Ég hef semsagt ákveðið að smíða mér BIAB græjur frá A-Ö.
Byrjunin var að smíða stýriboxið.
Það inniheldur:
- Sestos PID regli
- 40A SSD relay ásamt góðri kæliplötu + viftu úr gamalli tölvu
- Din skinnu og raðtengi
- Rofi fyrir PID og annar fyrir element, þriðji rofinn bætist við fyrir hringrásardælu
- PT 100 hitanemi
- 4q víring (5,5kW)




Næst keypti ég mér
- 33 líta gerjunartunnu
- vatnslás
- sykurflotvog
- Hævert slöngu
- Hosuklemmur
- Slöngu fyrir kælispíral
- og 10 metra af mjúku koparröri sem er 8mm að innanmáli --> nú orðið að counterflow chiller.


Eftir miklar pælingar að þá ætla ég að byrja með 60L plast tunnu úr saltkaupum og uppfæra kannski síðar í riðfrítt stál, get alltaf notað plast tunnuna í gerjun seinna meir.
Hvernig pakkningar eruði að nota á plast tunnurnar strákar?
Bróðir minn er að koma í heimsókn á miðvikudaginn með varning til að klára dæmið þar sem ég er staðsettur á Akureyri. (Þakka Hrafnkeli hjá brew.is fyrir ýmsan varning)
í þessum pakka má finna
- Hringrásar dælu
- 5,5 kW element
- klórsóda
- poka fyrir kornið
- Einföld uppskrift af Bee Cave sem verður í fyrstu lögn

- 60 L tunnu úr saltkaup
- 14" Pizza net til að búa til falskann botn
Planið er að vera með krana neðst, T stykki á hann þar sem ég ætla að stinga hitanemanum í einn endann og
dæluna beint á hinn endann

Er ekki búinn að hugsa til enda hvar ég ætla að dæla ofan í tunnuna aftur. væri gott að fá hugmyndir frá ykkur strákar.
En þar sem maður er að ganga alla leið í þessu að þá ákvað ég að sjóða saman smá grind fyrir þetta á hjólum.
Er semsagt með prófíla sem eru 20x20, vinnuhæðin er á tunnunni er 90cm og stýriboxið endar í 120cm í efri brún. Lagt verður lokahönd á þetta í vikunni


Síðan koma 8mm vatnsheldar spónaplötur í botninn og uppmeð að innan, stýriboxið verður staðsett á bakhlið og þar af leiðandi kemst engin raki í það við suðu.
Þetta er nú svona það sem komið er, markmiðið er að klára að græja allt í vikunni og leggja í fyrstu lögn um páskana. Reyni að vera duglegri að taka myndir.
- Reynir Davíðs