Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176 Joined: 13. Mar 2011 20:03
Post
by Gvarimoto » 21. May 2012 19:23
Sælir strákar, nú er stutt í að ég fái BIAB setuppið mitt frá brew.is en mig sárvantar kælispíral.
Ég er búinn að leita allstaðar (er á AK) eftir mjúkum koparlögnum en þær virðast ekki vera til nema í ca 8-10mm stærðum (alltof mjótt)
Hvernig farið þið að því að útbúa kælispíral ódýrt, og er hægt að kaupa þetta bara tilbúið hérna á klakanum ?
Ég kem til með að tengja spíralinn inná sturtulögnina, veit ekkert stærðina en þetta er bara beisik sturtufesting, tek sturtuslönguna úr sambandi og tengi spíralinn við.
Bestu þakkir
Gvarimoto
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254 Joined: 9. Oct 2009 20:32
Post
by gosi » 21. May 2012 19:38
Ég átti 10mm koparlengju og gerði kælispíral úr henni. Fór í Byko eða Húsa og keypti glæra slöngu sem rétt svo passar utan um endana og svo loks venjulega garðslöngu yfir glæru bútana.
Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló , BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.
Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773 Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:
Post
by helgibelgi » 21. May 2012 22:07
Er ekki í lagi að hafa hana 10mm? er það innanmál eða utan?
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176 Joined: 13. Mar 2011 20:03
Post
by Gvarimoto » 21. May 2012 23:10
helgibelgi wrote: Er ekki í lagi að hafa hana 10mm? er það innanmál eða utan?
utan, en þetta var svo svakalega mjótt eitthvað, fannst mér amk.
En ef ég tæki þessa 10mm hvað meira þarf ég ?
Plasttúbu með garðslöngutengi?
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773 Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:
Post
by helgibelgi » 22. May 2012 15:27
Þú þarft slöngu sem fittar rétt svo utan yfir, hosuklemmur til að klemma slönguna við. Svo þarftu bara eitthvað fittings til að tengja slönguna við þann krana sem þú ætlar að nota.
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176 Joined: 13. Mar 2011 20:03
Post
by Gvarimoto » 22. May 2012 21:00
ég tók þessa 10mm túpu, tók 7 metra og tókst að gera flottan spíral úr þessu
Slangan er aðeins of víð, þarf sennilega að fá mjórri slöngu.
Hún lekur ef ég set mikinn kraft á, en það sleppur ef það er lítill kraftur.
Var að testa spíralinn og hann verður algjörlega ískaldur
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
bergrisi
Undragerill
Posts: 948 Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík
Post
by bergrisi » 22. May 2012 21:06
12 mm kopar, 16 mm gúmmí slanga, (allt utan mál).
Nokkrar klemmur og tengi. Beygði þetta utan um pott.
Vonandi hjálpar þetta.
Sé núna að þú ert búinn að redda þér. Ég var svo lengi að senda inn myndina því ég gerði þetta í með símanum. En ég er með tvöfalt sett af hosuklemmumog þá lekur ekkert. Þú þarft að geta sett fullan kraft á spíralinn held ég til að fá hámarks kælingu.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176 Joined: 13. Mar 2011 20:03
Post
by Gvarimoto » 22. May 2012 21:44
Þetta er spírallinn, gerði þetta bara með höndunum
Virkar vel
Svo var ég að fá þennan sendan frá UK, yndislegur krani sem kostar fúlgu hér heima.
Til mín kominn kostaði hann bara 1200kr
Boraði 25mm gat á tunnuna, gúmmíhringir fylgdu með (2 tegundir 3/4" og 1" sem er 25mm)
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568 Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:
Post
by hrafnkell » 22. May 2012 22:25
Hafðu svolítið bil á milli röranna á kælispíralnum, hann virkar mun betur þannig.
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176 Joined: 13. Mar 2011 20:03
Post
by Gvarimoto » 22. May 2012 22:34
hrafnkell wrote: Hafðu svolítið bil á milli röranna á kælispíralnum, hann virkar mun betur þannig.
Já var einmitt að spá í því, gott að fá það staðfest
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176 Joined: 13. Mar 2011 20:03
Post
by Gvarimoto » 22. May 2012 23:47
Hvernig er þetta núna ?
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773 Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:
Post
by helgibelgi » 23. May 2012 11:17
Þessi er amk mun fallegri en minn. Held samt að málið sé að fá aðeins þrengri slöngur.
Minn spírall er mjög ljótur en er 15 metra langur og svínvirkar. Held að það sé eina sem skipti máli!
Hekk
Kraftagerill
Posts: 98 Joined: 4. Jul 2011 13:38
Post
by Hekk » 25. May 2012 13:11
Hvað hefur efniskostnaðurinn verið á þessu hjá ykkur?
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773 Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:
Post
by helgibelgi » 25. May 2012 14:16
Mig minnir að ég hafi borgað rúmlega 10þús kall fyrir 15 metra af kopar. Það var helsti kostnaðurinn við þetta. Það var í gesala.is
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176 Joined: 13. Mar 2011 20:03
Post
by Gvarimoto » 25. May 2012 20:20
total kostnaður hjá mér á öllu efninu var 6.000 (slöngur og allt þetta með)
7m af kopar, sem er hæfilegt í 33L suðupott
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
mattib
Kraftagerill
Posts: 60 Joined: 13. Feb 2011 19:16
Post
by mattib » 29. Jun 2012 17:17
Gvarimoto wrote:
Hvernig er þetta núna ?
Hvar verslaðir þú kopar rörið og í hvaða verslun keyptir þú kranan ?
vantar svona
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176 Joined: 13. Mar 2011 20:03
Post
by Gvarimoto » 29. Jun 2012 19:47
Lagnadeild byko, og pantadi kranan fra uk, en eg a 2 krana, skal skipta 1 a moti flottu geri eda eitthvad, sendu mer pm bara
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave