Viðvörun þegar Auber SYL-2352 stýring nær réttum hita

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Viðvörun þegar Auber SYL-2352 stýring nær réttum hita

Post by gugguson »

Góðan daginn herramenn.

Er möguleiki á Auber SYL-2352 hitastýringum að tengja t.d. ljós sem segir manni þegar umbeðnum hita hefur verið náð (eða hljóðmerki)? Ef svo er, getur hvaða auli sem er (lesist ég) tengt það?

Annað, ég er að nota manual stillingu í suðu (5500W element á 70%) og elementið virðist slökkva á sér á c.a. 30 sekúndna fresti í 5-10 sekúndur. Kæliplatan virðist ekki heit þannig að það er ekki vandamálið. Þekkir þetta einhver?

Jói
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Viðvörun þegar Auber SYL-2352 stýring nær réttum hita

Post by hrafnkell »

Getur sett alarm á, sem væri þá á þeim hita sem þú tiltekur. Þarft svo að kaupa einhverja vælu eða ljós til að tengja við alarm outputtið. Það eru 2 alarm output á stýringunni, getur stillt þau bæði eins og þú vilt.
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Re: Viðvörun þegar Auber SYL-2352 stýring nær réttum hita

Post by gugguson »

Er þetta bara einn vír í ljós til að þetta virki eða er þetta einhver hringavitleysa?
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Viðvörun þegar Auber SYL-2352 stýring nær réttum hita

Post by kalli »

Google getur hjálpað.

Frá heimasíðu Auberins: "Dual alarm outputs with 10+ activation methods/situations"
http://www.auberins.com/index.php?main_ ... ducts_id=3" onclick="window.open(this.href);return false;

Leiðarvísirinn er hér: http://auberins.com/images/Manual/Manua ... %203.4.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;

Úr leiðarvísinum:
Alarm output Relay contact. 250VAC/1A, 120VAC/3A, 24V/3A Alarm function
Process high alarm, process low alarm, deviation high alarm, and deviation low alarm

Það er einfalt að tengja þetta en vesen að stilla á nýtt hitastig fyrir alarm. Allt í lagi að gera það einu sinni en fyrir hvert hitastig í þrepameskingu ... :(
Life begins at 60....1.060, that is.
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Re: Viðvörun þegar Auber SYL-2352 stýring nær réttum hita

Post by gugguson »

Þetta er óskiljanlegt :vindill:
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Viðvörun þegar Auber SYL-2352 stýring nær réttum hita

Post by hrafnkell »

Þú getur stillt alarm hitastigið, en það er óháð stillihitastiginu. þ.e. á hvert skipti sem þú breytir stillihitanum þá þarftu líka að breyta alarm hitastiginu. Það er pínu bögg, en maður gæti líklega alveg látið þetta ganga upp með því t.d. að stilla þetta á 64-65 gráður, þá lætur græjan mann vita alltaf þegar maður er kominn í meskihitastig, eða þegar maður er alveg að verða kominn í meskihitastig.
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Re: Viðvörun þegar Auber SYL-2352 stýring nær réttum hita

Post by gugguson »

Ég skil þig.

Þá er þetta varla þess virði, ég hélt að þetta væri samstillt við núverandi hita og umbeðin hita.
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
Post Reply