Langtíma verkefni

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Langtíma verkefni

Post by bjarkith »

Var að panta einn Wyeast 3763 (Roselare blend) og Wyeast 3278 (Belgian Lambic Blend), ákvað að skella mér bara strax í svona verkefni svo ég eigi(vonandi) fína og drekkanlega lambic og flanders red ale eftir 2-3 ár. Ætla að gera eins og Gunnar Óli þegar það kemur að því að brugga þá að documenta ferlið svo við eigu nægar upplýsingar um bruggun á þessum tímafreku bjórum fyrir bruggara framtíðarinnar. Er ekkert smá spenntur, varð bara að deila þessu með ykkur.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Langtíma verkefni

Post by helgibelgi »

pant fá smakk!
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Langtíma verkefni

Post by bergrisi »

Gaman af svona metnaðarfullum verkefnum. Ég skammast mín fyrir að nenna ekki einu sinni að setja hveiti bjórinn minn á flöskur.

Endilega leyfðu okkur að fylgjast með og ekki verra að fá eina og eina mynd.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Langtíma verkefni

Post by bjarkith »

Þá er gerið loksins komið í hús, skaust út í pósthús núna áðan á leiðinni í vinnuna og sótti eitt stk. Wy3278 Belgian Lambic Blend og eitt stk. Wy3763 Roselare Ale Blend, sem og ég er búinn að skella dreggjum úr Cantillon Lou Pepe í virt til að auka aðeins á flóruna.

Hvernig er það, þið sem hafið gert samsskonar tilraunir, notuðuð þið ekki bara 70% pilsner 30% hveiti? Engin "specialty" mölt í lambicinn?
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Langtíma verkefni

Post by gunnarolis »

Ég notaði bara pilsner malt og ómaltað hveiti í minn lambic. Minnir reyndar 60/40. Og notaði Turbid Mash.

Ánægður með þig. Lambic bruggun er hetjudáð.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Langtíma verkefni

Post by bjarkith »

Þá er bjórinn lagður af stað, endaði með rétt rúmlega 30 lítra af 1.047 virt, smellti út í það Wyeast lambic blend og dreggjum úr Cantillon Lou Pepe Gueuze og Oude Gueuze Tilquin à l’Ancienne, núna bíður maður bara spenntur eftir að sjá hann fara á fullt.

Ætla svo að skella inn myndum og lýsingu á ferlinu á næstu dögum.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Langtíma verkefni

Post by bjarkith »

Lambic grunnur
Brew Type: All Grain Date: 7/12/2012
Style: Lambic Style Ale Brewer:
Batch Size: 32.00 L Assistant Brewer:
Boil Volume: 36.63 L Boil Time: 60 min
Brewhouse Efficiency: 69.0 % Equipment: My Equipment
Actual Efficiency: 68.4 %
Taste Rating (50 possible points): 35.0

Ingredients Amount Item Type % or IBU
5.00 kg Pilsner (2 Row) Ger (2.0 SRM) Grain 71.4 %
2.00 kg Wheat Malt, Ger (2.0 SRM) Grain 28.6 %
28.40 gm Strisslespalt [1.00%] (60 min) Hops 2.2 IBU
1 Pkgs Belgian Lambic Blend (Wyeast Labs #3278) Yeast-Ale
1 Pkgs Cantillion Lou Pepe Dreggjar Yeast-Ale
1 Pkgs Oude Gueuze Tilquin à l’Ancienne Dreggjar Yeast-Ale

Beer Profile Estimated Original Gravity: 1.047 SG (1.044-1.056 SG) Measured Original Gravity: 1.047 SG
Estimated Final Gravity: 1.014 SG (1.006-1.012 SG) Measured Final Gravity: 1.000 SG
Estimated Color: 3.6 SRM (4.0-15.0 SRM) Color [Color]
Bitterness: 2.2 IBU (10.0-15.0 IBU) Alpha Acid Units: 0.1 AAU
Estimated Alcohol by Volume: 4.4 % (4.7-5.8 %) Actual Alcohol by Volume: 6.1 %
Actual Calories: 423 cal/l
Ég lennti í smá vandræðum með elementin mín svo ég ákvað að gera bara single infusion meskingu með mash out og tók svo frá 4 lítra sem ég "turpid" meskti í potti, meskti við 67° tók síðan 4 lítra frá í pott og hitaði upp í suðu, sá pottur varð alveg skýjaður af sterkju, þessu skellti ég svo út í sem og ég notaði elementin sem eftir voru til að hita virtinn upp í 74° (mashout).

Þegar mashout hita hafði verið náð tók ég pokann upp úr (og kreysti að vana til að ná sem mestu úr honum) og skellti svo út í virtinn 28,5 gr af Strisselspalt (2,5%) sem ég var búinn að baka við 150° í u.þ.b. 2 tíma til að ná úr þeim beiskjunni svo ég setti hana niður í 1% og beið svo unns ég náði suðu, ég sauð þetta svo bara í klukkutíma og kældi, og loftaði svo bjórinn eins og fáviti í 10 mín, svo flóran gæti nú gert sitt.

Þegar þetta var svo allt komið í glerkútinn flott og tilbúið skellti ég út í þetta einum smack pack af Wyeast 3278 Belgian Lambic Blend og dreggjum úr Cantillon Lou Pepe og Oude Gueuze Tilquin à l’Ancienne og lokaði með vatnslás.

Image
Kornið komið út í og mesking hafin.

Image
Decotion/Turpid tekið frá og hitað upp í suðu til að stoppa ensýmin, úr verður þokaður virtur fullur af sterkju og öðrum stærri sykrum.

Image
Strisselspalt humlarnir sem ég bakaði í ofninum, fóru út í leið og pokinn hafði verið tekinn úr pottinum og fengu að hanga þar unns suðu lauk.

Image
Þegar búið var að kæla virtinn þá fóru út í hann einn smack pack af Wyeast Lambic Blend og...

Image
...dreggjar úr Oude Gueuze Tilquin à l’Ancienne og Cantillon Lou Pepe (sem mér ljáðist að taka mynd af)

Image
Og í dag tveim dögum seinna var allt farið á fullt, vatnslásinn hætti bókstaflega ekki.
Last edited by bjarkith on 16. Jul 2012 11:20, edited 1 time in total.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Langtíma verkefni

Post by bjarkith »

Jahá, kunnið þið að minnka myndirnar á foruminu eða þarf ég að gera það hjá mér?
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Langtíma verkefni

Post by sigurdur »

Þú þarft að sjá um að minnka myndirnar.

Flott samt :)
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Langtíma verkefni

Post by helgibelgi »

Image Resizer er gott í þetta, Bjarki. Annars til hamingju með að vera kominn af stað með lambic-inn. Vona nú að hann skili einhverju góðu í framtíðinni :vindill:
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Langtíma verkefni

Post by bjarkith »

Betra svona
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
Post Reply