Fyrsta lögun, hugsanleg mistök?

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
beggi90
Villigerill
Posts: 7
Joined: 4. Jun 2012 19:35

Fyrsta lögun, hugsanleg mistök?

Post by beggi90 »

Var að gera minn fyrsta bjór með byrjendapakkanum frá brew.is

Þegar ég tók bjórinn úr suðufötunni í gerjunarfötuna þá var ca. lítri af gruggi eftir sem hævertið náði ekki að taka upp sem ég skildi bara eftir. Fór að velta fyrir mér hvort ég hefði átt að skella því með eða ekki. (ekkert hægt að gera úr því núna samt)

Hin pælingin er með þegar ég fer að tappa á flöskur og bæti sykri útí, er það venjulegur sykur og hvernig ber ég mig að?

Þetta er s.s BeeCave uppskriftin, komin í gerjun og hún mældist 1.050 með sykurflotvoginni.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Fyrsta lögun, hugsanleg mistök?

Post by bergrisi »

Engar áhyggjur af grugginu, það hefði sokkið í botnin á gerfötunni í staðinn. Ekkert til að sakna.

Venjulegan sykur. Þetta eru yfirleitt um 100 -150 grömm af sykri sem þú notar og það er umræða um þetta hérna á fágun og margar tilraunir verið gerðir hvort gerð sykurs skipti máli og það gerir það ekki samkvæmt þeim.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Fyrsta lögun, hugsanleg mistök?

Post by helgibelgi »

Með sykurinn þá eru til fullt af reiknivélum á netinu sem þú getur notað sem gefa þér magnið af sykrinum. Þá held ég að þú miðir bara við Table Sugar. Annars ef þú ert ekki öruggur með hvaða reiknivél þú átt að nota, þá notaði ég einfalda formúlu sem ég sá á brew.is sem er 6,6 grömm af sykri per lítra af bjór og það dugaði vel í svona pale ale bjóra.

Svo er mikilvægt að blanda sykrinum vel við bjórinn áður en þú setur á flöskur. Aðferðin sem flestir nota er að hita ca. hálfan lítra af vatni upp að suðu, bæta sykrinum við og hræra þar til hann leysist upp, sjóða svo í örfáar mínútur, kæla síðan niður og henda svo á botninn í tóma gerjunarfötu (hreina og sótthreinsaða) fleyta síðan bjórnum þangað og á flöskur í framhaldinu.
Benni
Kraftagerill
Posts: 74
Joined: 23. Aug 2010 23:14
Location: Hafnarfjörður

Re: Fyrsta lögun, hugsanleg mistök?

Post by Benni »

http://www.tastybrew.com/calculators/priming.html

er reyndar allt í gallonum og únsum en það ætti nú samt ekki að stoppa neinn
Á flöskum: úps!
Á kútum: úps!
Í gerjun: úps!
Fyrirhugað: Margt og alltofmikið
beggi90
Villigerill
Posts: 7
Joined: 4. Jun 2012 19:35

Re: Fyrsta lögun, hugsanleg mistök?

Post by beggi90 »

helgibelgi wrote:Með sykurinn þá eru til fullt af reiknivélum á netinu sem þú getur notað sem gefa þér magnið af sykrinum. Þá held ég að þú miðir bara við Table Sugar. Annars ef þú ert ekki öruggur með hvaða reiknivél þú átt að nota, þá notaði ég einfalda formúlu sem ég sá á brew.is sem er 6,6 grömm af sykri per lítra af bjór og það dugaði vel í svona pale ale bjóra.

Svo er mikilvægt að blanda sykrinum vel við bjórinn áður en þú setur á flöskur. Aðferðin sem flestir nota er að hita ca. hálfan lítra af vatni upp að suðu, bæta sykrinum við og hræra þar til hann leysist upp, sjóða svo í örfáar mínútur, kæla síðan niður og henda svo á botninn í tóma gerjunarfötu (hreina og sótthreinsaða) fleyta síðan bjórnum þangað og á flöskur í framhaldinu.
Skil ég þig s.s rétt?
Ég þarf að sjóða vatn og sykur saman, setja það í fötu.
Nota svo hævertið aftur til að hella yfir í þá fötu.
Hræri ég svo þessu saman eða blandast þetta nóg þannig.

Reyni ég ekki líka að forðast gumsið sem safnast efst?

Annars gerði ég önnur hugsanleg heimskuleg mistök.
Var að taka til hliðiná tunnunni og lagði þungan hlut ofaná lokið.
Svo fann ég bjórlykt og held að smá loft hafi sloppið útum loftsígjuna, er það mjög slæmt?
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Fyrsta lögun, hugsanleg mistök?

Post by bergrisi »

Þú tekur um hálfan líter af vatni og sýður í ca. 5 mínútur. Setur þetta í botninn á sótthreinsaðri gerjunarfötu. Lætur bjórinn svo fljóta varlega yfir þetta með og það ætti að vera hæfileg blöndun en ég hræri OFUR-varlega nokkra hringi með löngu sleifinni minni. Þú reynir að skilja sem allra mest af grugginu eftir. Engar áhyggjur af efsta grugginu. þú ert með slönguna fyrir neðan það.

Hitt slysið - hafðu engar áhyggjur. Hefur væntanlega ekki haft nein áhrif.

Til gamans gætiru googlað "brewing mistakes" Miðað við allar sögurnar sem menn hafa lent í og það skemmdi ekki bjórinn þá hefur svona smotterí ekki nein áhrif. Ég róaðist mikið í bjórgerðinni eftir að ég las að einn þurfti að stinga hendinni ofaní alveg að öxl þar sem hann missti einhvern aukahlut ofaní gerkökuna og bjórinn var fínn.

Mistök eru líka til að læra af þeim.

Góða skemmtun.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: Fyrsta lögun, hugsanleg mistök?

Post by Gvarimoto »

Gruggið skiptir víst engu máli segja þeir og ég verð að vera sammála, hef haft það með og slept því án þess að finna mun.


Þegar þú setur á flöskur, persónulega set ég 150-160g af sykri í öl og lagera, mér finnst fátt betra en að þamba ískaldan gosmikinn bjór eftir erfiðan dag. (160g er svona max sem ég mæli með, sérstaklega ef þú notar glerflöskur) annars fer það rosalega eftir týpu. hveitibjóra, þá set ég 180-190g af sykri. (glerið þoldi það síðast amk)
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Fyrsta lögun, hugsanleg mistök?

Post by helgibelgi »

beggi90 wrote:Skil ég þig s.s rétt?
Ég þarf að sjóða vatn og sykur saman, setja það í fötu.
Nota svo hævertið aftur til að hella yfir í þá fötu.
Hræri ég svo þessu saman eða blandast þetta nóg þannig.

Reyni ég ekki líka að forðast gumsið sem safnast efst?
Rétt, blandar vatni og sykri saman og skellir í tóma fötu, fleytir síðan ofan á það og reynir að láta flæðið vera þannig að allt hrærist í hring á meðan bjórinn dælist yfir. Sykurinn blandast betur við bjórinn ef hann hefur verið leystur upp í vatni (og þá geturðu líkað sótthreinsað sykurlausnina með því að sjóða). Ástæðan fyrir því að hræra ekki með einhverju áhaldi eða hrista bjórinn er að þú vilt ekki fá súrefni í bjórinn á þessi stigi.

Það ætti líka að vera mjög lítið ef eitthvað gums ofan á bjórnum þegar þú setur á flöskur, þeas þegar hann er tilbúinn. Það myndast krausen-hringur á hliðarnar en fyrir utan það er lítið fljótandi uppi/ofan á. Eins og Bergrisi (Rúnar) sagði þá ertu með slönguna/rörið fyrir neðan yfirborðið svo að ef það er eitthvað ofan á þá geturðu alveg sleppt því ef þú vilt.
Proppe
Kraftagerill
Posts: 113
Joined: 24. May 2012 00:29

Re: Fyrsta lögun, hugsanleg mistök?

Post by Proppe »

Ég renni virtinum í gegnum svona sigti eftir suðu. Losnar humlaklepra og bróðurpartinn af hot/cold break gumsinu. Þá fer minna af raunverulegum virt til spillis, þegar allt gumsið er farið. Þetta lítilræði sem er að detta í drykkjarhæft hjá mér er að koma ásættanlega út svona gumslaust, svo maður noti fagorðin.
Þessi sigti eru úr svipuðu efni og BIAB pokarnir hjá brew.is. Auðvelt að þrífa og sótthreinsa þau.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Fyrsta lögun, hugsanleg mistök?

Post by hrafnkell »

Proppe wrote:Ég renni virtinum í gegnum svona sigti eftir suðu. Losnar humlaklepra og bróðurpartinn af hot/cold break gumsinu. Þá fer minna af raunverulegum virt til spillis, þegar allt gumsið er farið. Þetta lítilræði sem er að detta í drykkjarhæft hjá mér er að koma ásættanlega út svona gumslaust, svo maður noti fagorðin.
Þessi sigti eru úr svipuðu efni og BIAB pokarnir hjá brew.is. Auðvelt að þrífa og sótthreinsa þau.
Passa að nota sigtið ekki á meðan virtinn er heitur, það er ekki æskilegt að það komi súrefni í hann fyrr en hann er kólnaður. Annars fín lausn, margir sem nota einhverskonar sigti til að sía hot break og humla frá.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Fyrsta lögun, hugsanleg mistök?

Post by helgibelgi »

hrafnkell wrote:Passa að nota sigtið ekki á meðan virtinn er heitur, það er ekki æskilegt að það komi súrefni í hann fyrr en hann er kólnaður. Annars fín lausn, margir sem nota einhverskonar sigti til að sía hot break og humla frá.
Ég hef ekki heyrt þetta áður með að það sé slæmt að fá súrefni í virtinn þegar hann er heitur. Mér datt aðeins tvennt í hug: að súrefnið haldist illa í virtinum, en það er svo sem ekkert slæmt í sjálfu sér, og svo að súrefnið byði upp á aukna sýkingarhættu. Er ég eitthvað nálægt? (ég nennti ekki að googla þetta :oops: )
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Fyrsta lögun, hugsanleg mistök?

Post by sigurdur »

helgibelgi wrote:
hrafnkell wrote:Passa að nota sigtið ekki á meðan virtinn er heitur, það er ekki æskilegt að það komi súrefni í hann fyrr en hann er kólnaður. Annars fín lausn, margir sem nota einhverskonar sigti til að sía hot break og humla frá.
Ég hef ekki heyrt þetta áður með að það sé slæmt að fá súrefni í virtinn þegar hann er heitur. Mér datt aðeins tvennt í hug: að súrefnið haldist illa í virtinum, en það er svo sem ekkert slæmt í sjálfu sér, og svo að súrefnið byði upp á aukna sýkingarhættu. Er ég eitthvað nálægt? (ég nennti ekki að googla þetta :oops: )
Þetta kallast "hot side aeration" og margir vilja meina að það sé mjög slæmt.
Skv. vísindamanninum Charlie Bamforth þá er HSA ekkert vandamál ef þú ert með hrausta heilbrigða gerjun. Ég kaupi það mun frekar en frá "einhverjum á netinu".
Skv. Charlie þá er jafnframt framkvæmt HSA við meskingu á Budweiser viljandi(ef ég man rétt).
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Fyrsta lögun, hugsanleg mistök?

Post by hrafnkell »

Jámm ekki alsannað að það sé slæmt, en ég reyni að sleppa því og busla frekar vel í virtinum þegar hann er orðinn kaldur :)
Proppe
Kraftagerill
Posts: 113
Joined: 24. May 2012 00:29

Re: Fyrsta lögun, hugsanleg mistök?

Post by Proppe »

Ég sigta kaldan virtinn. Annars er ekkert cold break að sigta úr.
beggi90
Villigerill
Posts: 7
Joined: 4. Jun 2012 19:35

Re: Fyrsta lögun, hugsanleg mistök?

Post by beggi90 »

Proppe wrote:Ég renni virtinum í gegnum svona sigti eftir suðu. Losnar humlaklepra og bróðurpartinn af hot/cold break gumsinu. Þá fer minna af raunverulegum virt til spillis, þegar allt gumsið er farið. Þetta lítilræði sem er að detta í drykkjarhæft hjá mér er að koma ásættanlega út svona gumslaust, svo maður noti fagorðin.
Þessi sigti eru úr svipuðu efni og BIAB pokarnir hjá brew.is. Auðvelt að þrífa og sótthreinsa þau.
Þarf að fá mér eitthvað gott sigti fyrir næstu tilraun.
Takk fyrir öll svörin, fékk nett panic kast þegar ég hélt ég væri búinn að skemma allt.

Hlakka til að gera næstu lögun og passa mig að gera ekki sömu mistök en gera önnur enn heimskulegri :D
Post Reply