Góðan daginn herramenn.
Er möguleiki á Auber SYL-2352 hitastýringum að tengja t.d. ljós sem segir manni þegar umbeðnum hita hefur verið náð (eða hljóðmerki)? Ef svo er, getur hvaða auli sem er (lesist ég) tengt það?
Annað, ég er að nota manual stillingu í suðu (5500W element á 70%) og elementið virðist slökkva á sér á c.a. 30 sekúndna fresti í 5-10 sekúndur. Kæliplatan virðist ekki heit þannig að það er ekki vandamálið. Þekkir þetta einhver?
Jói