Sælir, þetta er það sem ég setti í mína fyrstu lögn:
Better Brew/Export_Lager 1,8kg
Upplýingar frá framleiðanda:
A very well balanced, medium hopped classic lager.
Bitterness 18-22 EBU, colour 6-10 EBC, alcohol 4.6% ABV.
Uppskrift:
Export Lager kit - 1,8kg
Bruggsykur (dextrose) - 1kg
Ger sem fylgdi með kittinu
Coopers gerjunardropar (1 í 330ml 1,5 í 500ml flöskur)
Ferli:
Blandað eftir leiðbeiningum = 23Lítrar
Gerjað í 10daga við 19-22°C
Sett á 35x500ml og 12x330ml flöskur, sirka 22L
Gleymdi að taka OG mælingu en FG var 1008
Athugasemdir
Ég smakkaði bjórinn eftir að ég var búinn að taka FG og ég verð að segja að ég er nokkuð spenntur fyrir honum. Ég vildi gera einfaldann bjór mundi svipa til þessa algengu lagerbjóra og ég held að hann nái því alveg.
Hann var reyndar aðeins bragðdaufari en ég átti von á og tók því áfengismælingu með vinometer. Mælirinn sýndi tæp 8%, sem mig grunar að sé einhver vitleysa (hafði aldrey notað svona græju áður og fattaði ekki að tæma alla kolsýru úr sýninu fyrir mælingu).
Og þá er það bara að bíða, planið er að taka nokkra bjóra og setja í kæli eftir 2 vikur og prufa eftir viku í kæli.