Better Brew Export Lager (1.8kg kit)

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Better Brew Export Lager (1.8kg kit)

Post by Plammi »

Sælir, þetta er það sem ég setti í mína fyrstu lögn: Better Brew/Export_Lager 1,8kg
Upplýingar frá framleiðanda:
A very well balanced, medium hopped classic lager.
Bitterness 18-22 EBU, colour 6-10 EBC, alcohol 4.6% ABV.

Uppskrift:
Export Lager kit - 1,8kg
Bruggsykur (dextrose) - 1kg
Ger sem fylgdi með kittinu
Coopers gerjunardropar (1 í 330ml 1,5 í 500ml flöskur)

Ferli:
Blandað eftir leiðbeiningum = 23Lítrar
Gerjað í 10daga við 19-22°C
Sett á 35x500ml og 12x330ml flöskur, sirka 22L
Gleymdi að taka OG mælingu en FG var 1008

Athugasemdir
Ég smakkaði bjórinn eftir að ég var búinn að taka FG og ég verð að segja að ég er nokkuð spenntur fyrir honum. Ég vildi gera einfaldann bjór mundi svipa til þessa algengu lagerbjóra og ég held að hann nái því alveg.
Hann var reyndar aðeins bragðdaufari en ég átti von á og tók því áfengismælingu með vinometer. Mælirinn sýndi tæp 8%, sem mig grunar að sé einhver vitleysa (hafði aldrey notað svona græju áður og fattaði ekki að tæma alla kolsýru úr sýninu fyrir mælingu).
Og þá er það bara að bíða, planið er að taka nokkra bjóra og setja í kæli eftir 2 vikur og prufa eftir viku í kæli.
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Better Brew Export Lager (1.8kg kit)

Post by bergrisi »

Flott, Það ætti að vera nóg að bíða í viku með að setja einn í ísskáp. Ætti alveg að kolsýrast eitthvað á þeim tíma ef hann er við stofuhita.

Þú mannst örugglega næst að taka OG.
Miðað við magnið sem þú færð og FG þá ættiru að vera mjög nálægt því sem uppskriftin segir að hann eigi að vera. Gæti trúað 4,5-5 prósent.

Gangi þér vel með þetta.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: Better Brew Export Lager (1.8kg kit)

Post by Gvarimoto »

Flott, hef verið spenntur fyrir því að prófa Better Brew kittin, búinn að lesa margt gott um þau, endilega láttu vita hvernig smakkast :)
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Better Brew Export Lager (1.8kg kit)

Post by Plammi »

Jæja, bjórinn búinn að vera 3 vikur á flöskum og er ég að taka smakk á honum núna.
Hann er alveg sæmilegur, alls ekki eins góður og ég vonaði, en vel drykkhæfur samt. Það er eitthvað súrt aukabragð sem er að trufla mig, en það vonandi eldist af honum. Ef það bragð dofnar, eða fer alveg, þá verður þetta slummufínn bjór.
Hlutlaus bjór, svona eins og ódýru lagerbjórarnir í ríkinu, ekki ósvipaður Faxe premium sem ég kaupi oft í ríkinu (svona ef ég hunsa aukabragðið).
Attachments
bblager2.jpg
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
User avatar
garpur
Villigerill
Posts: 35
Joined: 28. Feb 2012 23:24

Re: Better Brew Export Lager (1.8kg kit)

Post by garpur »

Ég tók einmitt Better Brew kittið sem mitt fyrsta bjórbruggs tilraun og varð fyrir valinu Yorkshire Bitter týpan. Ég kannast vel við þetta súrabragð sem þú minnist á og var nokkuð mikið að bögga mig. Það er rétt að þetta dofnaði eftir einhvern tíma og var orðið töluvert minna eftir ca. 2 mánuði, en mér fannst ég samt finna alltaf einhverna súran keim. Veit ekki hvort þetta er dextrosen/sykurinn sem gerir þetta, það geta proffarnir hérna kannski sagt til um?

Ef ég væri þú þá myndi drífa mig núna að taka næsta þrep, sem er eftir minni meiningu að sjóða óhumlað Liquid Malt extract (ekkert dextrose) brugg þar sem þú sjálfur bætir við humlunum. Ég er að sötra á svoleiðis núna og er bara mjög sáttur, hef aldrei fundið súra bragðið sem ég fann í kittinu. Svo var ég að vísu að byrja í AG brugginu í síðustu helgi en það er að gerjast í rólegheitunum í bílskúrnum, þannig að ég drekk sáttur að LME á meðan það er að klárast :-)
Græjurnar: 75 lítra suðupottur (þvotta), 5500W element, counter flow chiller/heater, March 815 dæla, Auber 2352 hitastýring, humlakónguló.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Better Brew Export Lager (1.8kg kit)

Post by sigurdur »

Þetta yfirþyrmandi magn af einföldum sykrum veldur súra bragðinu.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Better Brew Export Lager (1.8kg kit)

Post by hrafnkell »

sigurdur wrote:Þetta yfirþyrmandi magn af einföldum sykrum veldur súra bragðinu.
Tek undir það. Maður vill helst ekki fara yfir 10% af einföldum sykrum. Sama hvort það heiti dextrósi, "bruggsykur" eða hvað.
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: Better Brew Export Lager (1.8kg kit)

Post by Gvarimoto »

Það er nú enginn haus á þessari mynd hjá þér, ertu viss um að hann séi ekki undercarbed ?

Hef tekið eftir því að undercarbed kit bjórar haldast súrari lengur


Edit; er að fara að flaska BB IPA í kvöld, skelli inn mynd þegar fyrsta flaskan verður opnuð :)
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Better Brew Export Lager (1.8kg kit)

Post by Plammi »

Hann var alveg þokkalega carbed, og það hélst alveg þar til síðasta sopa.

En þetta fer allavega ekki til spillis, var bara búinn að gera of miklar væntingar til bjórsins (lét góða markaðssetningu plata mig aðeins).

Bee Cave BIAB verður allavega næsta bjórbrugg hjá mér, það verður gaman.

En þangað til þá slaka ég bara á og fæ mér heimabrugg :)
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: Better Brew Export Lager (1.8kg kit)

Post by Gvarimoto »

Um að gera :)

Setti BB IPA á flöskur í gær, keyti svo BB Northern Brown Ale + 1.1kg LME sem ég ætla að nota í hann, enginn sykur.

Svo er ég að panta BIAB setup frá hrafnkelli :)
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Better Brew Export Lager (1.8kg kit)

Post by Plammi »

Gvarimoto wrote:Það er nú enginn haus á þessari mynd hjá þér, ertu viss um að hann séi ekki undercarbed ?
Hef tekið eftir því að undercarbed kit bjórar haldast súrari lengur
Held þú hafir verið alveg spot on með þetta, bjórinn er allur að koma til núna.
Það er kominn smá haus á hann núna, en hann helst ekki lengi. Bjórinn er allur jafnari, súra bragðið nánast alveg farið. Gæti jafnvel pælt í því að bjóða vinum að smakka á næstunni.
Er að pæla samt að "gleyma" honum í nokkrar vikur í viðbót og sjá hvað gerist.
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Better Brew Export Lager (1.8kg kit)

Post by bergrisi »

Gleymska í 1-3 mánuði gerir mikið fyrir bjórinn. Sá síðasti er alltaf bestur.

Það er bara svo skrambi erfitt að geyma hann.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Post Reply