rétt, blandar vatni og sykri saman og skellir í tóma fötu, fleytir síðan ofan á það og reynir að láta flæðið vera þannig að allt hrærist í hring á meðan bjórinn dælist yfir. Sykurinn blandast betur við bjórinn ef hann hefur verið leystur upp í vatni (og þá geturðu líkað sótthreinsað sykurlausnina með því að sjóða). Ástæðan fyrir því að hræra ekki með einhverju áhaldi eða hrista bjórinn er að þú vilt ekki fá súrefni í bjórinn á þessi stigi.beggi90 wrote:Skil ég þig s.s rétt?
Ég þarf að sjóða vatn og sykur saman, setja það í fötu.
Nota svo hævertið aftur til að hella yfir í þá fötu.
Hræri ég svo þessu saman eða blandast þetta nóg þannig.
Reyni ég ekki líka að forðast gumsið sem safnast efst?
Passa að nota sigtið ekki á meðan virtinn er heitur, það er ekki æskilegt að það komi súrefni í hann fyrr en hann er kólnaður. Annars fín lausn, margir sem nota einhverskonar sigti til að sía hot break og humla frá.Proppe wrote:Ég renni virtinum í gegnum svona sigti eftir suðu. Losnar humlaklepra og bróðurpartinn af hot/cold break gumsinu. Þá fer minna af raunverulegum virt til spillis, þegar allt gumsið er farið. Þetta lítilræði sem er að detta í drykkjarhæft hjá mér er að koma ásættanlega út svona gumslaust, svo maður noti fagorðin.
Þessi sigti eru úr svipuðu efni og BIAB pokarnir hjá brew.is. Auðvelt að þrífa og sótthreinsa þau.
Ég hef ekki heyrt þetta áður með að það sé slæmt að fá súrefni í virtinn þegar hann er heitur. Mér datt aðeins tvennt í hug: að súrefnið haldist illa í virtinum, en það er svo sem ekkert slæmt í sjálfu sér, og svo að súrefnið byði upp á aukna sýkingarhættu. Er ég eitthvað nálægt? (ég nennti ekki að googla þettahrafnkell wrote:Passa að nota sigtið ekki á meðan virtinn er heitur, það er ekki æskilegt að það komi súrefni í hann fyrr en hann er kólnaður. Annars fín lausn, margir sem nota einhverskonar sigti til að sía hot break og humla frá.
Þetta kallast "hot side aeration" og margir vilja meina að það sé mjög slæmt.helgibelgi wrote:Ég hef ekki heyrt þetta áður með að það sé slæmt að fá súrefni í virtinn þegar hann er heitur. Mér datt aðeins tvennt í hug: að súrefnið haldist illa í virtinum, en það er svo sem ekkert slæmt í sjálfu sér, og svo að súrefnið byði upp á aukna sýkingarhættu. Er ég eitthvað nálægt? (ég nennti ekki að googla þettahrafnkell wrote:Passa að nota sigtið ekki á meðan virtinn er heitur, það er ekki æskilegt að það komi súrefni í hann fyrr en hann er kólnaður. Annars fín lausn, margir sem nota einhverskonar sigti til að sía hot break og humla frá.)
Þarf að fá mér eitthvað gott sigti fyrir næstu tilraun.Proppe wrote:Ég renni virtinum í gegnum svona sigti eftir suðu. Losnar humlaklepra og bróðurpartinn af hot/cold break gumsinu. Þá fer minna af raunverulegum virt til spillis, þegar allt gumsið er farið. Þetta lítilræði sem er að detta í drykkjarhæft hjá mér er að koma ásættanlega út svona gumslaust, svo maður noti fagorðin.
Þessi sigti eru úr svipuðu efni og BIAB pokarnir hjá brew.is. Auðvelt að þrífa og sótthreinsa þau.