BIAB brugggræjur í smíðum, allt klárt

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
reynirdavids
Villigerill
Posts: 37
Joined: 22. Jan 2012 22:50

BIAB brugggræjur í smíðum, allt klárt

Post by reynirdavids »

Sælir félagar

Ég hef semsagt ákveðið að smíða mér BIAB græjur frá A-Ö.

Byrjunin var að smíða stýriboxið.

Það inniheldur:

- Sestos PID regli
- 40A SSD relay ásamt góðri kæliplötu + viftu úr gamalli tölvu
- Din skinnu og raðtengi
- Rofi fyrir PID og annar fyrir element, þriðji rofinn bætist við fyrir hringrásardælu
- PT 100 hitanemi
- 4q víring (5,5kW)

Image

Image

Image

Image

Næst keypti ég mér
- 33 líta gerjunartunnu
- vatnslás
- sykurflotvog
- Hævert slöngu
- Hosuklemmur
- Slöngu fyrir kælispíral
- og 10 metra af mjúku koparröri sem er 8mm að innanmáli --> nú orðið að counterflow chiller.

Image

Image


Eftir miklar pælingar að þá ætla ég að byrja með 60L plast tunnu úr saltkaupum og uppfæra kannski síðar í riðfrítt stál, get alltaf notað plast tunnuna í gerjun seinna meir.
Hvernig pakkningar eruði að nota á plast tunnurnar strákar?

Bróðir minn er að koma í heimsókn á miðvikudaginn með varning til að klára dæmið þar sem ég er staðsettur á Akureyri. (Þakka Hrafnkeli hjá brew.is fyrir ýmsan varning)

í þessum pakka má finna

- Hringrásar dælu
- 5,5 kW element
- klórsóda
- poka fyrir kornið
- Einföld uppskrift af Bee Cave sem verður í fyrstu lögn :D
- 60 L tunnu úr saltkaup
- 14" Pizza net til að búa til falskann botn

Planið er að vera með krana neðst, T stykki á hann þar sem ég ætla að stinga hitanemanum í einn endann og
dæluna beint á hinn endann

Image

Er ekki búinn að hugsa til enda hvar ég ætla að dæla ofan í tunnuna aftur. væri gott að fá hugmyndir frá ykkur strákar.

En þar sem maður er að ganga alla leið í þessu að þá ákvað ég að sjóða saman smá grind fyrir þetta á hjólum.
Er semsagt með prófíla sem eru 20x20, vinnuhæðin er á tunnunni er 90cm og stýriboxið endar í 120cm í efri brún. Lagt verður lokahönd á þetta í vikunni

Image

Image

Síðan koma 8mm vatnsheldar spónaplötur í botninn og uppmeð að innan, stýriboxið verður staðsett á bakhlið og þar af leiðandi kemst engin raki í það við suðu.

Þetta er nú svona það sem komið er, markmiðið er að klára að græja allt í vikunni og leggja í fyrstu lögn um páskana. Reyni að vera duglegri að taka myndir.

- Reynir Davíðs
Last edited by reynirdavids on 18. Nov 2012 19:38, edited 1 time in total.
Næst: Jólaöl, ipa, Robust Porter
í gerjun: IPA, Dubbel
á kútum: Blóðbergur, sænskur IPA, amber

Græjur: 50L Braumeister
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: BIAB brugggræjur í smíðum, fyrstu skref.

Post by bergrisi »

Þetta kallar maður að byrja með glans. Ekkert smá gaman að sjá þessar myndir. Endilega leyfðu okkur að fylgjast með framhaldinu.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Re: BIAB brugggræjur í smíðum, fyrstu skref.

Post by Squinchy »

Er þessi hitanemi ætlaður fyrir vatn ?, lítur svolítið út eins og kína hitanemi sem ég pantaði fyrir stuttu og hann var bara djók og ekki hannaður til að koma nálægt vatni

Gæti verið sterkur leikur að koma loftun fyrir í boxið, SSR kæliplatan mun hitna vel í svona lokuðu umhverfi

Annars er þetta þrusu flott byrjun :)
kv. Jökull
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: BIAB brugggræjur í smíðum, fyrstu skref.

Post by hrafnkell »

Þetta lítur flott út :)

Þú þarft samt líklega að setja góða loftræstingu á boxið, því annars ofhitnar SSR og skemmist. Oft skemmast þau þannig að þau festast lokuð (með bullandi straum), en gaumljósið og allt það blikkar eins og allt sé í lagi.
Dabby
Kraftagerill
Posts: 99
Joined: 14. Feb 2012 09:48

Re: BIAB brugggræjur í smíðum, fyrstu skref.

Post by Dabby »

Alltaf gaman að fá myndir af heimasmíði.
Ég er með saltkaups tunnu með 2 x 200W hraðsuðukatlaelementum. Notaði bara pakningarnar sem voru í hraðsuðukötlunum, það var einfaldasta smíði í heimi að koma því saman.
Mig langar að bæta við dælu, hitastýringu og Counter flow chiller. Er þar að leiðandi spenntur að sjá framhaldið hjá þér.
reynirdavids
Villigerill
Posts: 37
Joined: 22. Jan 2012 22:50

Re: BIAB brugggræjur í smíðum, fyrstu skref.

Post by reynirdavids »

Já ég er ekki alveg klár á þessu með PT100 hitanemann. Hann er eitthvað voðalega stuttur og aumingjalegur.
Líka frekar leiðinlegt með nemann að hann er ekki fastur inní, hann snýst. :/
Ætla að prufa þetta til að byrja með og sjá hvað gerist.

Er búinn að hugsa þetta aðeins með SSR, ég hélt að ég myndi sleppa með að láta viftu inní boxið þar sem ég pantaði 40A SSR og þokkalega kæliplötu. þannig að það er alltaf langt frá mál álagi. ( 58% )
En síðan á ég viftur úr gömlum tölvum sem hægt er að stinga inní boxið ef allt fer á annan endann ;)

í sambandi við pakkningu að þá er ég búinn að finna O-hring sem er hitaþolinn og er 3,5mm að þykkt. Ætla að prufa það.

Er kominn með nýja útfærslu á fittings systemið núna sem hentar betur fyrir þá sem eru með plast tunnu. Set mynd fljótlega.

Update.

Kláraði að smíða vagninn að mestu í dag. Þó aðeins eftir.

Image

Image

Image

Hægra meginn við stýriboxið kemur síðan utaná liggjandi tengill fyrir dæluna (12V spennubreytir)

Þakka áhugan strákar, gaman að fá comment á þetta :)
Næst: Jólaöl, ipa, Robust Porter
í gerjun: IPA, Dubbel
á kútum: Blóðbergur, sænskur IPA, amber

Græjur: 50L Braumeister
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: BIAB brugggræjur í smíðum, fyrstu skref.

Post by hrafnkell »

reynirdavids wrote:Er búinn að hugsa þetta aðeins með SSR, ég hélt að ég myndi sleppa með að láta viftu inní boxið þar sem ég pantaði 40A SSR og þokkalega kæliplötu. þannig að það er alltaf langt frá mál álagi. ( 58% )
En síðan á ég viftur úr gömlum tölvum sem hægt er að stinga inní boxið ef allt fer á annan endann ;)
Ég get alveg lofað þér því að það dugir ekki. Þótt þú sért með yfirspeccað SSR. Það þarf að vera gat á kassanum, og líklega vifta sem blæs lofti inn í kassann til að viðhalda réttu hitastigi á SSR.

Ég er með 40A SSR sem er að stýra 23A (5500w element). Kæliplatan stendur út úr kassanum og er þessvegna þokkalega loftræst. Án viftu verður kæliplatan svo heit að maður getur ekki tekið á henni eftir nokkrar mínútur. Það er alltof heitt og skemmir SSR fljótt. Með 60mm viftu á kæliplötunni er hún köld og fín.


Þú mátt alveg láta reyna á þetta, þá fæ ég bara að segja "told you so" á eftir :)
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: BIAB brugggræjur í smíðum, fyrstu skref.

Post by Maggi »

Glæsileg smíði! Gangi þér vel með framhaldið
reynirdavids
Villigerill
Posts: 37
Joined: 22. Jan 2012 22:50

Re: BIAB brugggræjur í smíðum, fyrstu skref.

Post by reynirdavids »

Jææja strákar, það gerðist slatti í smíðavinnu í dag.

ég fékk dótið sem vantaði uppá og græjann er orðin klár í fyrstu lögn sem verður gerð á morgun :D:D

elementið var sett í ásamt krana neðarlega í tunnuna.

Image

ég ákvað að hafa hitanemann í T stykkinu áður en vatnið rennur í gegnum dæluna og það svínvirkar.

Image

Síðan mikilvægast af öllu myndi ég segja.

Ég prufaði að setja c.a. 30L af vatni í tunnuna og byrjaði að hita, allt voða gott og enginn leki.
Þegar komið var í c.a. 30° - 40° og ég búinn að fylgjast með relay-inu og kæliplötunni allan tímann að þá stoppa ég. Kæliplatan var orðin logandi :D Told you so Hrafnkell hehe :D:D
Þannig að ég fann gamla tölvu uppá lofti og fann frekar stóra viftu sem ég setti við hliðiná kæliplötunni. boraði 6 göt í kassann, 3 í sitthvora hliðina. Hitinn er út sögunni ;)

Image

Image

Prufaði að setja allt í botn, 5,5kW elementið var nú ekki lengi að bresta vatninu í suðu, mjög sáttur

Image

Kælispírallinn er klár og slangan var mixuð þannig að hún passar beint uppá hraðtengi á krana.

Image

Síðan kerfið í heildsinni

Image

Eintóm hamingja, Fyrsta lögn á morgun. Bee Cave.

Image

SKÁL
Næst: Jólaöl, ipa, Robust Porter
í gerjun: IPA, Dubbel
á kútum: Blóðbergur, sænskur IPA, amber

Græjur: 50L Braumeister
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: BIAB brugggræjur í smíðum, fyrstu skref.

Post by helgibelgi »

Haha þetta er alger snilld. Hvaða bjór ætlarðu að taka fyrst?

:skal:
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: BIAB brugggræjur í smíðum, fyrstu skref.

Post by bjarkith »

Eintóm hamingja, Fyrsta lögn á morgun. Bee Cave.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: BIAB brugggræjur í smíðum, fyrstu skref.

Post by Maggi »

ég ákvað að hafa hitanemann í T stykkinu áður en vatnið rennur í gegnum dæluna og það svínvirkar.
Skemmtileg lausn. Ef ég man rétt þá eru þetta leiðinlegir hitanemar með 1/4-20 tommu gengju. Einnig er hann ekki þéttur. Hvernig festirðu hitanemann í téið?

Önnur spurning, er ekki pirrandi að hafa reglirinn aftan á standinum?
reynirdavids
Villigerill
Posts: 37
Joined: 22. Jan 2012 22:50

Re: BIAB brugggræjur í smíðum, fyrstu skref.

Post by reynirdavids »

Maggi wrote:
ég ákvað að hafa hitanemann í T stykkinu áður en vatnið rennur í gegnum dæluna og það svínvirkar.
Skemmtileg lausn. Ef ég man rétt þá eru þetta leiðinlegir hitanemar með 1/4-20 tommu gengju. Einnig er hann ekki þéttur. Hvernig festirðu hitanemann í téið?

Önnur spurning, er ekki pirrandi að hafa reglirinn aftan á standinum?
Sæll

já það passar, gengjurnar eru fáranlegar á þessum nema. En félagi minn fann út hvaða gengjur þetta eru og snittaði fyrir mig í T stykkið. Þétti með smá pakki og lekur ekki dropi.

í sambandi við reglinn að þá er mjög góð hugmynd að hafa hann aftaná standinum þar sem uppgufunin er svakaleg. sérstaklega þar sem ég þurfti að bora kassann á hliðunum til að kæla SSR relay.

Er alveg nokkuð sáttur við þetta setup eins og það er núna, þægilegt að hafa allt á sama stað og kerruna á hjólum. ekki það dýr lausn..
Næst: Jólaöl, ipa, Robust Porter
í gerjun: IPA, Dubbel
á kútum: Blóðbergur, sænskur IPA, amber

Græjur: 50L Braumeister
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: BIAB brugggræjur í smíðum, fyrstu skref.

Post by helgibelgi »

Hvernig fór svo fyrsta lögnin? :?:
reynirdavids
Villigerill
Posts: 37
Joined: 22. Jan 2012 22:50

Re: BIAB brugggræjur í smíðum, fyrstu skref.

Post by reynirdavids »

helgibelgi wrote:Hvernig fór svo fyrsta lögnin? :?:
Heyrðu, ég var akkúrat að fara að spyrja einhvern hérna inni.
ég er að lenda í smá veseni í sambandi við gerjunina.
núna er þetta búið að vera í tunnu í 16 daga og gerjunin er búin að vera föst í 1,031 í svona 10 daga. ég prufaði að hrista uppí þessu fyrir c.a. 5 dögum og hleypa lofti í en það breytist ekkert.
Þetta er Bee cave þannig að sykurflotvogin á að vera í 1,010 - 1,012.
Þetta þíðir að bjórinn er ekki nema 2,7%, er lögnin ónýt ? :/

Getur einhver hjálpað?
Næst: Jólaöl, ipa, Robust Porter
í gerjun: IPA, Dubbel
á kútum: Blóðbergur, sænskur IPA, amber

Græjur: 50L Braumeister
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: BIAB brugggræjur í smíðum, fyrstu skref.

Post by hrafnkell »

Getur prófað að henda öðrum gerpakka í...

Getur verið að meskingin hafi óvart verið of heit?
reynirdavids
Villigerill
Posts: 37
Joined: 22. Jan 2012 22:50

Re: BIAB brugggræjur í smíðum, fyrstu skref.

Post by reynirdavids »

hrafnkell wrote:Getur prófað að henda öðrum gerpakka í...

Getur verið að meskingin hafi óvart verið of heit?
okei, þarf ég ekki að nota sama ger og ég setti í áður?

það er spurning, PID reglirinn hélt sér samt alltaf innan við +- 1°
Næst: Jólaöl, ipa, Robust Porter
í gerjun: IPA, Dubbel
á kútum: Blóðbergur, sænskur IPA, amber

Græjur: 50L Braumeister
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: BIAB brugggræjur í smíðum, fyrstu skref.

Post by gosi »

Ekki það að ég viti það en þarf ekki að stilla á PIDinu hvers konar týpa hitamælirinn sé?
Þeas hvort þetta sé K týpa eða eitthvað.

Prófaðir þú ekki hvort hitinn væri réttur á PIDinu með því að nota annan mæli á sama tíma, svo sem digital eða analog mæli?

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: BIAB brugggræjur í smíðum, fyrstu skref.

Post by sigurdur »

Það er tvennt óljóst hérna:
1. Hvar ertu að mæla hitastigið? (sýnir það raunverulegt hitastig á meskingunni?)
2. (gosi spurði að þessu) Ertu búinn að sannreyna hitastigið á móti mælum sem er í lagi (eða mæla frost og suðuhitastig)?
reynirdavids
Villigerill
Posts: 37
Joined: 22. Jan 2012 22:50

Re: BIAB brugggræjur í smíðum, fyrstu skref.

Post by reynirdavids »

ég reyndar stillti reglinn ekki sérstaklega að þetta væri einhver spes týpa af hitanema,
en ég setti semsagt rétt magn af vatni í pottinn og létt reglinn á auto tune, þannig að hann stillti sig alveg áður en ferlið fór í gang.

ég ætlaði að setja annan mæli ofan í til að mæla hitastigið útaf ég var ekki viss, en sá mælir reyndist bilaður :/ en þetta er eitthvað sem ég verð klárlega að gera næst.

Hitastigið er mælt í T stykkinu, held að það sé nokkuð nákvæmt þar sem ég er með hringrásardælu og með þokkalega jafnan hita í pottinum.
Næst: Jólaöl, ipa, Robust Porter
í gerjun: IPA, Dubbel
á kútum: Blóðbergur, sænskur IPA, amber

Græjur: 50L Braumeister
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: BIAB brugggræjur í smíðum, fyrstu skref.

Post by hrafnkell »

Þá er það bara hvort hitastigið sé rétt - það er algengt að það sé smávegis skekkja á þessu sem maður þarf að stilla í burtu, sérstaklega þegar maður er með ódýra hitanema (t.d. hitanemar sem fylgja stýringum eru oft drasl hef ég komist að)

Möst að gera dry run á græjunum áður en maður bruggar, annars er hætt við að maður lendi í þessu. Hátt meskihitastig er líklegasta útskýringin fyrir háu FG. Sérstaklega þar sem þú ert að nota ger sem er ekki þekkt fyrir að vera með eitthvað vesen :)
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: BIAB brugggræjur í smíðum, fyrstu skref.

Post by kalli »

reynirdavids wrote: Hitastigið er mælt í T stykkinu, held að það sé nokkuð nákvæmt þar sem ég er með hringrásardælu og með þokkalega jafnan hita í pottinum.
Var dælan í gangi meðan þú hitaðir meskivatnið?
Life begins at 60....1.060, that is.
reynirdavids
Villigerill
Posts: 37
Joined: 22. Jan 2012 22:50

Re: BIAB brugggræjur í smíðum, fyrstu skref.

Post by reynirdavids »

kalli wrote:
reynirdavids wrote: Hitastigið er mælt í T stykkinu, held að það sé nokkuð nákvæmt þar sem ég er með hringrásardælu og með þokkalega jafnan hita í pottinum.
Var dælan í gangi meðan þú hitaðir meskivatnið?
Jebb dælan var í gangi allan tímann.

þarf að skoða þetta aðeins betur í sambandi við hitanemann, komst af því að reglirinn var stilltur á réttann nema.

spurning útaf þetta er ódýr nemi að umhveris hiti gæti mögulega verið að rugla mælinguna??
Næst: Jólaöl, ipa, Robust Porter
í gerjun: IPA, Dubbel
á kútum: Blóðbergur, sænskur IPA, amber

Græjur: 50L Braumeister
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: BIAB brugggræjur í smíðum, fyrstu skref.

Post by hrafnkell »

reynirdavids wrote:spurning útaf þetta er ódýr nemi að umhveris hiti gæti mögulega verið að rugla mælinguna??
Hugsanlega. Það er ekki víst að neminn sjálfur sé alveg í endanum á "húsinu" sem hann kemur í..
Post Reply