Hvernig hafa menn farið að því að koma gos í bjórinn sinn á kút ef þeir hafa lítinn tíma? Ég setti bjór á kút í gær og hann þarf að vera tilbúinn til drykkju í partý næsta laugardag. Gaskúturinn er stilltur núna á 30 psi og stendur hann og bjórkúturinn við stofuhita, ca. 21°C. Ég hef engan kost á því að kæla þetta niður neitt, engar svalir (kjallaraíbúð) og enginn kælir. Gæti hugsanlega skellt kútnum í gerjunarfötu fyllta með vatni og nota ísflöskuaðferðina, en þá er samt smá af kútnum sem stendur upp úr.
Er ekki einhver fancy hristi-aðferð sem fólk hefur góða reynslu af?
Þakka fyrirfram alla hjálp